Fleiri fréttir

Selma Margrét Sverrisdóttir | þriðjudagurinn 4. mars 2014 Prenta

Árneshreppur hlýtur verðlaun Lífshlaupsins

Lárus Blöndal við verðlaunaathöfn / Mynd ARN
Lárus Blöndal við verðlaunaathöfn / Mynd ARN
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni á vegum ÍSÍ en þar eru landsmenn hvattir til þess að huga að daglegri hreyfingu og aukningu hennar eins og kostur gefst. Keppninni er þannig skipt niður í grunnskólakeppni, framhaldsskólakeppni, vinnustaðakeppni og einstaklingskeppni. Hver keppni hefur svo sína undirflokka.

Síðast liðinn föstudag voru verðlaun veitt fyrir Lífshlaupið og bar Árneshreppur sigur úr bítum í vinnustaðakeppninni með hlutfallið 40,38 en þar á eftir kom Skagabyggð með hlutfallið 27,62. Árneshreppur hafði því nokkra yfirburði í þeirri keppni. Þess má einnig geta að grunnskóli Súðavíkur hafnaði í fjórðasæti í flokki 3-69 nemenda í grunnskólakeppninni.

Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, fór yfir helstu tölfræði og afhenti sigurvegurum verðlaunaplatta ásamt Hafsteini Pálssyni, formanni almenningsíþróttasviðs ÍSÍ.

Litli Hjalli óskar Árneshreppi innilega til hamingju með árangur og framtakssemi.

selma@litlihjalli.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Báturinn Agnes fer ekki lengra inn og sleppir flotanum.
  • Sett í steypubílinn.06-09-08.
  • Gjögurviti-byggður 1921 hæð 24 m.-2001.
  • Samúel I Þórisson tengdasonur Maddýar heldur ræðu.
Vefumsjón