Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. apríl 2014

Vestfirðir sækja fram í stórsókn!

Mynd:Baldvin-Díana og Einar Ben.
Mynd:Baldvin-Díana og Einar Ben.

Sveitarfélögin á Vestfjörðum ásamt samstarfsaðilum á landsvísu og ferðaþjónum á Vestfjörðum hafa ákveðið að sækja fram og eru að fara af stað í stórt þriggja ára markaðsátak. Verkefninu verður stýrt af Markaðsstofu Vestfjarða en þetta er stærsta markaðsverkefnið sem sveitarfélögin hafa farið í frá upphafi. Verkefninu er ætlað að vekja athygli á Vestfjörðum sem áfangastað ferðamanna og ýta undir þá jákvæðu ímynd sem Vestfirðir hafa nú þegar. Verkefnið snýst að töluverðu leyti um starfrænt ferðalag um Vestfirði sem verður samansett af áhugaverðu myndefni sem sýnir allt það sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða. Það eru mjög margir sem þurfa að koma að borðinu til þess að svona stórt og ítarlegt verkefni geti gengið upp, ber þar að nefna samstarfsaðila líkt og Icelandair, Flugfélag Íslands, Hertz, Símann, N1 og ferðaþjónar á Vestfjörðum.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. apríl 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 31.mars 07.apríl 2014.

Skráningarnúmer voru tekin af fimm bifreiðum í vikunni.
Skráningarnúmer voru tekin af fimm bifreiðum í vikunni.

Tólf ökumenn voru stöðvaðir í liðinni viku fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Sá sem hraðast ók var mældur á  120 km/klst., þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. Eitt minniháttar umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu á Patreksfirði. Þar var ekið utan í bíl, ekki vitað um tjónvald. Skráningarnúmer voru tekin af fimm bifreiðum í vikunni, þar sem tryggingar voru ekki í gildi.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. apríl 2014

Álftirnar kvaka.

Álftirnar í vörinni við Litlu-Ávík.
Álftirnar í vörinni við Litlu-Ávík.
1 af 2
Tvær Álftir eru komnar fyrir nokkru sem halda sig á Ávíkinni og synda þar fram og til baka og koma stundum alveg upp í vörina (lendinguna) og kvaka mikið. Þetta er alltaf viss vorboði þegar álfirnar eru mættar: Íslenskar álftir dvelja flestar á Bretlandseyjum  yfir vetrarmánuðina en kringum tíundi hluti hefur vetursetu á Íslandi aðallega á Suður-og Suðvesturlandi og Mývatni. Á Reykjavíkurtjörn eru einnig venjulega nokkrir tugir fugla. Álftin er með fyrstu farfuglum, þær fyrstu sjást yfirleitt á Suðausturlandi í byrjun mars. Álftir eru mjög áberandi fuglar enda alhvítar með svarta fætur og dökk augu. Kynin eru eins í útliti en karlfuglinn er þó stærri og þyngri. Goggurinn er svartur
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. apríl 2014

Dreifing á raforku gæti lækkað um 20%.

Tafla- dreifingarkosnaðar.
Tafla- dreifingarkosnaðar.
1 af 2

Allt frá því að ný raforkulög tóku gildi árið 2005, með aðskilnaði orkufyrirtækja í dreifiveitur og sölufyrirtæki, hefur dreifikostnaður raforku í dreifbýli hækkað langt umfram það sem þekkist í þéttbýli. Stjórnvöld hafa leitað leiða til að lækka raforkuverð í dreifbýli til jafns við það verð sem er hæst í þéttbýli. Veitt hefur verið sérstakri fjárveitingu til að jafna þennan kostnað, svokallað dreifbýlisframlag. Fyrir Alþingi  liggur frumvarp sem gerir ráð fyrir að dreifbýlisframlagið hækki á næstu þremur árum þannig að dreifing raforku í dreifbýli verði til samræmis við dreifikostnað í þéttbýli. Þessu verður mætt með jöfnunargjaldi sem leggst á hverja kWst hjá almennum notendum sem nemur 10 aurum á kWst á ári á næstu þremur árum.

Á fjárlögum ársins 2014 er varið 544 m.kr til jöfnunar kostnaði við dreifingu raforku sem er aukning um 304 m.kr. frá árinu á undan.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. apríl 2014

Fíkniefnaleitarhundur til Vestfjarða.

Þórir Guðmundsson lögreglumaður, Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn, Steinar Gunnarsson yfirhundaþjálfari hjá ríkislögreglustjóraembættinu með fíkniefnaleitarhundinn Tind.
Þórir Guðmundsson lögreglumaður, Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn, Steinar Gunnarsson yfirhundaþjálfari hjá ríkislögreglustjóraembættinu með fíkniefnaleitarhundinn Tind.

Lögreglunni á Vestfjörðum hefur bæst liðsauki. En í dag lét ríkislögreglustjóraembættið lögreglunni á Vestfjörðum í té fíkniefnaleitarhund sem mun verða staðsettur á Ísafirði og þjónusta allt umdæmið. Hundurinn er af labradorkyni og ber nafnið Tindur. Hann hefur hlotið þjálfun hjá Steinari Gunnarssyni, yfirhundaþjálfara hjá ríkislögreglustjóraembættinu. Þórir Guðmundsson, lögreglumaður mun hafa hundinn í sinni umsjá og viðhalda þjálfun hans. Fíkniefnaleitarhundur hefur ekki verið á Vestfjörðum frá því í nóvember 2011. En þá skilaði embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum fíkniefnaleitarhundinum Dollar til ríkislögreglustjóraembættisins. Ástæðan var fjárskortur vegna niðurskurðarkrafna fjárveitingavaldsins. Nú sér embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum fram á bjartari tíma og óskaði því eftir því að fá aftur í þjónustu sína fíkniefnaleitarhund.

Gaman
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. apríl 2014

Veðrið í Mars 2014.

Snjóflóð féll á veginn í Urðunum þann 10-03-2014. Það var gefið upp á snjóflóðadeild Veðurstofunnar.
Snjóflóð féll á veginn í Urðunum þann 10-03-2014. Það var gefið upp á snjóflóðadeild Veðurstofunnar.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur í heild. Fyrstu fjóra dagana voru norðaustanáttir með talsverðri snjókomu þann 2. Síðan voru suðlægar vindáttir í þrjá daga. En gekk í norðaustan og norðan 8.og 9.,með snjókomu. Frá tíunda til þrettánda voru mest suðlægar vindáttir,eftir það voru NA eða A- lægar vindáttir,en SV eða V þann 16. Þá gerði norðaustan með hvassviðri eða stormi nítjánda til tuttugusta og fyrsta og talsverðri snjókomu. Þann 24 voru komnar suðlægar vindáttir með hlýindum og talsverðri rigningu fram til 27. Síðustu daga mánaðar var hægviðri með hita yfir daginn en frosti á nóttinni og þurru og fallegu veðri.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. apríl 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 24.til 31.mars 2014.

Skráningarnúmer voru tekin af nokkrum ökutækjum í umdæminu.
Skráningarnúmer voru tekin af nokkrum ökutækjum í umdæminu.
Eitt minniháttar umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í liðinni viku, á Barðastrandarvegi nr. 62, ekki slys  á fólki. Einn ökumaður var stöðvaður fyrir ofhraðan akstur á þjóðvegi nr. 60, mældur á 118 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. Skráningarnúmer voru tekin af nokkrum ökutækjum í umdæminu þar sem þau voru ekki með tryggingar í gildi. Einnig voru höfð afskipti af ökumönnum vegna notkunar farsíma við akstur. Föstudaginn 28. mars  kom upp
eldur í tau þurrkara,
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. mars 2014

Kári Ingvarsson vann Stóru upplestrar keppnina.

Baldur Sigurðsson og síðan Stefán, Aron, Andri, Daníel, Kári og Brianna.Mynd Reykholar.is
Baldur Sigurðsson og síðan Stefán, Aron, Andri, Daníel, Kári og Brianna.Mynd Reykholar.is

Kári Ingvarsson frá Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi sigraði í Stóru upplestrarkeppninni á Reykhólum sem haldin var í gær.
Aron Viðar Kristjánsson frá Reykhólaskóla varð í öðru sæti og Daníel Freyr Newton frá Grunnskólanum á Hólmavík í þriðja sæti. Brianna Jewel Johnson frá Grunnskólanum á Hólmavík fékk aukaverðlaun. Aðrir þátttakendur voru Andri Smári Hilmarsson frá Grunnskólanum á Drangsnesi og Stefán Snær Ragnarsson frá Grunnskólanum á Hólmavík. Til aðstoðar voru Karen Ösp Haraldsdóttir frá Grunnskólanum á Drangsnesi, sem sigraði í keppninni í fyrra, og Aðalbjörg Egilsdóttir frá Reykhólaskóla, sem varð þá í öðru sæti. Áður en keppnin hófst ávarpaði Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir skólastjóri Reykhólaskóla mannskapinn.

Dómarar voru Baldur Sigurðsson frá Röddum, Guðjón Dalkvist á Reykhólum og sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur á Reykhólum. „Keppnin var mjög jöfn og erfitt að gera upp á milli keppenda,“ segir Guðjón.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. mars 2014

Samgöngunefnd FV- fundar með samgöngustofnun.

Samgöngunefnd FV. F.v. Sigurður Pétursson, formaður, Guðbrandur Sverrisson, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Gústaf Jökull Ólafsson og Elías Jónatansson, Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri.
Samgöngunefnd FV. F.v. Sigurður Pétursson, formaður, Guðbrandur Sverrisson, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Gústaf Jökull Ólafsson og Elías Jónatansson, Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri.
Fréttatilkynning frá Fjórðungssambandi Vestfjarða:
Samgöngunefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga efndi til funda í Reykjavík 25. mars s.l., með forsvarsmönnum Vegagerðar, Póst og fjarskiptastofnunar, ISAVIA, Vodafone og NOVA til að ræða stöðu samgöngu og fjarskiptamála á Vestfjörðum og í lokin var haldinn fundur með skrifstofustjóra innviða í Innanríkisráðuneytinu. Fundir þessir eru haldnir árlega til að fylgja eftir verkefnum sem eru á áætlunum stjórnvalda og til

Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. mars 2014

Bændur láta telja fósturvísa.

Guðbrandur  Þorkelsson við fósturtalningu.
Guðbrandur Þorkelsson við fósturtalningu.
1 af 2
Í gær og í fyrra dag var verið að ómskoða fé hjá bændum í Árneshreppi. Flestir bændur í Árneshreppi láta telja fósturvísa í ám sínum til að vita hvaða ær verði tvílembdar eða einlembdar og jafnvel þrílembdar  eða hvað er mikið gelt,í vor í sauðburðinum. Við talninguna  er  notuð ómsjá. Guðbrandur  Þorkelsson bóndi  að Skörðum í Dalasýslu sá um ómskoðunina eða talninguna. Guðbrandur vinnur mikið við þetta í sinni heimasveit og víðar. Ljóst er að með slíkri talningu  er hér á ferðinni tækni sem fyrir fjölmörg fjárbú sýnist vera ákaflega áhugaverð til að nýta. Augljósustu nýtingamöguleikar tengjast skipulagningu fóðrunar á síðari hluta meðgöngutíma ánna auk
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Ísrek í Ávíkinni
  • Forstofuhurð SV,18-11-08.
  • Hrafn Jökulsson.
  • Pétur og Össur.
  • Mikið dregið í einu,þarf að skipta þessu í þrjár ferðir.
Vefumsjón