Síminn leggur niður gagnaflutning um d-rás.
Samkvæmt tilkynningu frá Símanum,vill Síminn vekja athygli á því að nú næstkomandi föstudag 31. janúar mun Síminn leggja niður gagnaflutning um svonefnda d-rás á ISDN samböndum. Síminn leggur niður d-rásina þar sem þjónustuaðilar hafa hætt stuðningi við vöruna og ekki er mögulegt að viðhalda því öryggi sem Síminn krefst. D-rásin er lághraða gagnaflutningsleið. Helstu notkunarmöguleikar hennar voru,tenging við Internetið og tenging fyrir greiðsluposa hjá fyrirtækjum. Jafnframt hefur hún verið nýtt í samskiptum við ýmiss konar mælibúnað.
Víð í Árneshreppi og víðar í dreifbýli þekkjum þessa tengingu velMeira





