Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. júní 2014

Tveir bændur hófu slátt um síðustu helgi.

Rúllað var á Melum á mánudag.
Rúllað var á Melum á mánudag.
1 af 2

Björn bóndi Torfason á Melum sló um þrjá og hálfan hektara á laugardag og sunnudag. Þetta var vel sprottið sagði Björn þótt svo snemma hafi verið slegið. Björn segist hafa slegið síðast svo snemma árið 2003,þá var einmuna tíð og góð spretta líkt og nú. Einnig hóf Gunnar Dalkvist í Bæ slátt um helgina og sló í fyrstu um tvo hektara,en ætlar að slá áfram um tíu hektara í viðbót til að geta borið á aftur og slegið seinni slátt.

Annars hefst


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. júní 2014

Eva bauð sveitungunum til kaffisamsætis.

Oddný fyrrverandi oddviti og Eva núverandi oddviti.
Oddný fyrrverandi oddviti og Eva núverandi oddviti.

Eva Sigurbjörnsdóttir hótelstýra á Hótel Djúpavík bauð sveitungum sínum til kaffisamsætis á hótelinu í fyrra dag sunnudaginn 22. júní til heiðurs Oddnýju S Þórðardóttur fyrrverandi oddvita hreppsins. Eva var löngu búin að ákveða þetta áður en hún vissi að hún yrði næsti oddviti Árneshrepps. Oddný var oddviti Árneshrepps í átta ár eða tvö kjörtímabil og Eva var varaoddviti síðustu fjögur árin. Eva hélt smá tölu og þakkaði Oddnýju fyrir frábær störf í þágu hreppsins og gott samstarf við alla í fyrri hreppsnefnd. Oddný Þ þakkaði einnig fyrra samstarfs fólki sýnu fyrir gott samstarf og óskaði nýjum oddvita velgengni í nýju starfi.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. júní 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 16.til 23.júní 2014.

Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.
Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku.

Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í liðinni viku. Sá sem hraðast ók, var mældur á 129 km/klst., á þjóðvegi 60. Fjögur umferðarðóhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni, í öllum tilfellum var bifreiðar sem ultu út fyrir veg, um minniháttar slys var að ræða í einu tilfellanna, á Bíludalsvegi, þjóðvegi 63, hin óhöppin urðu á Þorskafjarðarheiði, á Steingrímsfjarðarheiði og  við Kaldalón í Ísafjarðardjúpi. Í öllum þessum óhöppum voru bifreiðarnar óökuhæfar. Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Talsverður
Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 22. júní 2014

Tinna borin á Krossnesi síðust kinda.

Tinna og nýja grá hrútlambið:Er ekki Tinna að borga lífgjöfina aftur?Mynd Oddný.
Tinna og nýja grá hrútlambið:Er ekki Tinna að borga lífgjöfina aftur?Mynd Oddný.

Sauðburði lauk á Krossnesi á föstudaginn þann 20. í liðinni viku þegar hún Tinna bar. En Tinna er kindin sem kom með lítið lamb 22. nóvember þegar kindurnar voru teknar inn á Krossnesi síðastliðið haust. Núna kom hún með grátt hrútlamb,myndin var tekin þegar henni og lambinu var sleppt út á laugardaginn.

Frétt frá því í haust má skoða hér undir fyrirsögninni


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. júní 2014

Eva Sigurbjörnsdóttir nýr oddviti Árneshrepps.

Eva Sigurbjörnsdóttir hótelstýra,nýr oddviti Árneshrepps.
Eva Sigurbjörnsdóttir hótelstýra,nýr oddviti Árneshrepps.
1 af 2

Í kvöld fimmtudaginn 19. júní hélt ný hreppsnefnd Árneshrepps sem kjörin var í sveitarstjórnarkosningunum þann 31. maí,sinn fyrsta fund. Aðalmál nýrrar hreppsnefndar var kosning nýs oddvita og vara oddvita. Eva Sigurbjörnsdóttir hótelstýra á Hótel Djúpavík var kjörin sem nýr oddviti hreppsins og Ingólfur Benediktsson Árnesi 2 sem vara oddviti. Aðrir í hreppsnefnd eru Guðlaugur Agnar Ágústsson bóndi á Steinstúni,Hrefna Þorvaldsdóttir húsmóðir og matráður Árnesi 2 og Elísa Ösp Valgeirsdóttir skólastjóri Árnesi 2. Þess má geta að Hrefna og Elísa eru mæðgur. Og þrjár konur skipa nú hreppsnefnd Árneshrepps og eru því í meirihluta.

Varamenn í hreppsnefnd Árneshrepps sem voru kosnir þann 31. maí eru þessir:


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 18. júní 2014

Slökkvitækjaþjónusta á morgun.

Slökkvitækjaþjónusta á morgun.
Slökkvitækjaþjónusta á morgun.

Á morgun fimmtudaginn 19. júní frá kl:10:00 og til kl:18:00,verður slökkvitækjaþjónusta í Norðurfirði. Einnig verða ýmis slökkvitæki til sölu,slökkvitæki,eldvarnarteppi og reykskynjarar. Árneshreppsbúar munið að láta yfirfara og eða endurnýja slökkvitækin


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 17. júní 2014

Smáhvalavaða á Norðurfirði.

Smáhvalavaða á Norðurfirði.
Smáhvalavaða á Norðurfirði.
1 af 3

Smáhvalavaða sást á Norðurfirði í morgun,Guðlaugur Ágústsson á Steinstúni lét fréttamann Litlahjalla vita og fór fréttamaður norður og náði nokkrum myndum,en erfið skilyrði því talsverð gára er á sjónum í suðvestanáttinni og sólin glampar á sjónum. Ekki er vitað hverslags hvalir þetta eru,en smáhveli eru þetta,en ekki talið um hnýsur að ræða. Þetta


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 14. júní 2014

H M í beinni á Kaffi Norðurfjarður.

Á myndinni eru Sunna Sveins,tæknilegur ráðgjafi og Sveinn Sveinsson Vert á Kaffi Norðurfirði.
Á myndinni eru Sunna Sveins,tæknilegur ráðgjafi og Sveinn Sveinsson Vert á Kaffi Norðurfirði.

HM í Bracilíu í beinni í Kaffi Norðurfjörður. Allir leikir sendir út frá BBC og ITV Englandi í háskerpu og flottum lit.

Enskir topp sjónvarpsmenn tala um leikina á undan og eftir .

Kv


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 14. júní 2014

H M í Kaffi Norðurfirði.

HM í Bracilíu í beinni í Kaffi Norðurfjörður. Allir leikir sendir út frá BBC og ITV Englandi í háskerpu og flottum lit.

Enskir topp sjónvarpsmenn tala um leikina á undan og eftir .Kveðja fráKaffi


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. júní 2014

Strandafrakt byrjuð í áætlunarferðum.

Flutningabíll frá Strandafrakt keyrir til Norðurfjarðar.
Flutningabíll frá Strandafrakt keyrir til Norðurfjarðar.

Á miðvikudaginn 4. júní var fyrsta hefðbundna áætlun Strandafraktar með flutningabíl til Norðurfjarðar á þessu sumri,en ferðir Strandafraktar hefjast að venju fyrsta miðvikudag í júní og áætlunarferðirnar standa út október. Bíllinn fer úr Reykjavík á þriðjudögum og þann dag til Hólmavíkur um kvöldið og til Norðurfjarðar á miðvikudögum. Einnig hefur Strandafrakt verið að flytja fisk á markað eftir að strandveiðar byrjuðu,enn nokkrir bátar gera út á strandveiðar frá Norðurfirði bæði heimabátar og aðkomubátar. Eins og


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Járnabinding er komin í grunn.29-09-08.
  • Börn Maddýar með skemtiatriði.
  • Ferðafélagshúsið og tjaldsvæðið.
  • Mikil froða eða (sælöður),myndaðist í Ávíkinni í miklu brimi í óveðrinu 10. september 2012,engu líkara var en helt hefði verið fleiri þúsund lítrum af sápu í sjóinn.
Vefumsjón