Vandmál hefur verið með útibústjóra KSH.
Mikið vandamál hefur verið frá því í firrahaust með útibústjóra við útbú Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði. Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir hætti 31.október 2013,en hún hafði gengt starfinu frá 1.maí 2009. Þá tók Margrét Jónsdóttir við starfinu enn á ný,en var búin að vera verslunastjóri þar áður í fleiri ár áður,en var núna fram í miðjan apríl 2014. Eftir það sendi Kaupfélag Steingrímsfjarðar mann norður sem var að flytja til Hólmavíkur frá Kópaskeri,þaulvanan verslunarmann,og ætlaði vinna hjá Hólmadrangi á Hólmavík. En Ágúst Þormar Jónsson var útibústjóri á Norðurfirði frá um miðjan apríl fram til 10.júní þegar hann hóf störf hjá Hólmadrangi.
Þann 10.júní kom Birna Melsted úr Reykjavík og hefur hún verið verslunarstjóri á Norðurfirði í sumar,en nú er hún á förum aftur um næstu mánaðamót ágúst- september. Sonur hennar Viktor Hjörvarsson hefur verið í búðinni með móður sinni þar til hann þurfti að fara í framhaldsskóla fyrir sunnan um miðjan mánuðinn. Þannig að Birna hefur því séð um verslunina í tæpa þrjá mánuði. Fólk hér í Árneshreppi á eftir að sagna hennar í versluninni.
Þannig að það eru búnir að vera þrír verslunarstjórar við verslunina á Norðurfirði frá í fyrra haust og fjórði verslunarstjórinn byrjar þann 1.september. Þetta sínir það að slæmt er að fá fólk sem vill ílengjast hér í þessari fögru sveit.