Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 02. til 09. júní 2014.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku fyrra atvikið var þegar bifreið var ekið á ljósastaur á Skutulsfjarðarbraut, ekki slys á fólki. Þá var einnig ekið utan í kyrrstæða bifreið á bifreiðastæðinu við Kaupfélagið á Hólmavík, um minniháttar skemmdir var að ræða. Tuttugu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku í umdæminu, tólf í og við Ísafjarðarbæ og átta í nágrenni Hólmavíkur. Sá sem hraðast ók, var mældur á 136 km/klst, þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.
Föstudaginn 6. júní var tilkynnt um eldMeira