Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 6. ágúst 2014 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 28.júlí til 4.ágúst.

Fíkniefnahundurinn Tindur sinnti sínum skyldum vel um helgina.
Fíkniefnahundurinn Tindur sinnti sínum skyldum vel um helgina.

Að kveldi 28. júlí sl. varð eldur laus í einbýlishúsi á Patreksfirði. Slökkviliði Vesturbyggðar tókst að slökkva eldinn áður en húsið yrði hans að bráð. Rannsóknarlögreglumaður í lögreglunni á Vestfjörðum ásamt tveimur starfsmönnum tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu önnuðust vettvangsrannsókn. Rannsókn á tildrögum eldsins stendur enn yfir. Fólk var í húsinu en því varð ekki meint af og komust út í tíma enda gerði reykskynjari þeim viðvart. Í liðinni viku voru 39 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu. Sá sem hraðast ók mældist á 124 km hraða. Flest þessi tilvik voru í Ísafjarðardjúpi. 

Athyglisvert var að sami ökumaður var kærður tvisvar sinnum fyrir of hraðan akstur,með um einnar klukkustundar millibili. Í fyrra sinnið var hraði bifreiðar ökumannsins mældur 112 í Vatnsfirði í Ísafjarðardjúpi,þar sem leyfilegt er að aka á  90 km hraða. Í seinna skiptið var ökumaðurinn stöðvaður í Staðardal og mældist hraði bifreiðar hans þá einnig 112 km m.v. klst.  Þetta var síðdegis í firradag (4. ágúst). Þetta ferðalag ökumannsins er kostnaðarsamt því sekt við slíku broti nemur 30.000 kr.,eða samtals 60.000.- kr vegna þessara tveggja brota.

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Það var á tímabilinu 31. júlí til 2 ágúst,í öllum tilvikum í Skutulsfirði.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Í báðum tilvikum í Skutulsfirði þann 3. ágúst.

Lögreglan hafði afskipti af 6 aðilum sem reyndust vera með fíkniefni í fórum sínum. Ætla má að í einu þessara tilvika hafi verið um að ræða efni sem ætluð voru til dreifingar.

Tilkynnt var um 7 umferðaróhöpp í liðinni viku,í öllu umdæminu. Engin alvarleg slys hlutust af þessum óhöppum.

Að morgni 1. ágúst var tilkynnt um ferðamann sem hafði misst yfir sig heitt vatn í Grunnavík.  Björgunarsveitarmenn frá Ísafirði fóru manninum til bjargar á björgunarbátnum Gunnari Friðrikssyni. Samferðafólk mannsins í Grunnavík hafði veitt manninum aðhlynningu. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði.

Aðfaranótt 2. ágúst, um kl.03:37 var lögreglu tilkynnt um slagsmál við veitingastað á Ísafirði.  Átökin voru afstaðin þegar lögreglu bar að. Tveir menn höfðu tekist á án þess að meiðsl hafi hlotist af. Um klukkustund síðar var tilkynnt um slagsmál ekki langt frá. Þau leystust einnig án meiðsla.

Aðfaranótt 2. ágúst voru tveir menn handteknir í miðbæ Ísafjarðar,mjög ölvaðir og æstir. Þeir fóru ekki að fyrirmælum lögreglu og voru því vistaðir í fangaklefa og víman látin renna af þeim áður en þeim var hleypt út.

Þann 3. ágúst var ökumaður kærður fyrir að aka öfugt um hringtorg á Ísafirði. Ökumaðurinn, sem ók hratt og ó gætilega,virðist hafa gert þetta til að sleppa við umferðartafir. Hann má búast við sekt vegna þessa háttarlags.

Að kveldi 3. ágúst barst hjálparbeiðni frá göngumanni sem hafði hrasað í Ystu hvilft í Súgandafirði.  Talið var að hann hafi fótbrotnað og sóttu björgunarsveitarmenn viðkomandi sem var flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði.

Um kl.19:00 í firradag (mánudaginn 4. ágúst) var tilkynnt um þrjá kajakræðara sem hefðu lent í vandræðum í Ingólfsfirði á Ströndum. Allir höfðu þeir fallið útbyrðis en tveir þeirra komist að landi en sá þriðji barst með hafstraum frá landi. Íbúi, sem séð hafði til kajakræðaranna,sigldi á báti sínum til mannsins og bjargaði honum og flutti í land. Kajakræðarinn var orðinn kaldur og þrekaður þegar björgin barst.  Björgunarsveitarfólk á svæðinu,læknir,neyðarflutningamenn frá Hólmavík og lögregla komu að málinu. Manninum varð ekki meint af volkinu.

Lögreglan á Vestfjörðum var með aukinn viðbúnað vegna þess fjölda sem sótti Vestfirði heim.  Umferðareftirlit var aukið og telur lögreglan að það hafi átt sinn þátt í því að engin teljandi umferðaróhöpp urðu. Þá var fíkniefnahundur lögreglunnar á Vestfjörðum,Tindur,að sinna sínum verkum vel. Mótshaldarar "mýrarboltans",gæslufólk,starfsmenn veitingastaða,umsjónarmenn tjaldstæða og aðrir sem að samkomunni komu stóðu sig vel.

Mótshald og öll umgjörð í Tungudal,þar sem fram fór um helgina Evrópumeistarakeppni í mýrarbolta,var góð. Þó skyggði á að tvö keppnislið kveiktu á blysum og skutu flugeldum á loft, að því er virðist í þeim tilgangi að vekja athygli á sér. Eins og allir vita er stranglega bannað  að nota blys og flugelda á þessum árstíma. Dæmin hafa sannað að eldur getur auðveldlega kviknað í gróðri og þurrum rótum,undir grassverði. Mikið er í húfi enda Tungudalur ein af perlum Skutulsfjarðar. Lögregla og slökkvilið líta þetta athæfi alvarlegum augum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Jón Guðbjörn les af hitamælum.
  • Bakdyr SA hlið.18-12-2008.
  • Drangajökull séð frá Litlu-Ávík.05-02-2008.
  • Borgarísjaki vestan við Sælusker, 19-06-2018.
Vefumsjón