Vorhátíð Finnbogastaðaskóla.
Meira
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í liðinni viku, þar var um að ræða bifreið sem hafnaði út fyrir veg á þjóðvegi nr. 63. Bíldudalsvegi á Trostansfjarðarfjalli, þar voru erlendir ferðamenn á ferð. Bifeiðin óökuhæf og ekki slys á fólki. Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur innabæjar á Ísafirði. Tvær kærur um líkamsárásir bárust lögreglu í liðinni viku og eru þær til rannsóknar. Einn ökumaður var kærður vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna.
Tvær tilkynningar bárust lögreglu um sinueld í vikunni
Héraðsmót í bridds var haldið í félagsheimilini í Trékyllisvík á frídegi verkalýðsins fyrsta maí. Úrslit urðu þessi:
1.sæti Vignir Pálsson Hólmavík og Guðbrandur Björnsson Smáhömrum með 150 stig
2.sæti Maríus Kárason Hólmavík og Ólafur Gunnarsson Þurranesi Dalasýslu með 134 stig
3.sæti Eyvindur Magnússon Reykhólum og Jón Stefánsson Broddanesi með 130 stig.
Mánuðurinn byrjaði á rólegu nótunum,með hægviðri og þoku eða þokulofti,en þokuloft var oft fyrstu átta daga mánaðar. Þann 10 var komin norðan með snjókomu eða éljum. Síðan hægviðri í tvo daga. Eftir það voru umhleypingar sem stóðu fram á páska. Loks þann 21. gerði hægviðri,breytilegar vindáttir og hlýnandi veðri,og var hlítt yfir daginn,og var þetta góða veður í fimm daga. Þann 26.,gerði ákveðna norðan og norðaustanátt með kólnandi veðri og var kalt í veðri það sem eftir lifði mánaðar. Þokuloft í fyrstu og síðan él,enn síðan þurru veðri. Úrkoman var í lægri kantinum í mánuðinum.