Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 26. febrúar 2014

Bjarnarfjarðarhálsstöðin feðruð.

Myndin er af sjálfvirku veðurstöðinni á Gjögurflugvelli.
Myndin er af sjálfvirku veðurstöðinni á Gjögurflugvelli.
Nokkuð hefur verið rætt um það manna á meðal hvar þessi sjálfvirka veðurstöð er á Bjarnarfjarðarhálsi,sem oft er lesin upp í veðurskeytum og er oft með mesta vind á landinu,og eða mikinn vind sérstaklega í NA. Nú hefur vefurinn fengið upplýsingar um þessa stöð bæði frá Orkubúi Vestfjarða sem á stöðina og setti hana upp,og frá Veðurstofunni. Menn héldu alltaf að þessi stöð væri við þjóðveginn sem liggur yfir Bjarnarfjarðarháls,( sem hét áður fyrr Bassastaðaháls),til Bjarnarfjarðar,en svo er ekki. Stöðin mun vera fyrir ofan Kleyfar og eða Hellu á Selströnd þar uppá Bjarnarfjarðarhálsi. „Samkvæmt Sölva Sólbergssyni framkvæmdastjóra orkusviðs hjá Orkubúi Vestfjarða voru settar upp tvær veðurstöðvar önnur á Bjarnarfjarðarhálsi og hin á Arnkötludalsheiði. Mælt er hitastig, loftþrýstingur, rakastig og vindur. Þarna er eingöngu verið að horfa til nýtingu vindsins og tengist ekki þörfum almennings. Svokallað
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 22. febrúar 2014

Minnt á árshátið.

Forsala aðgöngumiða er í dag.
Forsala aðgöngumiða er í dag.
Formaður Félags Árneshreppsbúa bað vefinn að minna á forsölu aðgöngumiða á árshátíð Félagsins sem verður í dag laugardaginn 22. febrúar frá kl: 14:00 - 16:00 í sal Lionsklúbbsins Lundar sem staðsettur er í Auðbrekku 25-27 í Kópavogi. Árshátíðin fer svo fram laugardaginn 1. mars og verða veislustjórar Ellen Björnsdóttir frá Melum og Torfi Guðbrandsson en bæði
eru þau barnabörn Torfa Guðbrandssonar, fyrrum skólastjóra við Finnbogastaðaskóla. Dagskrá kvöldsins er glæsileg en þar ber að nefna borðsöng og happdrætti,

Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. febrúar 2014

Samtal um framtíð og samvinnu í markaðssetningu.

Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar af Reykjaneshyrnu.
Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar af Reykjaneshyrnu.
Íslandsstofa og Markaðsstofa Vestfjarða boða til samtals aðila í ferðaþjónustu og tengdra hagsmunaaðila. Á fundinum er ætlunin að ræða möguleika á að stilla enn frekar saman strengi í markaðssetningu landshluta og á landsvísu. Hvaða árangri viljum við ná í ferðaþjónustunni í framtíðinni og hvað er árangur í okkar huga? Hvernig getum við unnið betur saman og nýtt okkur þá markaðssetningu sem fer fram?
Á fundinum verða Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu og Díana Jóhannsdóttir, Markaðsstofu Vestfjarða sem mun stýra fundinum.

Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. febrúar 2014

Gjögurflugvöllur óhagkvæmur.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.

Skírsla um félagshagfræðilega greiningu á framtíð innanlandsflugs innanlands er nú aðgengileg á vef innanríkisráðuneytisins.

Þar kemur fram að flugið á Gjögurflugvöll sé ekki þjóðhagslega hagkvæmt sökum lítillar notkunar. Í skírslunni koma fram hugsanlegar lausnir sem gætu verið þessar: Skoða hvort rétt sé að leggja af flug yfir sumartímann þar sem notkun er nánast engin og vegir opnir en flogið vikulega. Gæta að samhæfingu snjómoksturs og flugs til að stuðla að aukinni notkun. Taka verður mið af viðhorfum einstaklinga til flugsins og notkunar meðal íbúa í Árneshreppi,
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 19. febrúar 2014

Framtíð áætlunarflugs:Morgunverðarfundur.

Frá Gjögurflugvelli.
Frá Gjögurflugvelli.
Á síðastliðnu ári var unnin ítarleg greining á framtíð áætlunarflugs innanlands með félagshagfræðilegri greiningu í þeirri vinnu kom margt áhugavert í ljós. Niðurstöður verkefnins verða kynntar í fyrramálið á morgunverðarfundi í Iðnó í Reykjavík, sem hefst kl. 8.30. Hægt verður að fylgjast með fundinum á netinu á vef ráðuneytisins. Dagskráin hefst með ávarpi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og mun hún fjalla um mikilvægi áætlunarflugsins innanlands fyrir öryggi og búsetugæði. Þá segir Vilhjálmur Hilmarsson hjá Mannviti frá helstu niðurstöðum á félagshagfræðilegri greiningu á framtíð innanlandsflugsins. Vilhjálmur vann greininguna ásamt Ástu Þorleifsdóttur, sérfræðingi í innanríkisráðuneytinu. Í
Meira
Selma Margrét Sverrisdóttir | miðvikudagurinn 19. febrúar 2014

Varað við lágum háspennulínum

Viðgerðir á Trékyllisheiði - Mynd: OV.
Viðgerðir á Trékyllisheiði - Mynd: OV.
Orkubú Vestfjarða vill vara við lágum háspennulínum en víða er mikill snjór til fjalla og því ætti fólk að sýna sérstaka aðgát á ferðum sínum utan alfaraleiða. Háspennulínur eru oft ekki auðséðar og skyggni getur verið slæmt. Í miklu fannfergi minnkar bilið frá jörðu að línu en þá er einnig hætta á línurnar sigi vegna ísingar
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. febrúar 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 10.feb til 17.feb.2014.

Talsverður erill var hjá lögreglu um liðna helgi vegna skemmtanahalds.
Talsverður erill var hjá lögreglu um liðna helgi vegna skemmtanahalds.
Í liðinni viku voru níu ökumenn ákærðir fyrir of hraðan akstur á norður svæði Vestfjarða í Bolungarvíkurgöngum,Vestfjarðagöngum og í Skutulsfirði. Sá sem hraðast ók var mældur á 93 km/klst,þar sem leyfilegur hámarkshraði er 70 km/klst. Þá voru höfð afskipti af nokkrum ökumönnum vegna lagningamála.Talsverður erill var hjá lögreglu um liðna helgi vegna skemmtanahalds.
Þetta kemur

Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 16. febrúar 2014

Ísing felldi tilraunamastur hjá OV.

Mikil ísing á tilraunamastrinu á Náttmálahæðum:Mynd: Ingvar Bjarnason í Árnesi.
Mikil ísing á tilraunamastrinu á Náttmálahæðum:Mynd: Ingvar Bjarnason í Árnesi.
Þegar nokkrir bændur frá Árneshreppi fóru að athuga með kind 6. febrúar sl.,sem þeyr vissu af í Hvannadal lá leið þeirra um Náttmálahæðir upp af Reykjafirði á ströndum. En kindin sem er veturgömul náðist ekki. Á Náttmálahæðum er tilraunamastur staðsett sem mælir ísingu. Þetta tilraunamastur, sem byggt var af Orkubúinu, en er nú í eigu Landsnets, hefur mælt ísingu frá því það var reist árið 2000. Bændur sáu gífurlega ísingu á staurum og línum. Ingvar Bjarnason í Árnesi tók myndir af þessu og sendi Orkubúi Vestfjarða af skemmdunum. Einn staur af þremur er
nú brotinn og vírinn fallinn niður
Meira
Selma Margrét Sverrisdóttir | laugardagurinn 15. febrúar 2014

Hörmungardagar á Hólmavík

Hólmavík - Mynd J.H.
Hólmavík - Mynd J.H.
Eins og flestum er kannski kunnugt er bæjarhátíðin Hamingjudagar haldin á Hólmavík á sumrin en nú hafa bæjabúar ákveðið að halda í fyrsta sinn svokallaða Hörmungardaga. Hátíðin fer fram nú um helgina, 14 - 16. febrúar og er hugmyndin með þessari nýju menningarhátíð að gefa þessum svokallaða „neikvæða” tóni í listum, tjáningu og tilfinningu tækifæri til þess að líta dagsins ljós.
Meira
Selma Margrét Sverrisdóttir | föstudagurinn 14. febrúar 2014

Árshátíð félags Árneshreppsbúa

Forsala aðgöngumiða á árshátíð Félags Árneshreppsbúa verður laugardaginn 22. febrúar næstkomandi frá kl: 14:00 - 16:00 í sal Lionsklúbbsins Lundar sem staðsettur er í Auðbrekku 25-27 í Kópavogi. 
Árshátíðin fer svo fram laugardaginn 1. mars og verða veislustjórar Ellen Björnsdóttir frá Melum og Torfi Guðbrandsson en bæði eru þau barnabörn Torfa Guðbrandssonar, fyrrum skólastjóra við Finnbogastaðaskóla.
Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Ásbjörn grefur 22-08-08.
  • Súlan sem er 18,5 m löng komin á flot.
  • Séð til Bergistanga og hafís,Reykjaneshyrna í baksýn.
  • Borgarísjakinn 27-09-2017.
Vefumsjón