Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. september 2014

Bændur í heimasmölunum.

Fé rekið inn á Finnbogastöðum 2 september í lemjandi rigningu.
Fé rekið inn á Finnbogastöðum 2 september í lemjandi rigningu.

Bændur eru byrjaðir að smala heimalönd sín og verða það næstu daga. Þetta er svona á svipuðum tíma og í fyrra. Smalamenn virðast ætla að fá úrkomusamt veður allavega þessa vikuna,nema í dag. Fyrsta lögskipuð leit er á norðursvæðinu,Ófeigsfjarðarsvæðið,sem er tveggja daga leit og réttað þá


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. september 2014

Veðrið í Ágúst 2014.

Oft var gott veður í mánuðinum til útivistar. Mynd Olga Z.
Oft var gott veður í mánuðinum til útivistar. Mynd Olga Z.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hafáttum sem stóðu fram til 13. og var þurrt og ágætt veður um verslunarmannahelgina eða fyrstu fimm daga mánaðar. Þá gerði loks suðvestanátt í einn dag. Þann 15.gekk aftur í norðlægar vindáttir með rigningu,sem stóð aðeins í tvo daga. Frá 17.til 21.voru breytilegar vindáttir,hægviðri og mikið til þurru veðri. Þann 22,gekk í suðlægar vindáttir með úrkomu litlu veðri og hlýindum,sem stóð til 27. Síðan

 


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. september 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 25. ágúst til 1. september 2014.

Frá slysstað í Reykjarfirði.
Frá slysstað í Reykjarfirði.

Fjórir ökumenn voru tekni fyrir of hraðan akstur í liðinni viku í og við Ísafjarðarbæ. Þá voru fjögur umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu. Minniháttar óhapp í Hestfirði s.l. sunnudag 24. ágúst,ekki slys á fólki. Mánudaginn 25.Bílvelta á Örlygshafnarvegi,ekki slys á fólki bifreiðin óökuhæf,flutt af vettvangi með krana. Þriðjudaginn 26. ágúst varð óhapp á Strandavegi í Djúpavík,þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt,fjórir voru í bílnum og sluppu án teljandi meiðsla,þeir voru skoðaðir af lækni á vettvangi. Bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana. Þá var tilkynnt um bílveltu á þjóðvegi nr. 61,Djúpvegi við Ennisháls,einhverjar skemmdir á bifreiðinni,en hún ökuhæf.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 29. ágúst 2014

Vandmál hefur verið með útibústjóra KSH.

Kaupfélagið Norðurfirði.
Kaupfélagið Norðurfirði.
1 af 5

Mikið vandamál hefur verið frá því í firrahaust með útibústjóra við útbú Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði. Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir hætti 31.október 2013,en hún hafði gengt starfinu frá 1.maí 2009. Þá tók Margrét Jónsdóttir við starfinu enn á ný,en var búin að vera verslunastjóri þar áður í fleiri ár áður,en var núna fram í miðjan apríl 2014. Eftir það sendi Kaupfélag Steingrímsfjarðar mann norður sem var að flytja til Hólmavíkur frá Kópaskeri,þaulvanan verslunarmann,og ætlaði vinna hjá Hólmadrangi á Hólmavík. En Ágúst Þormar Jónsson var útibústjóri á Norðurfirði frá um miðjan apríl fram til 10.júní þegar hann hóf störf hjá Hólmadrangi.

Þann 10.júní kom  Birna Melsted úr Reykjavík og hefur hún verið verslunarstjóri á Norðurfirði í sumar,en nú er hún á förum aftur um næstu mánaðamót ágúst- september. Sonur hennar Viktor Hjörvarsson hefur verið í búðinni með móður sinni þar til hann þurfti að fara í framhaldsskóla fyrir sunnan um miðjan mánuðinn. Þannig að Birna hefur því séð um verslunina


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. ágúst 2014

Kaffi Norðurfjörður lokar.

Kaffi Norðurfjörður lokaði í dag.
Kaffi Norðurfjörður lokaði í dag.
1 af 2

Kaffi Norðurfjörður lokaði í dag eftir sumarið. „Sveinn Sveinsson og Margrét S Nielsen vertar segjast vera ánægð með aðsóknina í sumar. En nú eru komin leikslok hjá þeim,því þetta var þriðja sumarið þeirra,með Kaffi Norðurfjörð,nú eigi að auglýsa eftir nýjum rekstraraðila fyrir næsta sumar,og hvort þau sækji um aftur sé ólíklegt. Þau Sveinn og Magga


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. ágúst 2014

Seinni bifreiðaskoðun á Hólmavík.

Færanlega skoðunarstöð Frumherja verður á Hólmavík 1 og 2 september.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja verður á Hólmavík 1 og 2 september.

Samkvæmt tilkynningu frá Frumherja HF,verður seinni bifreiðaskoðun á Hólmavík dagana 1 og  2 september 2014. Færanlega skoðunarstöðin verður þar stödd þessa daga. Færanlega skoðunarstöðin er nú beintengd við ökutækjaskrá og því hægt að afla allra upplýsinga og ganga frá viðskiptum eins og í fastri skoðunarstöð. Tekið er á móti öllum helstu greiðslukortum (kredit og debet). Hvorttveggja er háð því að GSM- samband sé í lagi. Símar í skoðunarbílnum eru 570-9214 og 893-3900. Einnig er minnt á skoðunarstöð Frumherja í Búðardal. Tímapantanir eru


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. ágúst 2014

Lífshætta á Ströndum: Réði ekki við bílinn.

Frá slysstað í gær.
Frá slysstað í gær.
Lögreglumaður á Hólmavík segir að blindhæð, reynsluleysi og lítil tilfinning fyrir akstri stórra bifreiða hafi orðið þess valdandi að fimm Suður-Kóreumenn komust í lífsháska rétt innan við Naustvík á Ströndum í gærmorgun. Ökumaðurinn missti bílinn út af veginum hægra megin með þeim afleiðingum að hann velti, lenti á hjólunum og rann aftur á bak út í sjóinn.
Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpavík, kom á vettvang og beið með
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. ágúst 2014

Finnbogastaðaskóli var settur á mánudaginn.

Finnbogastaðaskóli.
Finnbogastaðaskóli.
1 af 2

Á mánudaginn 25.águst var Finnbogastaðaskóli settur,og hófst kennsla samkvæmt stundaskrá í gær þriðjudag. Þannig að skólaárið 2014 og 2015 er hafið við skólann. Fimm nemendur eru nú við skólann. Elísa Ösp Valgeirsdóttir er skólastjóri skólans,en nýr kennari


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. ágúst 2014

Bílslys í Reykjarfirði.

Frá slysstað.
Frá slysstað.
1 af 4

Bíll fór útaf á ellefta tímanum í morgun í Reykjarfirði rétt innan við Naustvík eða við Selvík,þar er blindhæð og beygja er í henni. Bíllinn fór tvær til þrjár veltur en lenti á hjólunum í sjónum,fimm manns voru í bílnum,allt útlendingar,engin alvarlega slasaður,en tveir með nokkrar rispur og einhverja áverka. Eva Sigurbjörnsdóttir á Hótel Djúpavík kom að slysinu og gat hlynnt að


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. ágúst 2014

Fjallskil í Árneshreppi 2014.

Frá Melarétt í fyrra.
Frá Melarétt í fyrra.

Samkvæmt fjallskilareglugerð Strandasýslu fyrirskipar hreppsnefnd Árneshrepps, fjallskil í Árneshreppi árið 2014 á eftirfarandi hátt: Leitarsvæði séu þrjú. Réttardagur á fyrsta leitarsvæði sé í Melarétt laugardaginn 13. September 2014 og af öðru og þriðja leitarsvæði í Kjósarrétt laugardaginn  20. September 2014. Þar sem ekki er skipulögð leit á innsta afrétti hreppssins, þ.e. innan Kleifarár er því hér með komið á framfæri,að sjálfboðaliðar eru vel þegnir til smölunar dagana áður,en réttað er í Kjósarrétt. Um óskilafé


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Kristján Kristjánsson tengir í töflu.12-12-2008.
  • Gislína-Júlíana-Vilhjlálmur og Eysteinn.
  • Húsið fellt.
  • Kort Árneshreppur.
  • Ragna-Badda og Bía.
Vefumsjón