Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. júní 2014 Prenta

Heflað loksins innansveitar.

Veghefill við heflun vega í Árneshreppi.
Veghefill við heflun vega í Árneshreppi.

Loksins sást veghefill frá Vegagerðinni á Hólmavík hér norður í sveit í morgun. Búið var að hefla hluta leiðarinnar norður frá Bjarnarfirði og í Reykjarfjörð í maí,en ekki var haldið áfram norður í sveit þar sem vegir eru rosalega holóttir,eins og í Hvalvík og við Árnesstapana og í Norðurfirðinum. Fólki hér í sveit finnst einkennilegt að ekki skuli hafa verið heflað firr fyrsta heflun,það var ekkert að marka í firravor,þá var slæmt tíðarfar út maí og vegir illa farnir eftir veturinn,enn nú í ár hefði mátt hefla fyrr. Nú er föstudagur og Vegagerðin vinnur aðeins fram á miðjan dag,en síðan heldur heflun áfram eftir helgina.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki sést frá Litlu-Ávík. 26-09-2017.
  • Fyrsta hollið komið út á sjó.
  • Herðubreið í miklum hafís útaf Reykjaneshyrnu.
  • Hilmar Hjartarson pípari við vinnu í aðalbaðherbergi.02-05-2009.
Vefumsjón