Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. júlí 2014
Prenta
Hjólhýsi fauk á hliðina.
Hjólhýsi sem staðsett var á lóð Ferðafélags Íslands á Valgeirsstöðum í Norðurfirði fauk á hliðina í hvassveðrinu á laugardaginn 5.júlí. Að sögn Sveins Sveinssonar verts á Kaffi Norðurfirði,segir það hafa fokið tíu til fimmtán metra í átt að hlöðunni. Sem betur fer var enginn í hjólhýsinu þegar það fauk. Ekki er vitað hvað hjólhýsið hafi skemmst mikið. Myndirnar tók Sveinn Sveinsson.