Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. janúar 2014
Prenta
Útsvarið hækkar í Árneshreppi.
Sveitarfélagið Árneshreppur hækkar útsvarsprósentuna. Samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga geta sveitarfélögin ákveðið útsvar á bilinu 12,44% og í 14,52%. Í Árneshreppi verður útsvarsprósentan 14,52% fyrir árið 2014, en var 14,48% í fyrra 2013. Sveitarfélagið nýtir því að fullu leyfilega útsvarsprósentu. Sömu sögu er að segja í nágrannabyggðarlögunum,Kaldrananeshreppi og Strandabyggð. Hér er listi yfir útsvarshlutfall sveitarfélaga.