Veðrið í Desember 2013.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með Suðvestanáttum með hvassviðri eða stormi fyrsta dag mánaðarins. Þann fjórða gekk í skammvinna Norðanátt með hörkufrosti til sjötta. Eftir það dróg úr frosti með austlægum eða breytilegum vindáttum,og síðan suðlægum. Síðan héldu umhleypingar áfram fram til 22. Eftir það gekk í ákveðna Norðaustanátt,oft með hvassviðrum eða stormi,rigningu,slyddu eða éljum. Talsverð ísing var 26 og 27.,í byggð. Talsverð eða mikil hálka og svell voru á vegum fyrir hátíðarnar og fram á áramót. Vindur náði 12 vindstigum gömlum þann 1.,eða yfir 35 m/s. Talsvert tjón varð hjá Orkubúi Vestfjarða á Trékyllisheiði á gamlársdag,þegar rafmagnstaurar brotnuðu og línur slitnuðu,vegna ísingar þar uppi.
Yfirlit dagar eða vikur:
Meira