Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 5. júlí 2014
Prenta
Vatnavextir og vegaskemmdir.
Jón G Guðjónsson fréttamaður litlahjalla var á ferðinni fyrir sunnan í firradag og kom norður í gærkvöld og tók nokkrar myndir af vatnavöxtunum á leiðinni norður. Í gær hafði vegur farið í sundur við Selárbrú í Steingrímsfirði að norðanverðu fast við stöpulinn. Vegagerðin á Hólmavík gat lagað það fljótlega í gærdag. Á meðfylgjandi myndum má sjá að Bjarnarfjörðurinn er eins og einn hafsjór á að líta. Myndirnar tala sínu máli þótt sumar séu óskýrar í rigningunni,og teknar í miklum vindi og úrkomu,og myndir oft teknar gegnum bílglugga hlémegin vinds,þar sem hægt var. Munið að smella á myndirnar til að stækka þær.