Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. ágúst 2014
Prenta
Hvalurinn er búrhvalur.
Ævar Peterssen dýrafræðingur hefur nú skoðað myndir af hvalnum sem rak í gær í Skarðsvík í Finnbogastaðalandi. Hann segist ekki sjá betur en þetta sé búrhvalur og sé tarfur,miðað við stærð dýrsins og lögun á bægslinu. Þetta er stærsti tannhvalurinn og mikil eftirspurn er eftir tönnunum,segir hann enn fremur,og hafa komið upp lögreglumál þegar menn hafa laumast til að saga neðri kjálkann af og hafa með sér á brott. Er því eins gott að eigendur hvalsins sem eru bændurnir á Finnbogastöðum drífi sig í að ná tönnunum úr hvalnum,áður en þeim er stolið. Reðasafnið í Reykjavík er búið að biðja um reðinn af hvalnum.