Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 30. júní til 07. júlí 2014.
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í liðinni viku og var um minniháttar óhapp að ræða, litlar skemmdir á ökutæki og ekki slys á fólki. Við húsleit í húsi á Ísafirði var lagt hald á talsvert magn landa í liðinni viku. Í gær, sunnudag varð minniháttar flugóhapp í Fljótavík á Ströndum, þar hlekkist lítilli flugvél á í lendingu, ekki varð slys á fólki, en einhverjar skemmdir á vélinni og hún ekki flughæf. Varðskip var statt á Ísafirði og flutti hún lögreglu og aðila frá Rannsóknarnefnd Samgönguslysa á vettvang vegna rannsókanarvinnu.
Skemmtanahald fór nokkuð vel fram um helgina og án teljandi afskipta lögreglu.Meira