Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 6. jan til 13. jan. 2014.
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í liðinni viku, um var að ræða bílveltu á Flateyrarvegi þar sem fólksflutningabifreið rann út af veginum. Ekki slys á fólki. Aðfaranótt sunnudags var ekið á gangandi vegfaranda á Strandgötu á Patreksfirði. Hinn slasaði var fluttur með þyrlu LHG á Háskólasjúkrahús, slysadeild í Reykjavík til skoðunar. Hann hlaut alvarlega áverka en þó ekki lífshættulega. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni en ökumaður er grunaður um ölvun við akstur. Ástæða er til að benda hlutaðeigandi aðilum á að akstur vélsleða í þéttbýli er ekki leyfilegur enda eru þessi ökutæki flokkuð sem torfærutæki. Talsvert hefur borðið á því að ökumenn virði ekki þessar reglur.
Meira