Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 13. maí 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 5. til 12.maí 2014.

Tveir voru teknir fyrir of hraðan akstur við Hólmavík.
Tveir voru teknir fyrir of hraðan akstur við Hólmavík.

Fimm ökumenn voru ákærðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku, þrír í nágrenni Ísafjarðar og tveir við Hólmavík. Tveir ökumenn voru kærðir vegna gruns um meintan akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Skemmdarverk voru unnin um liðna helgi á Ísafirði og einnig í Bolungarvík. Á Ísafirði voru brotnar rúður í þrem ökutækjum, í einu ökutæki  við Hafnarstræti og tveim ökutækjum við Aðalstræti. Þá voru unnar skemmdir á húsi við Hafnargötu í Bolungarvík. Þá óskar lögregla eftir að ef einhverjir hafa orðið vitni að umræddum skemmdarverkum gefi sig fram við lögreglu í síma 450-3730.

Þá óskar lögreglan eftir vitnum af óhappi sem varð
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. maí 2014

Vorhátíð Finnbogastaðaskóla.

Frá vorhátíð.
Frá vorhátíð.
Vorhátíð Finnbogastaðaskóla verður haldinn hátíðleg í dag föstudaginn 9. maí klukkan 18:00.,í Félagsheimilinu Árnesi Trékyllisvík.Boðið verður upp á góða skemmtun, mat og drykk á góðu verði. Allir eru hjartanlega velkomnir. Segir í tilkynningu frá
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. maí 2014

Nýr kennari við Finnbogstaðaskóla.

Vígdís Grímsdóttir verður kennari við Finnbogastaðaskóla,skólaárið 2014-2015.
Vígdís Grímsdóttir verður kennari við Finnbogastaðaskóla,skólaárið 2014-2015.
Í síðasta mánuði auglýsti sveitarfélagið Árneshreppur starf kennara við skóla sveitarfélagsins,Finnbogastaðaskóla laust til umsagnar. Þrjár umsóknir bárust en einn aðilinn dró sig til baka,þannig að tvær umsóknir  voru eftir. Nú á dögunum var tekin ákvörðun um ráðningu nýs kennara fyrir skólaárið 2014 til 2015, úr þessum tveim umsóknum,en það er hin vinsæla vinkona okkar í hreppnum Vígdís Grímsdóttir svart klæddi rithöfundurinn sem var ráðin. Vigdís er rúmlega sextug kona og er rithöfundur af lífi og sál  og lauk kennaraprófi frá Háskóla Íslands 1973. Árið 1978  lauk Vígdís BA prófi ííslensku og bókasafnsfræði við Háskóla Íslands. Árið 1982 lauk hún prófi í uppeldis –og kennslufræði frá Kennaraháskóla Íslands. Vígdís hefur dvalist
mikið í Árneshreppi undanfarin ár,
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. maí 2014

Farið að flytja áburð til bænda.

Björn (Bylli) og Siggi í Litlu-Ávík að taka áburðasekki af bílnum um kvöldmatarleitið í kvöld.
Björn (Bylli) og Siggi í Litlu-Ávík að taka áburðasekki af bílnum um kvöldmatarleitið í kvöld.
Nú undir kvöld kom fyrsti bíll með áburð til bænda í Árneshrepp. Í fyrstu ferð kom allur áburður til Sigursteins Sveinbjörnssonar bónda í Litlu-Ávík og til Björns Torfasonar bónda á Melum að hluta til. Björn (Bylli) Sverrisson er að flytja áburðinn þetta vorið fyrir Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík,hann reiknar með fjórum ferðum í viðbót næstu daga. Þetta er nokkuð
snemma sem áburður er fluttur norður enda vegur norður orðinn þurr og góður yfirferðar fyrir alla bíla stóra sem smáa. Í fyrra aftur á móti var áburður

Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. maí 2014

Aðeins einn bátur á grásleppuveiðum.

Mynd:Gunnsteinn Gíslason verkar grásleppuhrogn.
Mynd:Gunnsteinn Gíslason verkar grásleppuhrogn.
1 af 2
Einn bátur er á grásleppuveiðum frá Norðurfirði þetta vorið. Það er aldursforseti hreppsins Gunnsteinn Gíslason sem er núna komin yfir áttræðisaldurinn. Gunnsteinn sem er enn hafnarvörður og tekur á móti afla og vigtar af bátum sem landa á Norðurfirði,segir að enginn aðkomubátar hafi skráð sig í vor til að gera út á grásleppu eins og undanfarin ár. Gunnsteini fannst þetta dálitið lélegt og lagði nokkur net. Gunnsteinn hefur alltaf verkað grásleppuhrogn á Norðurfirði af bátum sem hafa róið frá Norðurfirði,en nú aðeins frá sjálfum sér og finnst þetta ósköp lélegt og lítið um að vera.
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. maí 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum: 28. apríl til 05. maí 2014.

Lögregla vill koma á framfæri til foreldra og forráðmanna þeirra,að þau noti reiðhjólahjálma.
Lögregla vill koma á framfæri til foreldra og forráðmanna þeirra,að þau noti reiðhjólahjálma.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í liðinni viku, þar var um að ræða bifreið sem hafnaði út fyrir veg á þjóðvegi nr. 63. Bíldudalsvegi á Trostansfjarðarfjalli, þar voru erlendir ferðamenn á ferð. Bifeiðin óökuhæf og ekki slys á fólki. Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur innabæjar á Ísafirði. Tvær kærur um líkamsárásir bárust lögreglu í liðinni viku og eru þær til rannsóknar. Einn ökumaður var kærður vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna.

Tvær tilkynningar bárust lögreglu um sinueld í vikunni


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. maí 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum: 28. apríl til 05. maí 2014.

Lögregla vill koma á framfæri til foreldra og forráðmanna þeirra,að þau noti reiðhjólahjálma.
Lögregla vill koma á framfæri til foreldra og forráðmanna þeirra,að þau noti reiðhjólahjálma.
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í liðinni viku, þar var um að ræða bifreið sem hafnaði út fyrir veg á þjóðvegi nr. 63. Bíldudalsvegi á Trostansfjarðarfjalli, þar voru erlendir ferðamenn á ferð. Bifeiðin ó ökuhæf og ekki slys á fólki. Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur innabæjar á Ísafirði.Tvær kærur um líkamsárásir bárust lögreglu í liðinni viku og er þær til rannsóknar. Einn ökumaður var kærður vegan gruns um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna.Tvær tilkynningar bárust lögreglu um sinueld í vikunni,
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 3. maí 2014

Héraðsmót Strandamanna í bridds.

Sigurvegarar í fyrstu þrem sætunum:Jón-Eyvindur,Vignir-Guðbrandur,Ólafur- Maríus.Mynd Ingimundur.
Sigurvegarar í fyrstu þrem sætunum:Jón-Eyvindur,Vignir-Guðbrandur,Ólafur- Maríus.Mynd Ingimundur.
1 af 4

Héraðsmót í bridds var haldið í félagsheimilini í Trékyllisvík á frídegi verkalýðsins fyrsta maí. Úrslit urðu þessi:

1.sæti  Vignir Pálsson Hólmavík og Guðbrandur Björnsson Smáhömrum með 150 stig

2.sæti  Maríus Kárason Hólmavík og Ólafur Gunnarsson Þurranesi Dalasýslu með 134 stig

3.sæti  Eyvindur Magnússon Reykhólum og Jón Stefánsson Broddanesi  með 130 stig.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. maí 2014

Veðrið í Apríl 2014.

Talsverður snjór er enn í fjöllum.Örkin 634m.
Talsverður snjór er enn í fjöllum.Örkin 634m.

Mánuðurinn byrjaði á rólegu nótunum,með hægviðri og þoku eða þokulofti,en þokuloft var oft fyrstu átta daga mánaðar. Þann 10 var komin norðan með snjókomu eða éljum. Síðan hægviðri í tvo daga. Eftir það voru umhleypingar sem stóðu fram á páska. Loks þann 21. gerði hægviðri,breytilegar vindáttir og hlýnandi veðri,og var hlítt yfir daginn,og var þetta góða veður í fimm daga. Þann 26.,gerði ákveðna norðan og norðaustanátt með kólnandi veðri og var kalt í veðri það sem eftir lifði mánaðar. Þokuloft í fyrstu og síðan él,enn síðan þurru veðri. Úrkoman var í lægri kantinum í mánuðinum.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 30. apríl 2014

Bifreiðaskoðun á Hólmavík.

Færanlega skoðunarstöð Frumherja hf.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja hf.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja hf. verður staðsett á Hólmavík frá mánudeginum 5. maí til föstudagsins 9. maí 2014. Tekið er á móti öllum greiðslukortum(kredit og debet),hvort tveggja er háð því að GSM samband sé í lagi. Mælst er til þess að menn komi með ökutæki með númer sem enda 1 til 7 í fyrri ferð,en í seinni ferð sem ekki er búið að ákveða,með endastafi 8,9,eða 0.
Frumherji hf. vill benda

Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Fyrsta skófustúngan.Hrafn-Guðbjörg.22-08-08.
  • Bílskúrseining sett á sinn stað.28-10-08.
  • Hafís á Norðurfirði og Norðurfjarðabæjirnir sjást.
  • Sement sett í.06-09-08.
  • Gunnsteinn Gíslason og Ólafur Thorarensen.
Vefumsjón