Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. júní 2014

Sumarmölin haldin í annað sinn.

Malarhorn.
Malarhorn.

Tónlistarhátíðin Sumarmölin verður haldin í annað sinn í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi laugardagskvöldið 14. júní næstkomandi. Sumarmölin er fjölskylduvæn tónlistarhátíð þar sem ungir og aldnir skemmta sér saman við tónlistarflutning margra fremstu listamanna landsins.Að tónleikum loknum geta dans- og skemmtanaþyrstir gestir skemmt sér áfram á Malarkaffi þar sem prinsinn í Popplandi, Matthías Már Magnússon þeytir skífum fram eftir nóttu. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl.19:30 en húsið opnar um hálftíma fyrr.16 ára aldurstakmark er á tónleikana en yngri gestir eru hjartanlega velkomnir í fylgd fullorðinna.Miðaverði er stillt í hóf en einungis 4500 kr. kostar á hátíðina og 2500 kr. fyrir 12 ára og yngri.Einnig verður hægt að kaupa gistingu á Malarhorni og miða á hátíðina á sérstöku tilboðsverði eða 24.000 kr. fyrir tveggja manna herbergi og tvo miða á hátíðina.Miðasala fer fram á midi.is.

Þessir koma fram:


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. júní 2014

Veðrið í Maí 2014.

Lambfé var sett óvenju snemma út í ár.
Lambfé var sett óvenju snemma út í ár.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrsta vika mánaðarins var vindur hægur með lítilli úrkomu,frosti í fyrstu en síðan hlýnandi veðri. Eftir það voru norðaustanáttir með frekar svölu veðri fram til þrettánda. Síðan var hægviðri með lítilli úrkomu og hlýrra veðri í bili. Eftir það skiptust á hafáttir eða suðlægar vindáttir,oftast hægar með talsverðum hitamismun.

Miklar hitasveiflur voru í mánuðinum,það má því segja að mánuðurinn hafi bæði verið kaldur og hlýr,en verður að teljast hlýr í heild sinni. Aðfaranótt þrettánda varð alhvítt í fjöllum og víða niður á láglendi. Úrkoman var með minna móti í mánuðinum. Bændur gátu sett lambfé út á tún óvenju


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 31. maí 2014

Búið að telja í Árneshreppi.

Kosið var í félagsheimili hreppsins.
Kosið var í félagsheimili hreppsins.

Guðlaugur Agnar Ágústsson á Steinstúni hlaut flest atkvæði í Árneshreppi á Ströndum, en talningu þar er lokið. Aðrir sem kosnir voru í hreppstjórn eru Guðlaugur Ingólfur Benediktsson, Eva Sigurbjörnsdóttir, Elísa Ösp Valgeirsdóttir og Hrefna Þorvaldsdóttir. Tveir aðilar gáfu ekki kost á sér í hreppsnefnd nú. það voru þau Oddný S Þórðardóttir oddviti á Krossnesi og Björn G Torfason bóndi á Melum. Ný í hreppsnefnd


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 31. maí 2014

Kaffi Norðurfjörður opnaði í gær.

Kaffi Norðurfjörður opinn. Vertarnir Sveinn og Margrét.
Kaffi Norðurfjörður opinn. Vertarnir Sveinn og Margrét.

Nú er Kaffi Norðurfjörður búin að opna eftir vetrarhlé. Vertarnir Sveinn Sveinsson og kona hans Margrét S Níelsen opnuðu í gær föstudaginn þrítugasta maí. Þau segja að sumarið leggist vel í þau ekkert síður en í fyrra. Í fyrrasumar var Kaffi Norðurfirði lokað um miðjan ágúst eftir ágætis sumar. Nú 


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. maí 2014

Oddný gefur ekki kost á sér.

Oddný Snjólaug Þórðardóttir.
Oddný Snjólaug Þórðardóttir.

Oddný S Þórðardóttir oddviti Árneshrepps gefur ekki kost á sér áfram í sveitarstjórn hné í oddvitastólinn áfram eftir næstu kosningar. Oddný er búin að vera oddviti hreppsins frá árinu 2006,en þá kom hún ný inn í hreppsnefnd,og er hún því búin að vera oddviti Árneshrepps í tvö kjörtímabil.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. maí 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 19. til 26. maí 2014.

Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku í nágrenni Hólmavíkur.
Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku í nágrenni Hólmavíkur.

Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku í nágrenni Hólmavíkur. Mánudaginn 19. maí varð umferðaróhapp með þeim hætti að jeppabifreið var ekið á vegfaranda á reiðhjóli, reiðhjólamaðurinn hlaut minni háttar meiðsl og fór á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Einn ökumaður var kærður vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Skemmtanahald um liðna helgi fór nokkuð vel fram og án teljandi afskipta lögreglu.

Þá vill lögregla koma með ábendingar til ökumanna og umráðamanna ökutækja vegna lagninga
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. maí 2014

Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum – frestur til 13. júní.

Drangaskörð.
Drangaskörð.
Menningarráð Vestfjarða hefur nú auglýst eftir umsóknum um styrki á grundvelli menningarsamnings ríkisins við
Fjórðungssamband Vestfirðinga og er frestur til að sækja um til og með föstudeginum 13. júní. Styrkir verða veittir í tveimur flokkum, annars vegar stofnkostnaðar- og rekstrarstyrkir til menningarstofnanna og hins vegar verkefnastyrkir til afmarkaðra menningarverkefna. Tilgangurinn er að efla menningarstarfsemi á Vestfjörðum og eru umsóknir og verkefni hverju sinni borin
saman á samkeppnisgrundvelli við úthlutun. Umsækjendum er

Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 23. maí 2014

Breytingar á starfsemi RÚV á Vestfjörðum.

Reykjaneshyrna og Norðurfjörður. Samgöngumál Árneshrepps eru ávallt fréttaefni.
Reykjaneshyrna og Norðurfjörður. Samgöngumál Árneshrepps eru ávallt fréttaefni.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga átti í gær fund með Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra þar sem þau funduðu um stöðu RÚV á Vestfjörðum í tilefni af fréttum af því að fyrir dyrum standi að rýma húsnæði RÚV á Ísafirði. Á fundinum var farið vítt og breytt yfir stöðu mála varðandi þjónustu RÚV á Vestfjörðum. Voru báðir aðilar sammála um mikilvægi þess að RÚV sinni fréttaflutningi og dagskrárgerð á Vestfjörðum af myndarskap. Útvarpsstjóri ítrekaði að stefna hans og annarra nýrra stjórnenda RÚV væri að bæta þjónustu RÚV á landsbyggðinni. 
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 14. maí 2014

Aðalfundur Orkubús Vestfjarða ohf. var haldinn á Ísafirði 9. maí 2014.

Orkubú Vestfjarða Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða Hólmavík.

Árið 2013 varð hagnaður af venjubundnum rekstri Orkubús Vestfjarða níunda árið í röð. Framleiðsla vatnsaflsvirkjana Orkubúsins var með minna móti sökum tíðarfarsins eða rúmar 84 GWh. Í aftakastormi síðustu daga janúar brotnuðu flutningslínur og urðu verulegar truflanir í flutnings og dreifikerfi raforku. Samkvæmt rekstrarreikningi ársins 2013 varð hagnaður af venjubundnum rekstri fyrir skatta, sem nam um 278,5 Mkr., en þegar tekið er tillit til tekjuskatts og er hagnaður ársins um 222,9 Mkr..  Afskriftir námu alls 240 Mkr.. Eignir Orkubús Vestfjarða ohf. í árslok 2013 voru alls 6.505 Mkr. og heildarskuldir alls 983 Mkr. Eigið fé nam því alls 5.522 Mkr. sem er um 84,9 % af heildarfjármagni.

Á árinu 2013 var 681 Mkr. varið til fjárfestinga, þar af voru  tengigjöld og vinna greidd af öðrum 27,5 Mkr.. Fjárfestingar ársins voru að mestu  kostaðar af eigin fé fyrirtækisins eða greiddar af þeim sem þeirra óskuðu. 
Í lok febrúar 2014 tilkynnti Landsvirkjun að skerða þyrfti raforku 


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 13. maí 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 5. til 12.maí 2014.

Tveir voru teknir fyrir of hraðan akstur við Hólmavík.
Tveir voru teknir fyrir of hraðan akstur við Hólmavík.

Fimm ökumenn voru ákærðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku, þrír í nágrenni Ísafjarðar og tveir við Hólmavík. Tveir ökumenn voru kærðir vegna gruns um meintan akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Skemmdarverk voru unnin um liðna helgi á Ísafirði og einnig í Bolungarvík. Á Ísafirði voru brotnar rúður í þrem ökutækjum, í einu ökutæki  við Hafnarstræti og tveim ökutækjum við Aðalstræti. Þá voru unnar skemmdir á húsi við Hafnargötu í Bolungarvík. Þá óskar lögregla eftir að ef einhverjir hafa orðið vitni að umræddum skemmdarverkum gefi sig fram við lögreglu í síma 450-3730.

Þá óskar lögreglan eftir vitnum af óhappi sem varð
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Naustvík 11-09-2002.
  • Aðventuljós í glugga.18-12-2008.
  • Konur í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Hafís útaf Reykjanesi.
  • Búið að setja flotefni í öll gólf í herbergjum.04-04-2009.
Vefumsjón