Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 5. mars 2014 Prenta

Vegurinn opnaður í Árneshrepp.

Snjómokstur við Hrafnshamar.Myndasafn.
Snjómokstur við Hrafnshamar.Myndasafn.
1 af 2
Vegagerðin á Hólmavík opnaði veginn norður í Árneshrepp í dag. Byrjað var á mokstri í gær og var mokað bæði norðanmegin frá og sunnanmegin. Þetta var harður snjór í mokstri og þurfti að fara í gegnum nokkur snjóflóð aðallega á Kjörvogshlíðinni. Vegurinn var síðast opnaður 7.janúar en hélts að mestu opinn fram byrjun febrúar vegna góðrar tíðar. Vegurinn norður er undir svonefndri G-reglu. Samkvæmt henni er heimilt að moka tvo daga í viku haust og á vorin ef snjólétt er. Frá 20. mars hefst svonefndur vormokstur eftir G-reglunni margfrægu. Allur kostnaður við þennan mokstur er á Vegagerðina.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Ís í Trékyllisvík Árnesfjall og sést til Mela.
  • Viðurinn var tekinn í Skriðuvík.
  • Agnes ÍS kominn með allann flotann í tog og siglir fyrir Nestangann.
  • 29-12-2010.Borgarísjakinn Jóli ca 8km A af Reykjaneshyrnu.Myndin tekin á Reykjanesi.
  • Elín Agla Briem Skólastjóri frá 2007 til 2010.
  • Við Litlu-Ávík 15-03-2005.
Vefumsjón