Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 24.til 31.mars 2014.
eldur í tau þurrkara,
Meira
Kári Ingvarsson frá Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi sigraði í Stóru upplestrarkeppninni á Reykhólum sem haldin var í gær.
Aron Viðar Kristjánsson frá Reykhólaskóla varð í öðru sæti og Daníel Freyr Newton frá Grunnskólanum á Hólmavík í þriðja sæti. Brianna Jewel Johnson frá Grunnskólanum á Hólmavík fékk aukaverðlaun. Aðrir þátttakendur voru Andri Smári Hilmarsson frá Grunnskólanum á Drangsnesi og Stefán Snær Ragnarsson frá Grunnskólanum á Hólmavík. Til aðstoðar voru Karen Ösp Haraldsdóttir frá Grunnskólanum á Drangsnesi, sem sigraði í keppninni í fyrra, og Aðalbjörg Egilsdóttir frá Reykhólaskóla, sem varð þá í öðru sæti. Áður en keppnin hófst ávarpaði Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir skólastjóri Reykhólaskóla mannskapinn.
Dómarar voru Baldur Sigurðsson frá Röddum, Guðjón Dalkvist á Reykhólum og sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur á Reykhólum. „Keppnin var mjög jöfn og erfitt að gera upp á milli keppenda,“ segir Guðjón.
Nú liggur fyrir að vegurinn verður ekki opaður á morgun norður í Árneshrepp eins og vonað var í lengstu lög. Því liggur fyrir að ekkert verður úr heimsókn kórs Menntaskólans í Hamrahlíð á morgun laugardag eins og til stóð. Tónleikunum í Baldri á Drangsnesi er frestað til klukkan 16:00 á morgun.
SnarvitlaustKór Menntaskólans við Hamrahlíð verður á tónleikaferðalagi á Ströndum og í Húnaþingi vestra dagana 22. - 24. mars. Kórinn heldur tvenna tónleika 22. mars, í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi kl. 14:30 og um kvöldið í Árneskirkju í Trékyllisvík kl. 20:30. Sunnudaginn 23. mars heldur kórinn tónleika í félagsheimilinu á Hvammstanga kl. 20. Þá verður kórinn með þrenna tónleika mánudaginn 24. mars, skólatónleika fyrir nemendur í Grunnskóla Húnaþings vestra kl. 13 (í félagsheimilinu á Hvammstanga), kl. 14:30 syngur kórinn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga og kl. 16:30 verða tónleikar í Skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði. Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana. Á efnisskrá kórsins í tónleikaferðinni eru íslensk og erlend tónverk m. a. eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Jón Þórarinsson, Pál Ísólfsson, Snorra Sigfús Birgisson, Þorkel Sigurbjörnsson, J. S. Bach, Béla Bartók, William Byrd og Orlandus Lassus auk þjóðlaga frá ýmsum löndum. Efnisskráin er fjölbreytt og margir hljóðfæraleikarar eru meðal kórfélaga.
Á þessari vorönn er Kór Menntaskólans við Hamrahlíð