Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. janúar 2014 Prenta

Síminn leggur niður gagnaflutning um d-rás.

Nú er 3G kerfið allsráðandi í Árneshreppi.
Nú er 3G kerfið allsráðandi í Árneshreppi.

Samkvæmt tilkynningu frá Símanum,vill Síminn vekja athygli á því að nú næstkomandi föstudag 31. janúar mun Síminn leggja niður gagnaflutning um svonefnda d-rás á ISDN samböndum. Síminn leggur niður d-rásina þar sem þjónustuaðilar hafa hætt stuðningi við vöruna og ekki er mögulegt að viðhalda því öryggi sem Síminn krefst. D-rásin er lághraða gagnaflutningsleið. Helstu notkunarmöguleikar hennar voru,tenging við Internetið og tenging fyrir greiðsluposa hjá fyrirtækjum. Jafnframt hefur hún verið nýtt í samskiptum við ýmiss konar mælibúnað.

Víð í Árneshreppi og víðar í dreifbýli þekkjum þessa tengingu vel því hér var til skamms tíma notuð svonefnd ISDN + fyrir nettengingar  til að komast á netið. En nú er notað 3G kerfið. Síminn vill taka fram að hægt er að nota ISDN heimilissíma áfram ef fólk vill.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Við Árnesstapa 15-03-2005.
  • Sement sett í.06-09-08.
  • Helga Pálsdóttir veislustjóri les upp dagskrá kvöldsins og Hilmar.
  • Borgarísjakinn við Lambanes 30-09-2017.
Vefumsjón