Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. ágúst 2014
Prenta
Framkvæmdir á þaki gömlu síldarverksmiðjunnar.
Allmiklar framkvæmdir hafa verið í sumar á þaki gömlu síldarverksmiðjunnar í Djúpavík. Tjörudúkur er bræddur á þakið í lögum. Og þegar upp er staðið verður um 6-8 mm þykkt lag af vatnsheldu efni komið á þakið. Í gamla daga var þakið bikað (eða tjargað) annað hvert ár, þannig það má segja að þetta er nútímaleg leið við að gera það sem þeir gerðu í gamla daga. Víða má sjá enn leifar af gamla tjörulaginu. Húsið verður 80 ára á næsta ári og ber það aldurinn ótrúlega vel. Ef þessir 550 fermetrar klárast í ár er stærsti áfanginn eftir en það er þakið sem snýr til norðurs og það er um 1200 fm. Héðinn Ásbjörnsson og félagar hafa verið að vinna verkið.