Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. júlí 2014

Úthlutun Menningarráðs Vestfjarða 2014.

Að þessu sinni voru samtals 35,2 milljónir til úthlutunar til margvíslegra menningarverkefna.
Að þessu sinni voru samtals 35,2 milljónir til úthlutunar til margvíslegra menningarverkefna.

Menningarráð Vestfjarða hefur nú lokið við að fara yfir umsóknir um styrki vegna ársins 2014 og stjórn Fjórðungssambands Vestfjarða staðfest tillögu ráðsins um úthlutun. Að þessu sinni voru samtals 35,2 milljónir til úthlutunar til margvíslegra menningarverkefna og uppbyggingar víða um Vestfirði. Umsóknir voru fjölbreyttar og mörg verkefni afar áhugaverð. Menningarráð vill óska styrkhöfum til hamingju með framlögin og umsækjendum öllum góðs gengis við vinnu að sínum verkefnum. Listi um framlög er birtur hér að neðan.
Stofn og rekstrarstyrkir:
Alls voru teknar fyrir 20 umsóknir í flokknum stofn- og rekstrarstyrkir. Fjárhagsáætlun þessara umsækjanda hljóðaði samtals upp á tæpar 121 milljón og beðið var um stuðning að upphæð tæpar 36 milljónir. Samþykkt var að veita 12 aðilum stofn- og rekstrarstyrki að upphæð á bilinu


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. júlí 2014

Könnun á viðhorfum íbúa á Vestfjörðum, 2013.

Drangaskörð.
Drangaskörð.

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (Atvest) hefur nú birt niðurstöður viðhorfskönnunar sem tekin var á meðal íbúa á Vestfjörðum síðla árs 2013. Könnunin var unnin fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga með tilstyrk Sóknaráætlunar landshluta. Almennt er niðurstaða könnunarinnar að íbúar á Vestfjörðum hafa jákvætt viðhorf til sinna samfélaga, náttúru og atvinnulífs, en eru ósáttir við hæga uppbyggingu innviða. Ætlun er að gera sambærilegar kannanir með reglubundnum hætti sem lið í eftirfylgni með byggðaþróun á Vestfjörðum. Send var netkönnun á netföng 486 manns á öllum Vestfjörðum, 18 ára og eldri, valdir úr gagnagrunni Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Markmið með íbúakönnuninni var að kanna hagi og afstöðu í búa til ýmissa þátta sem geta haft áhrif á Vestfirska hagkerfið. Samhliða íbúakönnuninni var unnið að greiningum á atvinnulífi og öðrum hagrænum þáttum. Í vinnunni hafa komið fram vísbendingar um að Vestfirskt atvinnulíf hafi átt undir högg að sækja á undanförnum árum en horfir nú til bjartari tíma. Með þessari greiningarvinnu er vonin sú að það til verði aukin þekking á aðstæðum í samfélagi og atvinnulífi á Vestfjörðum sem leiði til nákvæmari og upplýstari umræðu, jafnframt er niðurstöðurnar mikilvægt innlegg inn í umræður og vinnu við að skilgreina lausnir við þann byggðavanda sem hefur verið viðvarandi á svæðinu.

Úrtakið var 486 netföng í öllum sveitarfélögum og byggðarkjörnum innan Vestfjarða.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. júlí 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 14. til 21. júlí 2014.

Bíll valt í Árneshreppi á Ströndum.
Bíll valt í Árneshreppi á Ströndum.

Í vikunni voru 5 ökumenn kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða á Vestfjörðum. Sá sem hraðast ók var mældur á 107 km hraða þar sem hámarkshraði er 60 km m.v. klst. Höfð voru afskipti af einum ökumanni sem ekki hafði ökuréttindi til aksturs þeirrar bifreiðar er hann ók. Um var að ræða ungan ökumann sem hefur ekki réttindi til að aka bifreið með leyfðum heildarþunga sem nemur 3500 kg. Rétt er að minna ökumenn sem hafa nýlega öðlast almenn ökuréttindi á þessar takmarkanir. Kl.04:23 aðfaranótt fimmtudagsins 17. júlí urðu lögreglumenn í eftirlitsferð varir við að gestir sætu að áfengisdrykkju á veitingastað sem staðsettur er á norðanverðum Vestfjörðum. Viðeigandi afskipti voru höfð af rekstraraðila staðarins.

Skömmu eftir miðnættið, aðfaranótt laugardagsins 19. júlí sl.
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 19. júlí 2014

Krossnessundlaug 60.ára.

Krossnessundlaug er mjög vinsæl af ferðamönnum.
Krossnessundlaug er mjög vinsæl af ferðamönnum.

Sundlaugin á Krossnesi í Árneshreppi er með vinsælli sundlaugum landsins. Í dag verður haldið upp á 60.ára afmæli laugarinnar með veglegri dagskrá. Laugin er eitt aðal aðdráttarafl sveitarinnar. Nánast allir sem koma í Árneshrepp demba sér í laugin. Það koma útlendingar eingöngu til að fara í laugina og svo fara þeir aftur. Ungmennafélagið og Árneshreppur stóðu fyrir byggingu laugarinnar árið 1954 og heita vatnið færi laugin úr landi Krossness.

Krossnessundlaug liggur í fjöruborðinu í svonefndri Laugavík. Aðsókn


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 17. júlí 2014

Sumarlokun á hreppsskrifsofunni.

Eva oddviti á hreppsskrifstofunni.
Eva oddviti á hreppsskrifstofunni.

Tilkynning frá oddvita Árneshrepps: Skrifstofa Árneshrepps verður lokuð vegna sumarleyfis frá 18.júlí til 5.ágúst nk.  Ég mun sinna öllum tilfallandi erindum sem þörf krefur. Það er alltaf hægt að ná í mig í síma hreppsins. 451-4001, heimasíma mínum 451-4037 og í s. 847-2819.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. júlí 2014

Gengur illa með heyskap.

Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík sló um 5.hektara 9.júlí. Það hey liggur enn.
Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík sló um 5.hektara 9.júlí. Það hey liggur enn.

Það gengur illa með heyskap hjá bændum í Árneshreppi. Eins og allir vita var mikil vætutíð í byrjun þessa mánaðar og alltaf einhver úrkoma á hverjum degi og eða þokuloft. Bændur ætluðu að byrja heyskap að fullu nú í byrjun mánaðar,því gras er úr sér sprottið og farið að falla,nokkrir slógu smávegis í síðustu viku,og sumir náðu hálfblautu heyi í rúllur. Sem dæmi má nefna að Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík,sló um fimm hektara á miðvikudaginn 9.júlí,og það hey liggur enn. Það lítur helst út fyrir að eitthvað rætist úr með þurrt veður um næstkomandi helgi. Kannski verður að fara eftir almanakinu,en samkvæmt því byrja heyannir 27.júlí.

Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. júlí 2014

Myndbönd af aurskriðunni í gær.

Myndbönd af skriðuföllunum í Árnesfjalli sem Indriði Freyr Indriðason tók í gær og lét vefnum í té. Kona Indriða er ættuð frá Víganesi hér í sveit og þau dvelja þar einmitt þessa dagana,og komust ekki lönd hné strönd í Hvalvíkinni í gær frekar en aðrir. Vefurinn


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. júlí 2014

Búið að opna veginn í Hvalvík.

Kristján Guðmundsson að opna veginn í Hvalvík.
Kristján Guðmundsson að opna veginn í Hvalvík.
1 af 9

Vegagerðin opnaði veginn í Hvalvík um sexleitið í dag þar sem skriða féll á veginn í dag. Verið er að hreinsa skriðuna af veginum og eins verður hreinsað upp í ræsi fyrir ofan veginn,en það er mikil vinna. Bændur á Melum segja mikla landsslagsbreytingu hafa orðið eftir þessi skriðuföll úr Árnesfjallinu fyrir ofan Hvalvík,bæði frá bæjum frá Melum að sjá og annarsstaðar. Eftir að Sverrir Guðbrandsson vegaverkstjóri og fréttamaður litlahjalla og fleiri,fóru að skoða í sjónauka upp skriðurnar í fjallinu,sést greinilega klakastykki í grjóti og skriðunum,þannig að skriðuföllin hafa getað byrjað vegna að klaki hafi sprengt allt fram.

Fleiri myndir


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. júlí 2014

Mikil aurskriða féll úr Árnesfjalli.

Mikið rykský myndaðist í fyrstu skriðunni.
Mikið rykský myndaðist í fyrstu skriðunni.
1 af 3

Á öðrum tímanum í dag féll gífurleg aurskriða úr Árnesfjalli norðanmegin niður í svonefnda Hvalvík. Björn Torfason bóndi á Melum segist hafa séð steina byrja að hrinja úr fjallinu fyrir hádegið í dag,svo á öðrum tímanum hafi bara allt farið á stað,engu líkara en fjallið hafi hreint og beint sprungið. Björn segir enn fremur hafa séð sex kindur í grasgeira fyrir neðan þar sem skriðurar féllu en ekkert sest til þeirra eftir það. Skriðurnar náðu niðrá veg í Hvalvíkinni en ekki í sjó fram. Talsverð skál er þarna upp í fjallinu sem gæti hafa verið full af vatni eftir rigningarnar undanfarna daga,


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. júlí 2014

Sagnakvöld á Eyri.

Myndin var tekin 2012 þegar systurnar settu upp sögu gömlu verksmiðjunnar á Eyri við Ingólfsfjörð.
Myndin var tekin 2012 þegar systurnar settu upp sögu gömlu verksmiðjunnar á Eyri við Ingólfsfjörð.

Sagnakvöld verður haldið á Eyri í Ólafsbragganum fimmtudaginn 17. júlí kl.20.30. Í Árneshreppi hefur verið löng hefð fyrir því að segja sögur. Margir sagnaþulir munu  stíga á stokk 17. júlí, heimamenn og brottfluttir,allir þekktir fyrir sagnalist. Allir eru velkomnir.


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Jón Guðbjörn Guðjónsson 60. ára
  • Séð til Bergistanga og hafís,Reykjaneshyrna í baksýn.
  • Fyrsta hollið komið út á sjó.
  • Komið með kaðal í land til að toga í flotann úr vörinni í Litlu-Ávík.
Vefumsjón