Mikið jarðfall varð úr Árnesfjalli að norðanverðu Mela megin fimmtudaginn 10.
Miklir vatnavextir urðu í byrjun mánaðar. Bjarnafjarðaráin varð eitt stórt fljót.
Heyskapur gekk illa hjá bændum,og hey náðust mjög blaut,en mikil spretta var.
Mánuðurinn byrjaði með hægri suðlægri vindátt,en gekk síðan í norðlægar vindáttir,allhvassar,með mikilli úrkomu fram til sjötta. Hægari vindur af austri og síðan suðri,með minni úrkoma eftir það fram til ellefta. Þá gekk í ákveðna norðanátt aftur með talsverðri úrkomu fram til 16. Loks gerði suðvestanátt þann 17 sem stóð þann dag. Enn og aftur gerði hafáttir í fimm daga með vætutíð. 23 og 24 voru suðlægar vindáttir,með einhverri úrkomu. Frá 26.og út mánuðinn voru hafáttir enn á ný með úrkomu,en þurru veðri tvo síðustu daga mánaðarins.
Miklir vatnavextir voru í byrjun mánaðar,nokkrar vegaskemmdir urðu á vegum á norðanverðum Ströndum. Vegur fór í sundur við brúna yfir Selá í Steingrímsfirði og talsvert um aurspýjur niður á vegi norður í Árneshrepp.
Mikið jarðfall varð úr Árnesfjalli að norðanverðu( Mela megin)fimmtudaginn 10. Mikil spilda fór niður og náði niður á veg í svonefndri Hvalvík og lokaði veginum í um 4 til 5 tíma,þegar talið var óhætt að opna. Skírsla hefur verið send ofanflóðadeild Veðurstofu Íslands og myndir um þann atburð.
Illa
Meira