Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 5. mars 2014
Prenta
Vegurinn opnaður í Árneshrepp.
Vegagerðin á Hólmavík opnaði veginn norður í Árneshrepp í dag. Byrjað var á mokstri í gær og var mokað bæði norðanmegin frá og sunnanmegin. Þetta var harður snjór í mokstri og þurfti að fara í gegnum nokkur snjóflóð aðallega á Kjörvogshlíðinni. Vegurinn var síðast opnaður 7.janúar en hélts að mestu opinn fram byrjun febrúar vegna góðrar tíðar. Vegurinn norður er undir svonefndri G-reglu. Samkvæmt henni er heimilt að moka tvo daga í viku haust og á vorin ef snjólétt er. Frá 20. mars hefst svonefndur vormokstur eftir G-reglunni margfrægu. Allur kostnaður við þennan mokstur er á Vegagerðina.