Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. mars 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 3. til 10. mars 2014.

Vélsleðaslys varð á Þorskafjarðarheiði þann 6 mars.
Vélsleðaslys varð á Þorskafjarðarheiði þann 6 mars.

Fyrri part þriðjudagsins 4. mars sl. voru unnar skemmdir á vélarhlíf og þaki grárrar Toyotu Corolla bifreiðar sem stóð á bifreiðastæði við Menntaskólann á Ísafirði. Einhver er talinn hafa gert sér að leik að stíga eða leggjast á vélarhlíf og þak bifreiðarinnar með þeim afleiðingum að dældir og rispur hlutust af. Atvikið er talið hafa átt sér stað fyrri part þriðjudagsins 4. mars sl. Ekið mun hafa verið utan í mannlausa bifreið sem stóð á bifreiðastæði við Fjarðarstræti 4-6 á Ísafirði í vikunni. Bifreiðin, sem ekið var á, er rauð Nissan Almera. Áreksturinn er talinn hafa átt sér stað 4. eða 5. mars sl. Lögreglan hvetur þá sem einhverja vitneskju hafa um þessi tvö tilvik að gera viðvart í síma 450 3730. Eigendur bera tjónið sem af þessu háttarlagi hlaust, nema sá sem þeim olli gefi sig fram eða mál upplýsist. Kl.12:22 þann 6. mars barst lögreglu og Neyðarlínu aðstoðarbeiðni vegna ökumanns vélsleða við Þorskafjarðarheiði. Lögregla frá Hólmavík, björgunarsveitin Mannbjörg í Reykhólasveit, sjúkraflutningamenn frá Búðardal og þyrla LHG tóku m.a. þátt í björgun ökumanns vélsleðans, sem mun hafa fótbrotnað. Talið er að maðurinn hafi fallið af vélsleðanum við akstur við rætur Þorskafjarðarheiðar. Hann var fluttur með þyrlu LHG til Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir aðgerð.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. mars 2014

Snjóflóð í Urðunum.

Snjóflóðið í Urðunum.
Snjóflóðið í Urðunum.
1 af 2
Mokað var innansveitar í morgun Gjögur-Norðurfjörður,en það snjóaði talsvert í gær. En þegar Jón G Guðjónsson póstur fór norður til Norðurfjarðar og ætlaði að sækja póstinn og vörur fyrir skólann komst hann ekki nema að Stórukleyfarbrekku,en þar hafði fallið snjóflóð rétt eftir að snjómoksturstæki Vegagerðarinnar fór þar um. Jón hringdi strax í mokstursmanninn sem kom fljótt og mokaði flóðið. Þetta var nú ekki stórt snjóflóð,svona um tveir og áttatíu metrar að hæð í efri kanti vegar og um þriggja metra breitt og náði yfir veg og fór þar talsverð spýja fram af. Oft fellur
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. mars 2014

Skúli mennski á Mölinni.

Skúli. Tónleikarnir fara fram á Malarkaffi á Drangsnesi og opnar húsið kl.21:00.
Skúli. Tónleikarnir fara fram á Malarkaffi á Drangsnesi og opnar húsið kl.21:00.
Með hækkandi sól rís Mölin úr rekkju og býður til veislu með hússtjórnarskólagengna Ísfirðingnum Skúla mennska laugardagskvöldið 8. mars. Skúli mennski er framsækinn og metnaðarfullur texta- og lagahöfundur og flytjandi sem býður uppá sérsniðnar tónlistarlausnir fólk og furðuskepnur af öllum stærðum og gerðum. Hann er einkarekinn í almannaþágu og heiðrar nú á laugardag Strandamenn með einstakri nærveru sinni. Skúli hefur komið víða við í tónleikahaldi bæði einn síns liðs og studdur af hljómsveitunum Sökudólgunum, Grjót og Þungri byrði. Á síðustu árum hefur Skúli meðal annars gefið út plöturnar Búgí og Blúsinn í fangið sem gefa nokkuð góð fyrirheit um eðli tónlistarinnar sem Skúli flytur.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. mars 2014

Öskudagsskemmtun.

Elísa Ösp Valgeirsdóttir skólastjóri í fallegum búnig.
Elísa Ösp Valgeirsdóttir skólastjóri í fallegum búnig.
1 af 3
Börn og starfsfólk Finnbogastaðaskóla héldu Öskudagsskemmtun í Félagsheimilinu í Trékyllisvík í gærdag. Margt var gert sér til skemmtunar,svo sem farið í Kústadans, Limbó og Skóladans og margt fleira. Einnig var slegin kötturinn úr tunninni. Í henni var náttúrlega engin köttur heldur var fullt af sælgæti í henni. Fréttamaður Litlahjalla
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 5. mars 2014

Vegurinn opnaður í Árneshrepp.

Snjómokstur við Hrafnshamar.Myndasafn.
Snjómokstur við Hrafnshamar.Myndasafn.
1 af 2
Vegagerðin á Hólmavík opnaði veginn norður í Árneshrepp í dag. Byrjað var á mokstri í gær og var mokað bæði norðanmegin frá og sunnanmegin. Þetta var harður snjór í mokstri og þurfti að fara í gegnum nokkur snjóflóð aðallega á Kjörvogshlíðinni. Vegurinn var síðast opnaður 7.janúar en hélts að mestu opinn fram byrjun febrúar vegna góðrar tíðar. Vegurinn norður er undir svonefndri G-reglu. Samkvæmt henni er heimilt að moka tvo daga í viku haust og á vorin ef snjólétt er. Frá 20. mars hefst svonefndur vormokstur eftir G-reglunni
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 5. mars 2014

Rafmagn tekið af.

Rafmagn verður tekið af Árneshreppi kl 15:00. Mynd frá viðgerð á Trékyllisheiði.
Rafmagn verður tekið af Árneshreppi kl 15:00. Mynd frá viðgerð á Trékyllisheiði.
Rafmagn verður tekið í Árneshreppi klukkan 15:00 í dag og verður rafmagnslaust eitthvað fram eftir degi. Orkubúsmenn hjá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík ætla upp á Trékyllisheiði að vír (loftlínur) á tveimur köflum á heiðinni,vírin er mjög ílla farin eftir átök vetrarins,ísingu
Meira
Selma Margrét Sverrisdóttir | þriðjudagurinn 4. mars 2014

Árneshreppur hlýtur verðlaun Lífshlaupsins

Lárus Blöndal við verðlaunaathöfn / Mynd ARN
Lárus Blöndal við verðlaunaathöfn / Mynd ARN
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni á vegum ÍSÍ en þar eru landsmenn hvattir til þess að huga að daglegri hreyfingu og aukningu hennar eins og kostur gefst. Keppninni er þannig skipt niður í grunnskólakeppni, framhaldsskólakeppni, vinnustaðakeppni og einstaklingskeppni. Hver keppni hefur svo sína undirflokka. 
 

Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 3. mars 2014

Rafmagnslaust á fimmta tíma.

Frá viðgerð á Trékyllisheiði um áramótin.Mynd Gunnar L B.
Frá viðgerð á Trékyllisheiði um áramótin.Mynd Gunnar L B.
Rafmagn fór af Árneshreppi um það bil klukkan 10:15 í morgun. Menn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík fóru strax á stað að leita bilunarinnar,en það var ekki fyrr enn upp á Trékyllisheiði sem fannst eitt slit. Rafmagn komst á aftur um klukkan 14:45 í dag. Síðan fóru Orkubúsmenn í að draga út línu sem á að endurnýja á heiðinni nú einhvern daginn,
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. mars 2014

Veðrið í Febrúar 2014.

Svonefndir Vogar sem eru fjórir útí Neslandi í Litlu-Ávíkurlandi.
Svonefndir Vogar sem eru fjórir útí Neslandi í Litlu-Ávíkurlandi.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Hafáttir voru mest ríkjandi í mánuðinum. Fyrstu þrjá daga mánaðarins voru norðaustlægar vindáttir,síðan gerði hægviðri í tvo daga. Síðan var ákveðin norðaustanátt næstu tíu daga. Þá gerði blíðviðri í tvo daga með nokkru frosti. En snerist til norðaustanáttar þann 19.,sem stóð út mánuðinn. Úrkoman var í lægri kantinum þennan mánuðinn.

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Selma Margrét Sverrisdóttir | föstudagurinn 28. febrúar 2014

Vigdís Grímsdóttir skrifar í Kvennablaðið

Vigdís Grímsdóttir rithöfundur
Vigdís Grímsdóttir rithöfundur
Rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir hefur nú hafið pistlaskrif hjá Kvennablaðinu en hún skrifar frá Norðurfirði á Ströndum. Í skrifum sínum talar hún um lífið og tilveruna á þessum fallega stað og sendir Vegagerðinni tóninn. Einnig dásamar hún Borgarbókasafnið og segir frá því sem á daga hennar drífur. Pistlarnir eru líkastir hugsanaflutningi úr höfði rithöfundarins og skemmtilegir aflestrar. 
Fyrir þá sem vilja fylgjast með skrifum Vigdísar má lesa nánar hér.


selma@litlihjalli.is

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Vignir Maríasson frá Felli.
  • Börn Maddýar með skemtiatriði.
  • Þakpappi komin á allt húsið 18-11-08.
  • Víganes:Í október 2010.
  • Úr sal.
  • Við Fell 15-03-2005.
Vefumsjón