Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. ágúst 2014

Hvalurinn er búrhvalur.

Hvalurinn er búrhvalur.
Hvalurinn er búrhvalur.
1 af 3

Ævar Peterssen dýrafræðingur hefur nú skoðað myndir af hvalnum sem rak í gær í Skarðsvík í Finnbogastaðalandi. Hann segist ekki sjá betur en þetta sé búrhvalur og sé tarfur,miðað við stærð dýrsins og lögun á bægslinu. Þetta er stærsti tannhvalurinn og mikil eftirspurn er eftir tönnunum,segir hann enn fremur,og hafa komið upp lögreglumál þegar menn hafa laumast til að saga neðri kjálkann af og hafa með sér á brott. Er því


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. ágúst 2014

Kjakræðarar hætt komnir.

Munaðarnes.
Munaðarnes.

Í kvöld voru þrír menn á kajakjökum hætt komnir útaf Munaðarnesi hér í Árneshreppi í kvöld. Þeir voru að koma úr Ingólfsfirði og voru að fara fyrir landið við Munaðarnes og lentu í ölduróti. Það sást til þeirra úr landi og gat Birgir Guðmundsson sem var staðsettur í Munaðarnesi farið á bátkænu út til eins þeirra sem hékk þá í bátnum við skerjaklasann og kom honum í land illa hröktum. Hinir tveir komust í land í svokölluðu landi


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 4. ágúst 2014

Hval rak að landi.

Hvalurinn í Skarðsvíkinni.
Hvalurinn í Skarðsvíkinni.
1 af 2

Allstóran hval hefur rekið inn í svonefnda Skarðsvík í Finnbogastaðalandi í Trékyllisvík í Árneshreppi. Ekki er vitað hvaða tegund af hval þetta er en hann gæti verið um tólf til fimmtán metra langur.


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 3. ágúst 2014

Bjarga manni úr sjálfheldu.

Frá Norðurfirði.
Frá Norðurfirði.

Björg­un­ar­sveit­ir frá Hólma­vík, Drangs­nesi og úr Árnes­hreppi eru nú að sækja mann sem er í sjálf­heldu í hlíðinni fyr­ir ofan tjaldsvæðið í Norðurf­irði. Ekk­ert amar að mann­in­um að sögn Land­helg­is­gæsl­unn­ar er hann bíður eft­ir björg­un í ágætis­veðri.

Nokkra línu­vinnu þarf til að kom­ast að mann­in­um og koma


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. ágúst 2014

Veðrið í Júlí 2014.

Mikið jarðfall varð úr Árnesfjalli að norðanverðu Mela megin fimmtudaginn 10.
Mikið jarðfall varð úr Árnesfjalli að norðanverðu Mela megin fimmtudaginn 10.
1 af 3

Mánuðurinn byrjaði með hægri suðlægri vindátt,en gekk síðan í norðlægar vindáttir,allhvassar,með mikilli úrkomu fram til sjötta. Hægari vindur af austri og síðan suðri,með minni úrkoma eftir það fram til ellefta. Þá gekk í ákveðna norðanátt aftur með talsverðri úrkomu fram til 16. Loks gerði suðvestanátt þann 17 sem stóð þann dag. Enn og aftur gerði hafáttir í fimm daga með vætutíð. 23 og 24 voru suðlægar vindáttir,með einhverri úrkomu. Frá 26.og út mánuðinn voru hafáttir enn á ný með úrkomu,en þurru veðri tvo síðustu daga mánaðarins.

Miklir vatnavextir voru í byrjun mánaðar,nokkrar vegaskemmdir urðu á vegum á norðanverðum Ströndum. Vegur fór í sundur við brúna yfir Selá í Steingrímsfirði og talsvert um aurspýjur niður á vegi norður í Árneshrepp.

Mikið jarðfall varð úr Árnesfjalli að norðanverðu( Mela megin)fimmtudaginn 10. Mikil spilda fór niður og náði niður á veg í svonefndri Hvalvík og lokaði veginum í um 4 til 5 tíma,þegar talið var óhætt að opna. Skírsla hefur verið send ofanflóðadeild Veðurstofu Íslands og myndir um þann atburð.
 Illa 


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 30. júlí 2014

Sveitaball og Mýrarbolti 2. Ágúst.

Mýrarboltinn þótti mjög vinsæll í fyrra.
Mýrarboltinn þótti mjög vinsæll í fyrra.
1 af 2

Laugardaginn 2. ágúst verður nóg um að vera í Árneshreppi, Leifur heppni heldur Mýrarboltamót á Melum kl 13.00 þar sem ungir sem aldnir geta skellt sér í forina og haft gaman af. Skráning og nánari upplýsingar eru í síma 4514015 og 8218798. Heitt kakó og kleinur verða til sölu auk smá sjoppu (engin posi).

Um kvöldið er síðan hið árlega sveitaball þar sem hljómsveitin Blek og byttur leika fyrir dansi fram á nótt. Þetta er fimmta Verslunarmannahelgin sem hljómsveitin tryllir sveitalýðinn og hefst dansleikurinn kl 23.00 og er 18 ára aldurstakmark.  


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 29. júlí 2014

Skrall fyrir ball.

Karl Hallgrímsson mun halda uppi fjörinu á Kaffi Norðurfirði föstudagskvöldið 1.ágúst.
Karl Hallgrímsson mun halda uppi fjörinu á Kaffi Norðurfirði föstudagskvöldið 1.ágúst.
1 af 2

Á föstudaginn 1. ágúst verður Skrall fyrir ball í Kaffi Norðurfirði eins og um síðustu verslunarmannahelgi. Karl Hallgrímsson úr Blek og Byttum verður með tónleika sem hefjast kl:21.00. Að loknum tónleikunum mun hann spila vinsæl lög af fingrum fram og halda uppi stuði fram á nótt. Aðgangur er aðeins 1000 kr. Heimafólk og ferðafólk er hvatt til að mæta. Einnig skal mynt á hinn rómaða mat sem er á boðstólum í Kaffi Norðurfirði,og svo verður barinn að sjálfsögðu opinn. Það


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. júlí 2014

Úthlutun Menningarráðs Vestfjarða 2014.

Að þessu sinni voru samtals 35,2 milljónir til úthlutunar til margvíslegra menningarverkefna.
Að þessu sinni voru samtals 35,2 milljónir til úthlutunar til margvíslegra menningarverkefna.

Menningarráð Vestfjarða hefur nú lokið við að fara yfir umsóknir um styrki vegna ársins 2014 og stjórn Fjórðungssambands Vestfjarða staðfest tillögu ráðsins um úthlutun. Að þessu sinni voru samtals 35,2 milljónir til úthlutunar til margvíslegra menningarverkefna og uppbyggingar víða um Vestfirði. Umsóknir voru fjölbreyttar og mörg verkefni afar áhugaverð. Menningarráð vill óska styrkhöfum til hamingju með framlögin og umsækjendum öllum góðs gengis við vinnu að sínum verkefnum. Listi um framlög er birtur hér að neðan.
Stofn og rekstrarstyrkir:
Alls voru teknar fyrir 20 umsóknir í flokknum stofn- og rekstrarstyrkir. Fjárhagsáætlun þessara umsækjanda hljóðaði samtals upp á tæpar 121 milljón og beðið var um stuðning að upphæð tæpar 36 milljónir. Samþykkt var að veita 12 aðilum stofn- og rekstrarstyrki að upphæð á bilinu


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. júlí 2014

Könnun á viðhorfum íbúa á Vestfjörðum, 2013.

Drangaskörð.
Drangaskörð.

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (Atvest) hefur nú birt niðurstöður viðhorfskönnunar sem tekin var á meðal íbúa á Vestfjörðum síðla árs 2013. Könnunin var unnin fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga með tilstyrk Sóknaráætlunar landshluta. Almennt er niðurstaða könnunarinnar að íbúar á Vestfjörðum hafa jákvætt viðhorf til sinna samfélaga, náttúru og atvinnulífs, en eru ósáttir við hæga uppbyggingu innviða. Ætlun er að gera sambærilegar kannanir með reglubundnum hætti sem lið í eftirfylgni með byggðaþróun á Vestfjörðum. Send var netkönnun á netföng 486 manns á öllum Vestfjörðum, 18 ára og eldri, valdir úr gagnagrunni Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Markmið með íbúakönnuninni var að kanna hagi og afstöðu í búa til ýmissa þátta sem geta haft áhrif á Vestfirska hagkerfið. Samhliða íbúakönnuninni var unnið að greiningum á atvinnulífi og öðrum hagrænum þáttum. Í vinnunni hafa komið fram vísbendingar um að Vestfirskt atvinnulíf hafi átt undir högg að sækja á undanförnum árum en horfir nú til bjartari tíma. Með þessari greiningarvinnu er vonin sú að það til verði aukin þekking á aðstæðum í samfélagi og atvinnulífi á Vestfjörðum sem leiði til nákvæmari og upplýstari umræðu, jafnframt er niðurstöðurnar mikilvægt innlegg inn í umræður og vinnu við að skilgreina lausnir við þann byggðavanda sem hefur verið viðvarandi á svæðinu.

Úrtakið var 486 netföng í öllum sveitarfélögum og byggðarkjörnum innan Vestfjarða.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. júlí 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 14. til 21. júlí 2014.

Bíll valt í Árneshreppi á Ströndum.
Bíll valt í Árneshreppi á Ströndum.

Í vikunni voru 5 ökumenn kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða á Vestfjörðum. Sá sem hraðast ók var mældur á 107 km hraða þar sem hámarkshraði er 60 km m.v. klst. Höfð voru afskipti af einum ökumanni sem ekki hafði ökuréttindi til aksturs þeirrar bifreiðar er hann ók. Um var að ræða ungan ökumann sem hefur ekki réttindi til að aka bifreið með leyfðum heildarþunga sem nemur 3500 kg. Rétt er að minna ökumenn sem hafa nýlega öðlast almenn ökuréttindi á þessar takmarkanir. Kl.04:23 aðfaranótt fimmtudagsins 17. júlí urðu lögreglumenn í eftirlitsferð varir við að gestir sætu að áfengisdrykkju á veitingastað sem staðsettur er á norðanverðum Vestfjörðum. Viðeigandi afskipti voru höfð af rekstraraðila staðarins.

Skömmu eftir miðnættið, aðfaranótt laugardagsins 19. júlí sl.
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Hafísfrétt frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Lítill borgarísjaki er um 10 KM NNA af stöðinni, eða 6 KM austur af Sæluskeri.
  • 29-12-2010.Borgarísjakinn Jóli ca 8km A af Reykjaneshyrnu.Myndin tekin á Reykjanesi.
  • Rotþró var sett niður á laugardaginn 08-11-08.Þá snjólaust.Mynd tekin 11-11-08.
  • Sement sett í.06-09-08.
  • Lítill ísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu.17-01-2010.
Vefumsjón