Frá kvennahlaupi 2012.
Trjónubolti.
Fréttatilkynning frá Sauðfjársetrinu:
Sauðfjársetur á Ströndum heldur sína árlegu Furðuleika sunnudaginn 29. júní og hefjast þeir kl. 13:00. Leikarnir fara fram á Sævangsvelli við Steingrímsfjörð og eru lokapunkturinn á bæjarhátíðinni Hamingjudögum á Hólmavík, en þetta er í ellefta skipti sem Furðuleikarnir fara fram. Á Furðuleikum er keppt í ýmsum skringilegum íþróttagreinum sem eiga það sameiginlegt að vera afbragðs skemmtun og hafa ekki hafa hlotið viðurkenningu Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Meðal þess sem fólk getur prófað á Furðuleikum er t.d. öskurkeppni, kvennahlaupi (þar sem karlarnir hlaupa um þrautabraut með konur sínar á bakinu), ruslatínsla, girðingastaurakast, farsímakast og fleira. Þá má einnig nefna sýningargreinina trjónufótbolta sem hefur notið gífurlegra vinsælda undanfarin ár.
Í kaffistofu Sauðfjársetursins verður geysilega veglegt hlaðborð á boðstólum að vanda.
Meira