Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. maí 2014 Prenta

Farið að flytja áburð til bænda.

Björn (Bylli) og Siggi í Litlu-Ávík að taka áburðasekki af bílnum um kvöldmatarleitið í kvöld.
Björn (Bylli) og Siggi í Litlu-Ávík að taka áburðasekki af bílnum um kvöldmatarleitið í kvöld.

Nú undir kvöld kom fyrsti bíll með áburð til bænda í Árneshrepp. Í fyrstu ferð kom allur áburður til Sigursteins Sveinbjörnssonar bónda í Litlu-Ávík og til Björns Torfasonar bónda á Melum að hluta til. Björn (Bylli) Sverrisson er að flytja áburðinn þetta vorið fyrir Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík,hann reiknar með fjórum ferðum í viðbót næstu daga. Þetta er nokkuð snemma sem áburður er fluttur norður enda vegur norður orðinn þurr og góður yfirferðar fyrir alla bíla stóra sem smáa. Í fyrra aftur á móti var áburður seint fluttur norður vegna slæmrar færðar og jafnvel aurbleytu á vegum. Fyrsta ferð með áburð var ekki farin fyrr enn í lok maí í fyrra.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Hafís og uppskipunarbátur á leið í land.
  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Svalahurð,18-11-08.
  • Frá saumaklúbb á Krossnesi 18 febrúar 2012.
Vefumsjón