Rafmagnið farið aftur.
Meira
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með Suðvestanáttum með hvassviðri eða stormi fyrsta dag mánaðarins. Þann fjórða gekk í skammvinna Norðanátt með hörkufrosti til sjötta. Eftir það dróg úr frosti með austlægum eða breytilegum vindáttum,og síðan suðlægum. Síðan héldu umhleypingar áfram fram til 22. Eftir það gekk í ákveðna Norðaustanátt,oft með hvassviðrum eða stormi,rigningu,slyddu eða éljum. Talsverð ísing var 26 og 27.,í byggð. Talsverð eða mikil hálka og svell voru á vegum fyrir hátíðarnar og fram á áramót. Vindur náði 12 vindstigum gömlum þann 1.,eða yfir 35 m/s. Talsvert tjón varð hjá Orkubúi Vestfjarða á Trékyllisheiði á gamlársdag,þegar rafmagnstaurar brotnuðu og línur slitnuðu,vegna ísingar þar uppi.
Yfirlit dagar eða vikur:
Góðir lesendur nær og fjær,vefsíðan Litlihjalli sendir hinar bestu áramótakveðjur til lesenda sinna með þökk fyrir samfylgdina í gegnum árin. Megi nýja árið færa okkur öllum gleði og góða tíma. Megi góður Guð vera með okkur öllum og leiða okkur farsællega gegnum nýja árið 2014.!
Þetta Ár er frá oss farið,
Rafmagnslaust varð um alla Vestfirði rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld, þegar lína Landsnets milli Glerárskóga og Mjólkárvirkjunar sló út. Rafmagn komst aftur á tíu til fimmtán mínútum síðar. Talið er að ísing eða samsláttartruflanir hafi orðið á línu og henni slegið út í stutta stund, en mjög hvasst er nú á þeim slóðum þar sem línan liggur. Afar slæmt veður og stórhríð er