Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 15. mars 2014 Prenta

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð í tónleikaferðalagi á Ströndum.

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð.Stjórnandi Þorgerður Ingólfsdóttir.
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð.Stjórnandi Þorgerður Ingólfsdóttir.
1 af 2

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð verður á tónleikaferðalagi á Ströndum og í Húnaþingi vestra dagana 22. - 24. mars. Kórinn heldur tvenna tónleika 22. mars, í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi kl. 14:30 og um kvöldið í Árneskirkju í Trékyllisvík kl. 20:30. Sunnudaginn 23. mars heldur kórinn tónleika í félagsheimilinu á Hvammstanga kl. 20. Þá verður kórinn með þrenna tónleika mánudaginn 24. mars, skólatónleika fyrir nemendur í Grunnskóla Húnaþings vestra kl. 13 (í félagsheimilinu á Hvammstanga), kl. 14:30 syngur kórinn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga og kl. 16:30 verða tónleikar í Skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði. Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana. Á efnisskrá kórsins í tónleikaferðinni eru íslensk og erlend tónverk m. a. eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Jón Þórarinsson, Pál Ísólfsson, Snorra Sigfús Birgisson, Þorkel Sigurbjörnsson, J. S. Bach, Béla Bartók, William Byrd og Orlandus Lassus auk þjóðlaga frá ýmsum löndum. Efnisskráin er fjölbreytt og margir hljóðfæraleikarar eru meðal kórfélaga.

 

Á þessari vorönn er Kór Menntaskólans við Hamrahlíð skipaður 81 nemanda á aldrinum 16 - 20 ára. Stjórnandi kórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir. Þetta er í fyrsta sinn sem Kór Menntaskólans við Hamrahlíð heimsækir Strandir en kórinn hefur áður heimsótt Húnaþing vestra. Fararstjóri í ferðinni er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, Lárus H. Bjarnason.

 

Laugardagur 22. mars   kl. 14:30    Tónleikar í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi.

                                    -  20:30    Tónleikar í Árneskirkju í Trékyllisvík.

Sunnudagur  23. mars    -  20         Tónleikar í félagsheimilinu á Hvammstanga.

Mánudagur   24. mars    -  13         Skólatónleikar í félagsheimilinu á Hvammstanga

                                                    fyrir Grunnskóla Húnaþings vestra.

                                    -  14:30    Tónleikar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga.

                                    -  16:30    Tónleikar fyrir Skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði.

                                                   

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Norðaustuhlið komin.28-10-08.
  • Gunnarshús á Eyri-24-07-2004.
  • Jón Guðbjörn Guðjónsson 60. ára
  • Skipið Suðri í hafís á austurleið.
Vefumsjón