Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. maí 2014

Veðrið í Apríl 2014.

Talsverður snjór er enn í fjöllum.Örkin 634m.
Talsverður snjór er enn í fjöllum.Örkin 634m.

Mánuðurinn byrjaði á rólegu nótunum,með hægviðri og þoku eða þokulofti,en þokuloft var oft fyrstu átta daga mánaðar. Þann 10 var komin norðan með snjókomu eða éljum. Síðan hægviðri í tvo daga. Eftir það voru umhleypingar sem stóðu fram á páska. Loks þann 21. gerði hægviðri,breytilegar vindáttir og hlýnandi veðri,og var hlítt yfir daginn,og var þetta góða veður í fimm daga. Þann 26.,gerði ákveðna norðan og norðaustanátt með kólnandi veðri og var kalt í veðri það sem eftir lifði mánaðar. Þokuloft í fyrstu og síðan él,enn síðan þurru veðri. Úrkoman var í lægri kantinum í mánuðinum.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 30. apríl 2014

Bifreiðaskoðun á Hólmavík.

Færanlega skoðunarstöð Frumherja hf.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja hf.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja hf. verður staðsett á Hólmavík frá mánudeginum 5. maí til föstudagsins 9. maí 2014. Tekið er á móti öllum greiðslukortum(kredit og debet),hvort tveggja er háð því að GSM samband sé í lagi. Mælst er til þess að menn komi með ökutæki með númer sem enda 1 til 7 í fyrri ferð,en í seinni ferð sem ekki er búið að ákveða,með endastafi 8,9,eða 0.
Frumherji hf. vill benda

Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. apríl 2014

Vortónleikar.

Kór Átthagafélags Strandamanna.
Kór Átthagafélags Strandamanna.
Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna  verða haldnir sunnudaginn 27. apríl kl. 17.00 í Árbæjarkirkju. Stjórnandi er Agota Joó og undirleikari á píanó er Vilberg Viggósson. Aðgangseyrir er 2.500 fyrir fullorðna
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 23. apríl 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum,16.-22.apríl 2014.

Fíkniefnaleitarhundurinn Tindur stóð sig með stakri prýði um liðna helgi.
Fíkniefnaleitarhundurinn Tindur stóð sig með stakri prýði um liðna helgi.

Mikill fjöldi fólks sótti Ísafjörð og nágrenni heim um páskana eins og fyrri ár. Ætla má að gestafjöldinn hafi verið á bilinu 2000 til 3000 manns. Margir viðburðir voru á norðanverðum Vestfjörðum og má þar m.a. nefna ýmsa atburði í tengslum við hátíðina "Skíðavikan á Ísafirði" og eins rokkhátíðina "Aldrei fór ég suður". Lögreglan á Vestfjörðum lagði ríka áherslu á að tryggja öryggi ferðafólks og íbúana, í sem víðustum skilningi. Þetta var gert með því að efla löggæsluna þessa daga. Fleiri lögreglumenn voru á vakt en venjulega og fíkniefnaleitarhundurinn Tindur notaður óspart. Þá voru tveir lögreglumenn af höfuðborgarsvæðinu fengnir til aðstoðar þessa hátíðisdaga. Lögreglan hafði í nógu að snúast bæði við eftirlit og að sinna útköllum af ýmsu tagi. Þannig voru bókuð samtals 451 verkefni og í sumum þessum tilvika er um kærur að ræða. 

Frá miðvikudaginum 16. apríl sl. og fram til dagsins í dag hafði lögreglan afskipti af 55 ökumönnum sem óku yfir leyfilegum hámarkshraða. 
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. apríl 2014

Sauðburður hafin á Steinstúni.

Vá nr-769 bar fyrst á Steinstúni tveim hrútlömbum.
Vá nr-769 bar fyrst á Steinstúni tveim hrútlömbum.

Í gærkvöldi bar ærin Vá númer 769 á Steinstúni tveim vænum hvítum hrútlömbum,og í nótt báru tvær til viðbótar,önnur tvílembd en hin einlembd. „Að sögn Guðlaugs Ágústssonar bónda gætu fimm ær borið næstu daga. Skýringin er sú að nokkrar rollur sem voru í Munaðarneslandi í haust náðust ekki inn fyrr en í byrjun desember,og voru hrútar með féinu.“


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 19. apríl 2014

Tveir aðalfundir.

Fundirnir verða í félagsheimilinu.
Fundirnir verða í félagsheimilinu.

Tveir aðalfundir verða í félagsheimilinu í Trékyllisvik næstkomandi þriðjudag 22.apríl. Fyrri fundurinn er aðalfundur Ungmannafélagsins Leifs Heppna sem hefst klukkan þrettán hundruð (13:00.) Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf.

Seinni fundurinn er aðalfundur björgunarsveitarinnar Strandasólar,og hefst hann klukkan fimmtán hundruð (15:00.)
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 16. apríl 2014

Páskabingó.

Páskabingó á laugardag.
Páskabingó á laugardag.
1 af 2
Hið árlega páskabingó foreldrafélags Finnbogastaðaskóla verður haldið í félagsheimilinu í Árnesi Trékyllisvík laugadaginn 19. apríl og hefst bingóið klukkan tvö (14:00). Góðir vinningar eru í boði. Allur ágóði af bingóinu rennur í ferðasjóð nemenda við
Finnbogastaðaskóla. Foreldrafélag Finnbogastaðaskóla

Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. apríl 2014

Þrýsta á aukinn mokstur og vegabætur.

Frá snjómokstri í vetur.Mynd Oddný.
Frá snjómokstri í vetur.Mynd Oddný.
Sveitarstjórnin í Árneshreppi á Ströndum hefur óskað eftir því að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra svari því hver stefna ríkisstjórnarinnar sé hvað varðar samgöngur við byggðina. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í gær. Íbúar telja sig afskipta. Benda í því sambandi á að samkvæmt snjómokstursreglum er leiðin úr Bjarnarfirði og norðurúr aðeins rudd einu sinni á viku frá hausti fram til 5. janúar en ekkert eftir það fram til 20. mars.
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. apríl 2014

Guðsþjónusta.

Árneskirkja.
Árneskirkja.
Á  föstudaginn langa,18. apríl verður guðsþjónusta í Árneskirkju klukkan þrettán hundruð (kl 13:00.) Séra Sigríður Óladóttir sóknarprestur prédikar,vonast sóknarprestur eftir því að sjá
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. apríl 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 7.til 14.apríl 2014.

Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.
Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.

Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.  Laugardaginn 12. hafnaði mokstursbíll á vegum Vegagerðarinnar út fyrir veg á  Djúpvegi 61 í Seiðisfirði Ísafjarðardjúpi, talsveðar skemmdir á bílnum, ökumaður fór á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Önnur umferðaróhöpp sem tilkynnt voru til lögreglu í vikunni voru minniháttar. Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur í nágrenni Patreksfjarðar. Einn ökumaður var kærður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Aðfaranótt s.l. sunnudags voru unnin skemmdarverk á nokkrum stöðum á 
Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Kristján Albertsson á Melum og Njáll Gunnarsson.
  • Úr sal.Gestir.
  • Suðausturhlið komin.28-10-08.
Vefumsjón