Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. mars 2014 Prenta

Veðrið í Febrúar 2014.

Svonefndir Vogar sem eru fjórir útí Neslandi í Litlu-Ávíkurlandi.
Svonefndir Vogar sem eru fjórir útí Neslandi í Litlu-Ávíkurlandi.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Hafáttir voru mest ríkjandi í mánuðinum. Fyrstu þrjá daga mánaðarins voru norðaustlægar vindáttir,síðan gerði hægviðri í tvo daga. Síðan var ákveðin norðaustanátt næstu tíu daga. Þá gerði blíðviðri í tvo daga með nokkru frosti. En snerist til norðaustanáttar þann 19.,sem stóð út mánuðinn. Úrkoman var í lægri kantinum þennan mánuðinn.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3:Norðaustan,stinningskaldi eða allhvass,þurrt í veðri þann 1.,annars él eða snjókoma,hiti -1 til +3 stig.

4-5:Breytilegar vindáttir eða logn,andvari,kul,snjókoma um morguninn þ. 4.,þurrt þ.,5.,hiti -0 til +3 stig.

6-16.Norðaustan,hvassviðri,allhvasst,stinningskaldi,kaldi,stinningsgola,þurrt í veðri þ.6.,annars,súld,slydda,snjókoma eða él,hiti frá +4 stigum niðri -3 stig.

17-18:Austan eða SA,kul eða gola,þurrt í veðri,frost -1 til -7 stig.

19-28.Norðaustan,kaldi,stinningskaldi,enn mest allhvasst,þurrt í veðri þ.19.,annars,él,snjókoma,slydda,súld,hiti frá -4 stigum upp í +3 stig.

Mæligögn: Sjá nánar á Yfirlit yfir veðrið.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Október »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.Heyskapur í Stóru-Ávík á Naustavellinum við Ávíkurá.
  • Þegar snjór og sjór koma saman.08-01-2001.
  • Kristján Albertsson á Melum og Njáll Gunnarsson.
  • Daníél Sigurðsson-Elsa Gísladóttir og Snati.12-06-2008.
  • 21-09-2022.Borgarísjaki CA. 10 KM. NNA af Reykjaneshyrnu, eða CA. 15 KM. Austur af Sæluskeri. Virðist strandaður.
Vefumsjón