Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. júní 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 02. til 09. júní 2014.

Tuttugu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku í umdæminu, tólf í og við Ísafjarðarbæ og átta í nágrenni Hólmavíkur.
Tuttugu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku í umdæminu, tólf í og við Ísafjarðarbæ og átta í nágrenni Hólmavíkur.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku fyrra atvikið var þegar bifreið var ekið á ljósastaur á Skutulsfjarðarbraut, ekki slys á fólki. Þá var einnig ekið utan í kyrrstæða bifreið á bifreiðastæðinu við Kaupfélagið á Hólmavík, um minniháttar skemmdir var að ræða. Tuttugu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku í umdæminu, tólf í og við Ísafjarðarbæ og átta í nágrenni Hólmavíkur. Sá sem hraðast ók, var mældur á 136 km/klst, þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Föstudaginn 6. júní  var tilkynnt um eld
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. júní 2014

Heflað loksins innansveitar.

Veghefill við heflun vega í Árneshreppi.
Veghefill við heflun vega í Árneshreppi.

Loksins sást veghefill frá Vegagerðinni á Hólmavík hér norður í sveit í morgun. Búið var að hefla hluta leiðarinnar norður frá Bjarnarfirði og í Reykjarfjörð í maí,en ekki var haldið áfram norður í sveit þar sem vegir eru rosalega holóttir,eins og í Hvalvík og við Árnesstapana og í Norðurfirðinum. Fólki hér í sveit finnst einkennilegt að ekki skuli hafa verið heflað firr fyrsta heflun,það var ekkert að marka í firravor,þá


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. júní 2014

Ferming í Árneskirkju.

Ásta Þorbjörg Ingólfsdóttir.
Ásta Þorbjörg Ingólfsdóttir.
1 af 2

Ein stúlka fermist frá Árneskirkju í Árneshreppi þetta vorið. Það er Ásta Þorbjörg Ingólfsdóttir Árnesi 2. í Trékyllisvík. Fermingin fer fram í eldri Árneskirkju laugardaginn sjöunda júní,og hefst athöfnin klukkan fjögur (Klukkan sextánhundruð.) Séra


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. júní 2014

Sumarmölin haldin í annað sinn.

Malarhorn.
Malarhorn.

Tónlistarhátíðin Sumarmölin verður haldin í annað sinn í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi laugardagskvöldið 14. júní næstkomandi. Sumarmölin er fjölskylduvæn tónlistarhátíð þar sem ungir og aldnir skemmta sér saman við tónlistarflutning margra fremstu listamanna landsins.Að tónleikum loknum geta dans- og skemmtanaþyrstir gestir skemmt sér áfram á Malarkaffi þar sem prinsinn í Popplandi, Matthías Már Magnússon þeytir skífum fram eftir nóttu. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl.19:30 en húsið opnar um hálftíma fyrr.16 ára aldurstakmark er á tónleikana en yngri gestir eru hjartanlega velkomnir í fylgd fullorðinna.Miðaverði er stillt í hóf en einungis 4500 kr. kostar á hátíðina og 2500 kr. fyrir 12 ára og yngri.Einnig verður hægt að kaupa gistingu á Malarhorni og miða á hátíðina á sérstöku tilboðsverði eða 24.000 kr. fyrir tveggja manna herbergi og tvo miða á hátíðina.Miðasala fer fram á midi.is.

Þessir koma fram:


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. júní 2014

Veðrið í Maí 2014.

Lambfé var sett óvenju snemma út í ár.
Lambfé var sett óvenju snemma út í ár.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrsta vika mánaðarins var vindur hægur með lítilli úrkomu,frosti í fyrstu en síðan hlýnandi veðri. Eftir það voru norðaustanáttir með frekar svölu veðri fram til þrettánda. Síðan var hægviðri með lítilli úrkomu og hlýrra veðri í bili. Eftir það skiptust á hafáttir eða suðlægar vindáttir,oftast hægar með talsverðum hitamismun.

Miklar hitasveiflur voru í mánuðinum,það má því segja að mánuðurinn hafi bæði verið kaldur og hlýr,en verður að teljast hlýr í heild sinni. Aðfaranótt þrettánda varð alhvítt í fjöllum og víða niður á láglendi. Úrkoman var með minna móti í mánuðinum. Bændur gátu sett lambfé út á tún óvenju


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 31. maí 2014

Búið að telja í Árneshreppi.

Kosið var í félagsheimili hreppsins.
Kosið var í félagsheimili hreppsins.

Guðlaugur Agnar Ágústsson á Steinstúni hlaut flest atkvæði í Árneshreppi á Ströndum, en talningu þar er lokið. Aðrir sem kosnir voru í hreppstjórn eru Guðlaugur Ingólfur Benediktsson, Eva Sigurbjörnsdóttir, Elísa Ösp Valgeirsdóttir og Hrefna Þorvaldsdóttir. Tveir aðilar gáfu ekki kost á sér í hreppsnefnd nú. það voru þau Oddný S Þórðardóttir oddviti á Krossnesi og Björn G Torfason bóndi á Melum. Ný í hreppsnefnd


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 31. maí 2014

Kaffi Norðurfjörður opnaði í gær.

Kaffi Norðurfjörður opinn. Vertarnir Sveinn og Margrét.
Kaffi Norðurfjörður opinn. Vertarnir Sveinn og Margrét.

Nú er Kaffi Norðurfjörður búin að opna eftir vetrarhlé. Vertarnir Sveinn Sveinsson og kona hans Margrét S Níelsen opnuðu í gær föstudaginn þrítugasta maí. Þau segja að sumarið leggist vel í þau ekkert síður en í fyrra. Í fyrrasumar var Kaffi Norðurfirði lokað um miðjan ágúst eftir ágætis sumar. Nú 


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. maí 2014

Oddný gefur ekki kost á sér.

Oddný Snjólaug Þórðardóttir.
Oddný Snjólaug Þórðardóttir.

Oddný S Þórðardóttir oddviti Árneshrepps gefur ekki kost á sér áfram í sveitarstjórn hné í oddvitastólinn áfram eftir næstu kosningar. Oddný er búin að vera oddviti hreppsins frá árinu 2006,en þá kom hún ný inn í hreppsnefnd,og er hún því búin að vera oddviti Árneshrepps í tvö kjörtímabil.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. maí 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 19. til 26. maí 2014.

Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku í nágrenni Hólmavíkur.
Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku í nágrenni Hólmavíkur.

Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku í nágrenni Hólmavíkur. Mánudaginn 19. maí varð umferðaróhapp með þeim hætti að jeppabifreið var ekið á vegfaranda á reiðhjóli, reiðhjólamaðurinn hlaut minni háttar meiðsl og fór á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Einn ökumaður var kærður vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Skemmtanahald um liðna helgi fór nokkuð vel fram og án teljandi afskipta lögreglu.

Þá vill lögregla koma með ábendingar til ökumanna og umráðamanna ökutækja vegna lagninga
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. maí 2014

Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum – frestur til 13. júní.

Drangaskörð.
Drangaskörð.
Menningarráð Vestfjarða hefur nú auglýst eftir umsóknum um styrki á grundvelli menningarsamnings ríkisins við
Fjórðungssamband Vestfirðinga og er frestur til að sækja um til og með föstudeginum 13. júní. Styrkir verða veittir í tveimur flokkum, annars vegar stofnkostnaðar- og rekstrarstyrkir til menningarstofnanna og hins vegar verkefnastyrkir til afmarkaðra menningarverkefna. Tilgangurinn er að efla menningarstarfsemi á Vestfjörðum og eru umsóknir og verkefni hverju sinni borin
saman á samkeppnisgrundvelli við úthlutun. Umsækjendum er

Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Reykjarfjörður-11-09-2002.
  • Múlakot í Krossneslandi.
  • Hafísfrétt 11-09-2024.Stakur borgarísjaki um 3.KM. útaf Reykjanesströnd, sem er á milli Reykjaneshyrnu og Gjögursflugvallar. Rekur inn Húnaflóann.
  • Hrafn stíngur í jarðvegin.22-08-08.
  • Skemmtiatriði.Söngur.
Vefumsjón