Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 28.júlí til 4.ágúst.
Að kveldi 28. júlí sl. varð eldur laus í einbýlishúsi á Patreksfirði. Slökkviliði Vesturbyggðar tókst að slökkva eldinn áður en húsið yrði hans að bráð. Rannsóknarlögreglumaður í lögreglunni á Vestfjörðum ásamt tveimur starfsmönnum tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu önnuðust vettvangsrannsókn. Rannsókn á tildrögum eldsins stendur enn yfir. Fólk var í húsinu en því varð ekki meint af og komust út í tíma enda gerði reykskynjari þeim viðvart. Í liðinni viku voru 39 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu. Sá sem hraðast ók mældist á 124 km hraða. Flest þessi tilvik voru í Ísafjarðardjúpi.
Athyglisvert var að sami ökumaður var kærður tvisvar sinnum fyrir of hraðan akstur,með um einnar klukkustundar millibili. Í fyrra sinnið var hraði bifreiðar ökumannsins mældur 112 í Vatnsfirði í Ísafjarðardjúpi,þar sem leyfilegt er að aka á 90 km hraða. Í seinna skiptið var ökumaðurinn stöðvaður í Staðardal og mældist hraði bifreiðar hans þá einnig 112 km m.v. klst. Þetta var síðdegis í firradag (4. ágúst). Þetta ferðalag ökumannsins er kostnaðarsamt því sekt við slíku broti nemur 30.000 kr.,eða samtals 60.000.- kr vegna þessara tveggja brota.
Þrír ökumenn voru kærðir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.Meira