Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 23. nóvember 2013
Prenta
Hafís stutt út af Kögri.
Ingibjörg Jónsdóttir Landfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskólans, sem fylgist vel með hafísnum út af Vestfjörðum hefur sent vefnum nýjar upplýsingar um hafísinn við og úti fyrir Vestfjörðum. Nú eru 26 sjómílur í hafísinn N og NNV af Kögri.
Þetta eru þéttar hafísspangir, aðallega nýlega myndaður hafís, en talsvert gisnara á milli þeirra. Ingibjörg reiknar með að ísinn geti færst austar og einnig eitthvað nær landi næsta sólarhringinn. Meðfylgjandi myndir eru frá í dag, Modis ljós og hitamynd og mynd frá í gær sem sýnir hafísbreiðuna út af Vestfjörðum.