Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. ágúst 2014 Prenta

Framkvæmdir á þaki gömlu síldarverksmiðjunnar.

Síldarverksmiðjan í Djúpavík.Mynd Hótel Djúpavík.
Síldarverksmiðjan í Djúpavík.Mynd Hótel Djúpavík.
1 af 2

Allmiklar framkvæmdir hafa verið í sumar á þaki gömlu síldarverksmiðjunnar í Djúpavík. Tjörudúkur  er bræddur á þakið í lögum. Og þegar upp er staðið verður um 6-8 mm þykkt lag af vatnsheldu efni komið á þakið. Í gamla daga var þakið bikað (eða tjargað) annað hvert ár, þannig það má segja að þetta er nútímaleg leið við að gera það sem þeir gerðu í gamla daga. Víða má sjá enn leifar af gamla tjörulaginu. Húsið verður 80 ára á næsta ári og ber það aldurinn ótrúlega vel.  Ef þessir 550 fermetrar klárast í ár er stærsti áfanginn eftir en það er þakið sem snýr til norðurs og það er um 1200 fm. Héðinn Ásbjörnsson og félagar hafa verið að vinna verkið.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Björn og Gunnsteinn.
  • Í Trékyllisvík 15-03-2005.
  • Úlfar og Gulli fara á slöngubátnum út í Agnesi að ná í dráttartóg.
  • Mikið dregið í einu,þarf að skipta þessu í þrjár ferðir.
  • Söngur.
Vefumsjón