Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. febrúar 2014

Gömul hafísmynd.

Hafísmynd frá Skúla Alexanderssyni: Hafþök af hafís á Reykjarfirði 1965. Myndin er tekin frá Djúpavík.
Hafísmynd frá Skúla Alexanderssyni: Hafþök af hafís á Reykjarfirði 1965. Myndin er tekin frá Djúpavík.
1 af 2
Skúli Alexanderson fyrrverandi alþingismaður sendi vefnum frábæra  mynd af hafís á Reykjarfirði frá árinu 1965,myndin var tekin frá Djúpavík. „Skúli segist alltaf vera mikill aðdáandi fréttavefsins litlahjalla,enda er ég strandamaður í húð og hár. Ég er uppalinn í Kjós í Reykjarfirði syðri og á hús í Djúpavík og dvelst þar mikið á sumrum,en rek nú gistiheimili á Hellissandi. Skúli segist fylgjast vel með fréttum frá Árneshreppi helst ekki fara að sofa án þess að kíkja á vef litlahjalla. Því miður segist Skúli ekki hafa fundið fleiri hafísmyndir í myndalbúmi sínu.“ Jón Guðbjörn veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík hefur nú skannað myndina og sendi á bókasafn Veðurstofu Íslands,með leyfi Skúla. Guðrún Pálsdóttir bókasafnsfræðingur þar segir myndina mjög mikilvæga í hafísmyndasafnið og hvetur fólk sem hefur gamlar myndir af hafís að hafa samband við sig á Veðurstofunni. Þór Jakobsson
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. febrúar 2014

En frestað að leggja bundið slitlag á Gjögurflugvöll.

Malað og harpað var efni í flugbrautina síðastliðið haust.
Malað og harpað var efni í flugbrautina síðastliðið haust.
Eins kunnugt var stóð til að fara í framkvæmdir á Gjögurflugvelli til að leggja bundið slitlag á flugbrautina árið 2013. Eingöngu var farið í efnisvinnslu og fyrirhugað var að ljúka framkvæmdum 2014. Vegna fjárskorts hefur verið ákveðið að fresta  framkvæmdum til 2015. Þannig að enn virðist seinka með að leggja slitlag á brautina á Gjögurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. febrúar 2014

Farþega og vöruflutningar á Gjögurflugvöll árið 2013.

Flugfélagið Ernir hafa séð um áætlunarflugið til Gjögurs síðan í ársbyrjun 2007.
Flugfélagið Ernir hafa séð um áætlunarflugið til Gjögurs síðan í ársbyrjun 2007.
Nú hefur vefnum borist upplýsingar um farþegafjölda og vöru- og póstflutninga á Gjögurflugvöll fyrir árið 2013 frá Isavia. Fækkun er á farþegum á milli áranna 2013 og 2012 eða 70 færri,en 2012. Umtalsverð fækkun var á farþegum á milli áranna 2010 og 2009 eða 170 farþegar. Eins og áður hefur komið fram hér á vefnum. Vöru og póstflutningar jukust aðeins á milli áranna eða um 837 kg. Farþegafjöldi á Gjögurflugvöll árið 2013 voru 146 á móti 216 árið áður,eða 32.4 % færri, þarna er átt við bæði komu og brottfararfarþega. Vöru og póstflutningar voru fyrir árið 2013:19.722. kg,enn árið 2012:18.885. kg. jókst því um 4,4%. Lendingar á Gjögurflugvöll fyrir síðastliðið ár voru 172 enn árið áður 170 lendingar,tveim lendingum fleiri eða 1,2% fleiri lendingar árið 2013. Ekkert sjúkraflug er skráð á Gjögur á liðnu ári. Það verður að koma fram og hafa í huga að ekki var flogið til Gjögurs nema einu sinni í viku í fjóra mánuði síðastliðið sumar,eða í júní júlí ágúst og september,og var það fjórða árið í röð. En slíkt fyrirkomulag byrjaði í júní 2010.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 3. febrúar 2014

Veðrið í Janúar 2014.

Séð niðrað Gjögri.Mynd 30-01-2014.
Séð niðrað Gjögri.Mynd 30-01-2014.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með Norðaustan eða Norðan hvassviðri,eða allhvössum vindi sem stóð til og með áttunda þessa mánaðar. Síðan gerði hægviðri með austlægum eða suðlægum vindáttum í þrjá daga. Tólfta til fimmtánda voru austlægar vindáttir allhvasst eða með kalda,og með lítilsáttar úrkomu. Eftir það voru bara hægviðri að mestu með nokkurri úrkomu fram til 23. Eftir það voru hægar hafáttir og síðan austlægar vindáttir,en allhvasst af austri síðasta dag mánaðar. Úrkoman var í minna lagi í mánuðinum. Rafmagn fór af Árneshreppi um morguninn þann þriðja og komst rafmagn aftur á á sunnudagsnótt þann 5. Rafmagnslínur slitnuðu vegna ísingar á Trékyllisheiði.

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. febrúar 2014

Fyrsti saumaklúbbur vetrarins.

Konur við hannyrðir.
Konur við hannyrðir.
1 af 3
Í gærkvöld var haldinn fyrsti saumaklúbbur vetrararins nú á Melum hjá Bjarnheiði Fossdal og Birni Torfasyni. Klúbburinn var vel sóttur í gærkvöldi. Saumaklúbbarnir í Árneshreppi eru sérstakir að því leyti að karlmönnum er boðin þátttaka einnig,og spila annað hvort bridds eða vist,eða jafnvel tekin skák ef þannig stendur á fjölda við spilin. Þá eru konur viðsauma eða aðra handavinnu. Þessir klúbbar eru búnir að tíðkast til margraáratuga og á meðan fleira fólk var í sveitinni voru klúbbarnir tvískiptir,það er klúbbar voru haldnir bæði í norðurhluta hreppsins og austari hlutanum þá ver skipt við Melabæina. Oftast koma allir sem geta og eiga heimangegnt,ungir sem aldnir. Klúbbarnir hefjast yfirleitt í janúar
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 31. janúar 2014

Aðalskipulag Árneshrepps samþykkt.

Aðalskipulag Árneshrepps hefur verið samþykkt.
Aðalskipulag Árneshrepps hefur verið samþykkt.
Aðalskipulag Árneshrepps 2005-2025 hefur nú verið staðfest. Samkvæmt 19.gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997 hefur umhverfis og auðlindaráðherra þann 28. janúar 2014 staðfest aðalskipulag 2005-2025. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hefur málsmeðferð verið í samræmi við skipulags –og byggingarlög nr. 73/1997 og Skipulagsstofnun gert tillögu til ráðherra um staðfestingu.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. janúar 2014

Síminn leggur niður gagnaflutning um d-rás.

Nú er 3G kerfið allsráðandi í Árneshreppi.
Nú er 3G kerfið allsráðandi í Árneshreppi.

Samkvæmt tilkynningu frá Símanum,vill Síminn vekja athygli á því að nú næstkomandi föstudag 31. janúar mun Síminn leggja niður gagnaflutning um svonefnda d-rás á ISDN samböndum. Síminn leggur niður d-rásina þar sem þjónustuaðilar hafa hætt stuðningi við vöruna og ekki er mögulegt að viðhalda því öryggi sem Síminn krefst. D-rásin er lághraða gagnaflutningsleið. Helstu notkunarmöguleikar hennar voru,tenging við Internetið og tenging fyrir greiðsluposa hjá fyrirtækjum. Jafnframt hefur hún verið nýtt í samskiptum við ýmiss konar mælibúnað.

Víð í Árneshreppi og víðar í dreifbýli þekkjum þessa tengingu vel
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. janúar 2014

Mikið til fært allan mánuðinn.

Oft er mikið grjóthrun í Urðunum í þíðviðri. Myndasafn.
Oft er mikið grjóthrun í Urðunum í þíðviðri. Myndasafn.
Vegurinn norður í Árneshrepp hefur verið mikið til fær eftir að óveðurskaplanum lauk í fyrstu viku mánaðarins,en þá var mokað norður. Síðan hefur verið mikið til fært,en í fyrstu var mjög svellað og stundum einhver snjóþekja eða þæfingur. Í gær var talin þæfingur norður í Reykjarfjörð. Ekkert verður mokað aftur samkvæmt þessari G-reglu fyrr en 20.,mars. Innansveitar hefur verið mikið til auður vegur eftir að svellalög hurfu í þíðviðrinu nú undanfarið,en vegir þá mjög blautir og aurbleyta. Talsvert grjóthrun er alltaf í svona veðráttu í svonefndum Urðum sem er á milli Mela og Norðurfjarðar,misjafnlega mikið en oft allsæmilegir hnullungar og minni salli með sem fer ílla
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. janúar 2014

Íslandspóstur hækkaði verð á bréfapósti um áramót.

Íslandspóstur hækkaði verð á bréfapósti um áramótin.
Íslandspóstur hækkaði verð á bréfapósti um áramótin.

Ný verðskrá fyrir bréfapóst tók gildi hjá Íslandspósti um áramótin. Póst- og fjarskiptastofnun samþykkti breytinguna en gjaldskráin hefur verið óbreytt frá 1. júlí 2012. Eftirfarandi breytingar urðu á verðskrá Póstsins 1. janúar 2014:

Nokkrar ástæður eru fyrir verðskrárbreytingunni: Í fyrsta lagi hefur bréfum fækkað mikið á undanförnum árum. Í öðru lagi almennar verðhækkanir í rekstri fyrirtækins. Í þriðja lagi fjölgun íbúða sem hefur bein áhrif á kostnað dreifikerfis.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. janúar 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 20.jan til 27.ján 2014.

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.

Í liðinni viku var einn ökumaður kærður vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna og annar vegna gruns um ölvun við akstur. Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku,um var að ræða minni háttar óhöpp og án meiðsla. Skemmtanahald gekk vel fyrir sig og án teljandi afskipta lögreglu, en þorrablót voru haldin á nær öllum þéttbýlisstöðum í umdæminu.

Lögreglan vill koma þeim ábendingum til vegfaranda,
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Gislína-Júlíana-Vilhjlálmur og Eysteinn.
  • Elín Agla Briem Skólastjóri frá 2007 til 2010.
  • Blandað í steypubílinn.06-09-08.
  • Afmælisbarnið Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason eiginmaður hennar.
  • Suðausturhlið komin.28-10-08.
  • NV hlið unnið við kjöljárn.Ási og Siggi.18-12-2008.
Vefumsjón