Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. júní 2014
Prenta
Heflað loksins innansveitar.
Loksins sást veghefill frá Vegagerðinni á Hólmavík hér norður í sveit í morgun. Búið var að hefla hluta leiðarinnar norður frá Bjarnarfirði og í Reykjarfjörð í maí,en ekki var haldið áfram norður í sveit þar sem vegir eru rosalega holóttir,eins og í Hvalvík og við Árnesstapana og í Norðurfirðinum. Fólki hér í sveit finnst einkennilegt að ekki skuli hafa verið heflað firr fyrsta heflun,það var ekkert að marka í firravor,þá var slæmt tíðarfar út maí og vegir illa farnir eftir veturinn,enn nú í ár hefði mátt hefla fyrr. Nú er föstudagur og Vegagerðin vinnur aðeins fram á miðjan dag,en síðan heldur heflun áfram eftir helgina.