Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. janúar 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 6. jan til 13. jan. 2014.

Lögreglan hvetur ökumenn vélsleða til að haga akstri og flutningi þessara tækja í samræmi við lög og reglur.
Lögreglan hvetur ökumenn vélsleða til að haga akstri og flutningi þessara tækja í samræmi við lög og reglur.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í liðinni viku, um var að ræða bílveltu á Flateyrarvegi þar sem fólksflutningabifreið rann út af veginum. Ekki slys á fólki. Aðfaranótt sunnudags var ekið á gangandi vegfaranda á Strandgötu á Patreksfirði. Hinn slasaði var fluttur með þyrlu LHG á Háskólasjúkrahús, slysadeild í Reykjavík til skoðunar. Hann hlaut alvarlega áverka en þó ekki lífshættulega. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni en ökumaður er grunaður um ölvun við akstur. Ástæða er til að benda hlutaðeigandi aðilum á að akstur vélsleða í þéttbýli er ekki leyfilegur enda eru þessi ökutæki flokkuð sem torfærutæki. Talsvert hefur borðið á því að ökumenn virði ekki þessar reglur. 


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 13. janúar 2014

OV fyrirhugar að halda áfram jarðstrengjalögn í Árneshreppi.

Jarðstrengir voru lagðir í sumar sem leið.
Jarðstrengir voru lagðir í sumar sem leið.

Rafmagnsleysi hefur verið mjög títt í Árneshreppi á Ströndum undanfarnar vikur. Halldór Magnússon, framkvæmdastjóri rafveitusviðs hjá Orkubúi Vestfjarða, segir mikla ísingu hafa verið á línunni yfir Trékyllisheiði og hún hafi slitnað á fleirum en einum stað. Þá gerði vonskuveður á heiðinni viðgerðarmönnum erfitt fyrir. Halldór segir að skemmdir á línum hefðu orðið mun meiri ef Orkubúið hefði ekki gert skurk í að koma þeim í jörð á síðasta ári. „Við framkvæmdum fyrir 50 milljónir í hreppnum í fyrra og á framkvæmdaáætlun 2014 eru ráðgerðar framkvæmdir fyrir 33 milljónir í Árneshreppi,“ segir Halldór í viðtali við bb.is á föstudaginn 10., janúar. Enn fremur segir Halldór að í ár sé ráðgert að koma línunni sem liggur frá botni Reykjarfjarðar um Naustvíkurskörð yfir í Trékyllisvík í jörð.

Orkubúið er ekki með neitt varaafl
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 13. janúar 2014

Flugi aflýst.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugfélagið Ernir hafa aflýst flugi til Gjögurs í dag vegna veðurs. Hvassviðri er og mikill vindur á flugleiðinni,og jafnvel ísing. Athugað verður með flug á morgun
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. janúar 2014

Trékyllisheiði og Drangsneslína hættulegar.

Frá viðgerð á Trékyllisheiði.Mynd Gunnar L Björnsson.
Frá viðgerð á Trékyllisheiði.Mynd Gunnar L Björnsson.
Eins og fram kemur hér í fyrri varúðarorðum Orkubúsins, eru línur á Trékyllisheiði og Drangsneslína ekki alstaðar í fullri hæð.
Viðgerðir stóðu yfir í gær, ekki náðist að klára allt sem þarf að gera. þar sem mikil ísing var aftur komin á línuna. Mikil vinna fór í að hreinsa ísingu af línunni. Verður því að halda áfram lagfæringum eftir helgi, með

Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. janúar 2014

Orkubú Vestfjarða varar við háspennulínum.

Háspennulínan á Trékyllisheiði.
Háspennulínan á Trékyllisheiði.

Vegna mikilla snjóalaga víða á hálendi, vill Orkubú Vestfjarða benda á eftirfarandi: Víða er mikill snjór til fjalla og þess vegna ættu allir þeir sem ferðast að vetrarlagi utan alfaraleiða að sýna sérstaka aðgát. Háspennulínur eru ekki alltaf sýnilegar vegna snjóa og slæms skyggnis. Eins getur fjarlægð upp í leiðara orðið hættulega lítil í miklum snjó. Í óveðri sem varð yfir hátíðirnar féllu línur af völdum veðursins og fullnaðarviðgerð er ekki lokið alls staðar.
Á Trékyllisheiði er jarðstrengur lagður á snjó til bráðabirgða milli staura og eins eru dæmi um lága staura vegna brots.  Sýna þarf sérstaka varúð í þessu svæði.Í miklu fannfergi minnkar bilið frá jörðu að línu og einnig er hætta á að ísing á línum leiði til þess að línurnar sigi mikið.  Við allra verstu aðstæður liggja leiðarar alveg niður í snjó. 

Við þessar aðstæður, þegar bilið milli yfirborðs og línu er orðið þetta lítið, skapast hættuástand og lífsnauðsynlegt að gæta ýtrustu varúðar.

 

Því er skíða
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 8. janúar 2014

Rafmagn tekið af Árneshreppi á morgun vegna viðgerða.

Frá viðgerð á Trékyllisheiði.Mynd Eysteinn.
Frá viðgerð á Trékyllisheiði.Mynd Eysteinn.
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík fyrirhugar að gera við línuna á Trékyllisheiði á morgun,þar sem bráðbirgðaviðgerð fór fram um áramótin og nú eftir áramótin. Verið var að gera tæki og búnað klár í dag til að fara í fyrramálið. Línan verður því gerð straumlaus á meðan. Tímasetningar straumleysis eru ekki öruggar,en frá ca 11:00 og nokkuð fram eftir degi. Þetta fer eftir veðri í fyrramálið. Orkubúið mun hringja á bæina í Árneshreppi í
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 8. janúar 2014

Fyrsta flug á nýju ári.

Flugvél Mýflugs á Gjögurflugvelli.
Flugvél Mýflugs á Gjögurflugvelli.

Í dag tókst flugfélaginu Ernum að fljúga á Gjögur,ekkert hafði þá verið flogið á Gjögur síðan fyrir hádegi á gamlársdag. Hvassviðri og dimmviðri,ísing og lágskýjað veður hefur séð til þess að ekki hefur verið hægt að fljúga fyrr. Talsverður póstur og vörur komu í dag með vélinni,einnig fór póstur suður. Ekkert verður flogið aftur fyrr en á mánudaginn 13.,janúar.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 6. janúar 2014

Flugi aflýst á Gjögur.

Gjögurflugvöllur.
Gjögurflugvöllur.
Flugfélagið Ernir eru búnir að aflýsa flugi til Gjögurs í dag vegna veðurs. Talsverð frostrigning er og dimmviðri vindur er norðan 14 til 19 m/s. Ekkert hefur verið flogið á Gjögur síðan fyrir hádegi á gamlársdag. Athugað verður
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 5. janúar 2014

Rafmagn komst á 02:35. í Árneshreppi.

Kort/Mynd.OV.
Kort/Mynd.OV.
Vinnuflokkur frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík fóru upp á Trékyllisheiði á tíundatímanum í gærkvöldi. Þar var búið að finna tvö slit á föstudagskvöld,á sömu eða svipuðum slóðum og bráðabirgðaviðgerð fór fram um áramótin í svonefndum Sprengibrekkum,enn menn urðu þá að snúa frá vegna veðurhæðar á heiðinni. Í gærkvöldi þegar Orkubúsmenn komu upp á heiði fundust fleiri slit og mikil ísing var á línum,sem þurfti að hreinsa af. Rafmagni var síðan hleypt á Árneshrepp klukkan 02:35. Rafmagnslaust er búið að vera síðan 08:43 á föstudagsmorgni 3 janúar. Þannig að nú ættu
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. janúar 2014

Snéru við í annað sinn.

Kort/mynd OV.
Kort/mynd OV.
Vinnuflokkur frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík fóru um klukkan átján í kvöld aftur upp á Trékyllisheiði til þess að reyna að leyta bilunnar á heiðinni. Flokkurinn fór á tveim vélsleðum og á tveim bílum. Þeyr komust á sleðum þangað sem bilunin var um áramótin og fundu tvö slit,en gátu ekkert athafnað sig vegna veðurhæðar. Þannig að þeyr eru á leið til byggða aftur. Rafmagnslaust hefur
Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Vignir Maríasson frá Felli.
  • Frá höfninni á Norðurfirði 16-03-2005.
  • Frá brunanum.
  • Finnbogastaðir fyrir brunann.
Vefumsjón