Gömul hafísmynd.
Meira
Mánuðurinn byrjaði með Norðaustan eða Norðan hvassviðri,eða allhvössum vindi sem stóð til og með áttunda þessa mánaðar. Síðan gerði hægviðri með austlægum eða suðlægum vindáttum í þrjá daga. Tólfta til fimmtánda voru austlægar vindáttir allhvasst eða með kalda,og með lítilsáttar úrkomu. Eftir það voru bara hægviðri að mestu með nokkurri úrkomu fram til 23. Eftir það voru hægar hafáttir og síðan austlægar vindáttir,en allhvasst af austri síðasta dag mánaðar. Úrkoman var í minna lagi í mánuðinum. Rafmagn fór af Árneshreppi um morguninn þann þriðja og komst rafmagn aftur á á sunnudagsnótt þann 5. Rafmagnslínur slitnuðu vegna ísingar á Trékyllisheiði.
Yfirlit dagar eða vikur:
Samkvæmt tilkynningu frá Símanum,vill Síminn vekja athygli á því að nú næstkomandi föstudag 31. janúar mun Síminn leggja niður gagnaflutning um svonefnda d-rás á ISDN samböndum. Síminn leggur niður d-rásina þar sem þjónustuaðilar hafa hætt stuðningi við vöruna og ekki er mögulegt að viðhalda því öryggi sem Síminn krefst. D-rásin er lághraða gagnaflutningsleið. Helstu notkunarmöguleikar hennar voru,tenging við Internetið og tenging fyrir greiðsluposa hjá fyrirtækjum. Jafnframt hefur hún verið nýtt í samskiptum við ýmiss konar mælibúnað.
Víð í Árneshreppi og víðar í dreifbýli þekkjum þessa tengingu velNý verðskrá fyrir bréfapóst tók gildi hjá Íslandspósti um áramótin. Póst- og fjarskiptastofnun samþykkti breytinguna en gjaldskráin hefur verið óbreytt frá 1. júlí 2012. Eftirfarandi breytingar urðu á verðskrá Póstsins 1. janúar 2014:
Nokkrar ástæður eru fyrir verðskrárbreytingunni: Í fyrsta lagi hefur bréfum fækkað mikið á undanförnum árum. Í öðru lagi almennar verðhækkanir í rekstri fyrirtækins. Í þriðja lagi fjölgun íbúða sem hefur bein áhrif á kostnað dreifikerfis.Í liðinni viku var einn ökumaður kærður vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna og annar vegna gruns um ölvun við akstur. Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku,um var að ræða minni háttar óhöpp og án meiðsla. Skemmtanahald gekk vel fyrir sig og án teljandi afskipta lögreglu, en þorrablót voru haldin á nær öllum þéttbýlisstöðum í umdæminu.
Lögreglan vill koma þeim ábendingum til vegfaranda,