Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. febrúar 2014

Gjögurflugvöllur óhagkvæmur.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.

Skírsla um félagshagfræðilega greiningu á framtíð innanlandsflugs innanlands er nú aðgengileg á vef innanríkisráðuneytisins.

Þar kemur fram að flugið á Gjögurflugvöll sé ekki þjóðhagslega hagkvæmt sökum lítillar notkunar. Í skírslunni koma fram hugsanlegar lausnir sem gætu verið þessar: Skoða hvort rétt sé að leggja af flug yfir sumartímann þar sem notkun er nánast engin og vegir opnir en flogið vikulega. Gæta að samhæfingu snjómoksturs og flugs til að stuðla að aukinni notkun. Taka verður mið af viðhorfum einstaklinga til flugsins og notkunar meðal íbúa í Árneshreppi,
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 19. febrúar 2014

Framtíð áætlunarflugs:Morgunverðarfundur.

Frá Gjögurflugvelli.
Frá Gjögurflugvelli.
Á síðastliðnu ári var unnin ítarleg greining á framtíð áætlunarflugs innanlands með félagshagfræðilegri greiningu í þeirri vinnu kom margt áhugavert í ljós. Niðurstöður verkefnins verða kynntar í fyrramálið á morgunverðarfundi í Iðnó í Reykjavík, sem hefst kl. 8.30. Hægt verður að fylgjast með fundinum á netinu á vef ráðuneytisins. Dagskráin hefst með ávarpi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og mun hún fjalla um mikilvægi áætlunarflugsins innanlands fyrir öryggi og búsetugæði. Þá segir Vilhjálmur Hilmarsson hjá Mannviti frá helstu niðurstöðum á félagshagfræðilegri greiningu á framtíð innanlandsflugsins. Vilhjálmur vann greininguna ásamt Ástu Þorleifsdóttur, sérfræðingi í innanríkisráðuneytinu. Í
Meira
Selma Margrét Sverrisdóttir | miðvikudagurinn 19. febrúar 2014

Varað við lágum háspennulínum

Viðgerðir á Trékyllisheiði - Mynd: OV.
Viðgerðir á Trékyllisheiði - Mynd: OV.
Orkubú Vestfjarða vill vara við lágum háspennulínum en víða er mikill snjór til fjalla og því ætti fólk að sýna sérstaka aðgát á ferðum sínum utan alfaraleiða. Háspennulínur eru oft ekki auðséðar og skyggni getur verið slæmt. Í miklu fannfergi minnkar bilið frá jörðu að línu en þá er einnig hætta á línurnar sigi vegna ísingar
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. febrúar 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 10.feb til 17.feb.2014.

Talsverður erill var hjá lögreglu um liðna helgi vegna skemmtanahalds.
Talsverður erill var hjá lögreglu um liðna helgi vegna skemmtanahalds.
Í liðinni viku voru níu ökumenn ákærðir fyrir of hraðan akstur á norður svæði Vestfjarða í Bolungarvíkurgöngum,Vestfjarðagöngum og í Skutulsfirði. Sá sem hraðast ók var mældur á 93 km/klst,þar sem leyfilegur hámarkshraði er 70 km/klst. Þá voru höfð afskipti af nokkrum ökumönnum vegna lagningamála.Talsverður erill var hjá lögreglu um liðna helgi vegna skemmtanahalds.
Þetta kemur

Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 16. febrúar 2014

Ísing felldi tilraunamastur hjá OV.

Mikil ísing á tilraunamastrinu á Náttmálahæðum:Mynd: Ingvar Bjarnason í Árnesi.
Mikil ísing á tilraunamastrinu á Náttmálahæðum:Mynd: Ingvar Bjarnason í Árnesi.
Þegar nokkrir bændur frá Árneshreppi fóru að athuga með kind 6. febrúar sl.,sem þeyr vissu af í Hvannadal lá leið þeirra um Náttmálahæðir upp af Reykjafirði á ströndum. En kindin sem er veturgömul náðist ekki. Á Náttmálahæðum er tilraunamastur staðsett sem mælir ísingu. Þetta tilraunamastur, sem byggt var af Orkubúinu, en er nú í eigu Landsnets, hefur mælt ísingu frá því það var reist árið 2000. Bændur sáu gífurlega ísingu á staurum og línum. Ingvar Bjarnason í Árnesi tók myndir af þessu og sendi Orkubúi Vestfjarða af skemmdunum. Einn staur af þremur er
nú brotinn og vírinn fallinn niður
Meira
Selma Margrét Sverrisdóttir | laugardagurinn 15. febrúar 2014

Hörmungardagar á Hólmavík

Hólmavík - Mynd J.H.
Hólmavík - Mynd J.H.
Eins og flestum er kannski kunnugt er bæjarhátíðin Hamingjudagar haldin á Hólmavík á sumrin en nú hafa bæjabúar ákveðið að halda í fyrsta sinn svokallaða Hörmungardaga. Hátíðin fer fram nú um helgina, 14 - 16. febrúar og er hugmyndin með þessari nýju menningarhátíð að gefa þessum svokallaða „neikvæða” tóni í listum, tjáningu og tilfinningu tækifæri til þess að líta dagsins ljós.
Meira
Selma Margrét Sverrisdóttir | föstudagurinn 14. febrúar 2014

Árshátíð félags Árneshreppsbúa

Forsala aðgöngumiða á árshátíð Félags Árneshreppsbúa verður laugardaginn 22. febrúar næstkomandi frá kl: 14:00 - 16:00 í sal Lionsklúbbsins Lundar sem staðsettur er í Auðbrekku 25-27 í Kópavogi. 
Árshátíðin fer svo fram laugardaginn 1. mars og verða veislustjórar Ellen Björnsdóttir frá Melum og Torfi Guðbrandsson en bæði eru þau barnabörn Torfa Guðbrandssonar, fyrrum skólastjóra við Finnbogastaðaskóla.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. febrúar 2014

Nýr fréttamaður við Litlahjalla.

Selma Margrét Sverrisdóttir.
Selma Margrét Sverrisdóttir.
Nýr fréttamaður, Selma Margrét Sverrisdóttir 23 ára málfræðinemi í Háskóla Íslands. Hún lauk stúdentsprófi frá Borgarholtsskóla þann 19. maí 2012. Stundar nú nám í Háskólanum og vinnur með skóla við að selja bækur í Griffli. Finnst gaman að skrifa og stefnir á blaða- og eða fréttamennsku í framtíðinni. Hún er staðsett í Reykjavík og verður með sína fyrstu frétt hér á vefnum á morgun. Netfang hennar er selma@litlihjalli.is Lára Ómarsdóttir fréttamaður á RÚV kynnti Selmu fyrir umsjónarmanni vefsins. Eins og að venju eru öll fréttaskrif á vefinn launalaus.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. febrúar 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 3. til 10. febrúar 2014.

Bíll valt á Þröskuldum í liðinni viku.
Bíll valt á Þröskuldum í liðinni viku.
Sjö ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku, þar af var einn stoðvaður í Bolungvarvíkurgöngum og það má ítreka fyrir ökumönnum að þar er 70 km hámarkshraði og aðrir stöðvaðir á Djúpvegi nr. 61, í nágrenni við Hólmavík og sá sem hraðast ók þar var mældur á 123 km/klst., vart þarf að taka fram að núna er vetrarfærð og aðstæður ekki góðar. Eitt
umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu, um var að ræða bílveltu á þjóðvegi nr. 61, Djúpvegi um Þröskulda, þar hafnaði bifreið á hliðinni, aðstæður mjög slæmar, mikill skafrennir og skyggni ekki gott. Farþegi sem var í bifreiðinni var fluttur með sjúkrabíl til skoðunar á heilsugæslustöðina í Búðardal.

Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. febrúar 2014

Júlíana prufar flotgalla.

Júlíana Lind komin í gallann.
Júlíana Lind komin í gallann.
1 af 3
Seint í haust þegar Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík fór niðri fjöru til að mæla sjávarhita sem þarf að gera tvisvar í viku,sá Jón eitthvað rautt útá flúrum. Þessu var dröslað í land og upp að skemmu,og þegar þetta var skoðað betur kom í ljós að þetta var taska með flotgalla. Taskan var rifin og gallinn rennandi blautur. Gallinn var svo skolaður og þurrkaður. Jón lét síðan Guðlaug Ágústsson á Steinstúni fá gallan,en hann á bát sem hann gerir út á sumrin á strandveiðar. Þegar Júlíana Lind dóttir Gulla og Eddu,var heima í jólafrí gerði hún sér lítið fyrir og fór í gallann og prufaði hann í höfninni á Norðurfirði.
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Veggir feldir.
  • Flotbryggjan í smábatahöfninni á Norðurfirði-18-08-2004.
  • Árnesstapar-Reyjkjaneshyrna í bakýn. 20-01-2017.
  • Hafísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu eðu um 6 km A af Selskeri.18-01-2010.
  • Skemmtiatriði.Söngur.
Vefumsjón