Rafmagn komið á í Árneshreppi.
Mikið erfiði er búið að vera hjá mönnum Orkubús Vestfjarða á Hólmavík frá í dag og núna langt fram á nótt. Að sögn Þorsteins Sigfússonar svæðisstjóra hjá Orkbúinu gekk mönnum illa að komast yfir Trékyllisheiðina hvort var á fjórhjólum eða sexhjólum þau sukku bara niður,og þar sem snjór var duttu þau bara niður og kviksyndi undir eftir alla vatnavextina nú um dagana,og við Goðdalsá urðu menn að snúa frá,áin var svo mikil að ekki séns var að komast yfir hana nema fyrir fuglinn fljúgandi. Orkubúið fékk svo menn á tveimur sexhjólum norðan úr Árneshreppi til að fara móti innanmönnum Orkubúsins,og tveir bílar frá Orkubúinu eftir vegi til Djúpavíkur,og menn fóru á fjórhjólum og gengu upp í Kjósarhjalla,þar sem línan kemur niður af heiðinni og niður á láglendi. Rafmagn komst síðan á rúmlega fjögur í nótt en bilunin var í svonefndum Sprengibrekkum,þar sem jarðstrengur var lagður til bráðbirgða í vetur. Ein versta leit að bilun vegna Árneshrepps aðallega vegna vondra aðstæðna segir Þorsteinn hjá Orkubúinu.