Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 30. desember 2013
Prenta
Félagsvist og Flugeldasala.
Ungmannafélagið Leifur Heppni hélt félagsvist í gærkvöldi í félagsheimilinu í Trékyllisvík,og var aðeins spilað á fimm borðum, leiðindaveður hefur kannski sett strik í reikninginn að ekki fleiri komu. Ágóðinn af spilakvöldinu fór til kaupa á trampolíni, við Finnbogastaðaskóla sem einnig er hægt að nota í félagsheimilinu þar sem íþróttir við skólann eru kenndar,má segja að þetta sé því bæði úti og inni trampolín. Einnig var Björgunarsveitin Strandasól með flugeldasölu í félagsheimilinu í gærkvöldi,og gekk sú sala vel. Barnafólk kaupir meira af fjölskyldupökkum en aðrir meira af stórum einstökum flugeldum,svonefndar tertur eru alltaf vinsælar.