Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 29. september 2014

Merki (logo) fyrir Strandasól.

Nýtt hús Strandasólar.
Nýtt hús Strandasólar.

Á árinu 2014 eru 40 ár síðan Björgunarsveitin Strandasól var stofnuð af nokkrum bændum í Árneshreppi á Ströndum. Strandasól hefur verið ein af minnstu björgunarsveitum landsins í gegnum árin en þó gegnt mikilvægu hlutverki, enda víðtæk þekking heimamanna á svæðinu ómetanleg þegar neyð skapast.

Að gefnu tilefni vilja forsvarsmenn Strandasólar efna til samkeppni um merki (logo) fyrir Strandasól. Öllum er heimil þátttaka og skal skila tillögum til formanns sveitarinnar, Ingvars Bjarnasonar á netfangið ingvar.bjarna@gmail.com. Allar tillögur verða svo nafnlausar lagðar fyrir þriggja manna dómnefnd. Nýtt


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 26. september 2014

Fyrsti snjór í fjöllum.

Örkin 634 m. Snjór náði niðurfyrirr 200 metra.
Örkin 634 m. Snjór náði niðurfyrirr 200 metra.
1 af 2

Í morgun var komin fyrsti snjór í fjöll hér í Árneshreppi,og víðar sjálfsagt. Vindur gekk til norðlægrar vindáttar í gærkvöld og í nótt og orðin hvass í morgun 12 til 15 m/s og hitinn um 4 stig. Allmikil úrkoma var í nótt og í morgun,mikil rigning á stundum,enda var mesta úrkoman eftir nóttina á veðurstöðinni í Litlu-Ávík 14,5 mm,og næst mest var á Sauðanesvita 10,4 mm. Nú fyrir hádegið er farið að draga mikið úr úrkomunni. Úrkoman fellur sem rigning niður við sjó og á láglendi,en ofan við tvö hundruð metra sem slydda eða snjór. Í morgun náði snjór í fjallinu Örkinni,


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 26. september 2014

VestFiðringur á ferð og flugi um Strandir.

Drangaskörð.Fundurinn verður í Árneshreppi 30.september.
Drangaskörð.Fundurinn verður í Árneshreppi 30.september.

Fundarröð VestFiðrings heldur áfram en þessar rómuðu menningar- og sögusamkomur hafa víða komið á síðustu misserum. Nú um mánaðarmótin munu tíundi, ellefti og tólfti fundurinn verða haldnir í einni bendu, norðan frá Árneshreppi, um Kaldrananeshrepp allt til Hólmavíkur. Aðstandendur verkefnisins vona að dreifibréf vegna fundanna muni komast á hvert ból nú á næstu dögum en nánar má lesa um verkefnið og fyrri fundi á www.facebook.com/FiDRiNGR

Mikil eftirvænting er í þeim Elísabetu Gunnarsdóttur og Arnaldi Mána, starfsmanna verkefnisins vegna ferðalagsins enda margar sagnir og sögur tengdar því. Auk þess hefur sérstaða Strandamanna löngum verið eitt af þeirra aðalsmerkjum og því væntanlega eftir nokkru að slægjast þegar kemur að því að safna upplýsingum um sérkenni hvers og eins af þessum þremur svæðum. Þau
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. september 2014

Meirihluti af fé farið í slátrun.

Fjárbíll frá Hvammstanga tekur fé í Litlu-Ávík 16 september.
Fjárbíll frá Hvammstanga tekur fé í Litlu-Ávík 16 september.

Bændur hafa verið og eru að senda fé í slátrun,fé fer í slátrun bæði á Blönduós og eða á Hvammstanga. Það er í sláturhúsi SKVH ehf á Hvammstanga og í sláturhúsi SAH afurða ehf á Blönduósi. Bændur settu mikið af lömbum í slátrun í vikunni eftir fyrstu réttir um miðjan mánuðinn og núna í vikunni eftir seinni réttir sem voru í Kjós. Þá voru lömb ómskoðuð á mánudag og þriðjudag,síðan hafa bílar bæði frá Hvammstanga og Blönduósi verið að sækja slátursfé alla þessa viku. En


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. september 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 15. til 22. sept 2014.

Tíu ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.
Tíu ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.

Tíu ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í vikunni í nágrenni Ísafjarðar og við Hólmavík. Þá var eitt umferðaróhapp tilkynnt og var um að ræða bílveltu á þjóðvegi nr. 60 við Bæ í Reykhólasveit. Ökumaður var fluttur með sjúkrabifreið á Heilsugæslustöðina í Búðardal til skoðunar og reyndist sem betur fer lítið slösuð. Bifreiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana. Þrír ökumenn voru kærðir fyrir meinta ölvun við akstur.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 20. september 2014

Réttað í Kjósarrétt.

Regnbogi var á Reykjarfirði á föstudag.
Regnbogi var á Reykjarfirði á föstudag.
1 af 5

Leitin hófst við Naustvíkurgil og  Búrfell,í vestri og leitað var svæðið  milli þessara staða fram að Reykjafjarðartagli og til sjávar í Reykjarfirði. Á syðra svæðinu hófst leit við Búrfell, leitað var fjalllendið frá Búrfelli og út Kjósarfoldir, með Háafelli, og til sjávar, að Kleifará. Fé var síðan rekið til Kjósarréttar við Reykjarfjörð og réttað þar. Leitar og smalamenn fengu ágætisveður þessa daga en einhverja smá vætu,en talsvert mistur var  á laugardaginn. Leitarmenn telja að smalast hafi nokkuð vel og fé komi nokkuð vænt af fjalli.

Á fimmtudaginn 18.,var smalað frá Kaldbaksvík og til Veiðileysu og rekið í rétt þar og fé keyrt heim á bæi. Síðan á föstudaginn 19.,var smalað kringum Kamb til Kúvíkur og það fé rekið í Kjósarrétt og lömbum keyrt heim. Þannig að var réttað tvívegis í Kjósarrétt,


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. september 2014

Smalað í Veiðileysu á morgun.

Frá Veiðileysurétt.
Frá Veiðileysurétt.

Á morgun fimmtudaginn 18. Verður smalað í Veiðileysu og sunnan Veiðileysu jafnvel allt inn að Kaldbaksvík fyrri daginn og fé rekið í Veiðuleysurétt og fé keyrt heim á tún bænda. Á föstudaginn 19.verður smalað kringum Kamb og allt svæðið innan Kleifarár,og fé rekið í Kjósarrétt. Á þessu innsta svæði eru engar skiplagðar leitir og eru því sjálfboðaliðar


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. september 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 8.til 15.september 2014.

Umferð í liðinni viku var með rólegra móti,ferðamönnum að fækka á þjóðvegunum.
Umferð í liðinni viku var með rólegra móti,ferðamönnum að fækka á þjóðvegunum.

Umferð í liðinni viku var með rólegra móti, ferðamönnum að fækka á þjóðvegunum. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í nágrenni Ísafjarðar. Tvö umferðaróhöpp urðu, bílvelta á Örlygshafnarvegi, þar voru erlendir ferðamenn á ferð, bifreiðin óökuhæf og engin slys á fólki. Hitt óhappið var minniháttar á Ísafirði .

Þá voru fimm aðilar kærðir fyrir lagningar ökutækja á Ísafirði og vill lögregla að gefnu tilefni minna ökumenn/umráðamenn ökutækja á að taka tillit til gangandi vegfaranda því


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. september 2014

Rafmagn tekið af.

Frá Djúpavík.
Frá Djúpavík.

Vegna tengingu á Norðurlínu og uppsetningu á rofa í Djúpavík verður straumlaust í Árneshreppi í dag frá klukkan 13:00 í ca tvo til


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 13. september 2014

Réttað í Melarétt.

Frá Melarétt í dag.
Frá Melarétt í dag.
1 af 4

Leitað var nyrðra svæðið í gær og í dag,það er leitað var á föstudag norðan Ófeigsfjarðar og fé sett þar í rétt yfir nóttina,í gær var leitað frá Ófeigsfirði og fjalllendið austan Húsár leitað að Reykjarfarðartagli um Sýrdal og Seljaneshlíð,einnig var leitað svæðið út með Glifsu og Eyrardal að Hvalhamri,síðan var fé rekið yfir Eyrarháls og réttað í Melarétt. Það var Suðvestanátt og kaldi eða allhvasst fyrri daginn og gekk á með skúrum fyrri daginn en úrkomulaust seinni daginn þegar réttað var. Að sögn leitarstjóra smalaðist nokkuð vel miðað við aðstæður en gott


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Séð að Felli 15-03-2005.
  • Þorsteinn og Ási við vinnu á lagnagrind.23-01-2009.
  • Byrjað er að setja loftdósir og rafmagnsrör.23-01-2009.
  • Guðbrandur vinnur í milliveggjum í svefnálmu.02-02-2009.
  • Hræran losuð.06-09-08.
Vefumsjón