Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. október 2014 Prenta

Par handtekið á Hólmavík.

Par var handtekið á Hólmavík með fíkniefni.
Par var handtekið á Hólmavík með fíkniefni.

Par var handtekið á Hólmavík í firradag, þá ný komið til þorpsins. Það var í annarlegu ástandi og hafði verið tilkynnt um undarlega hegðun þess. Hafði farið í leyfisleysi inn í húsnæði fyrirtækja á staðnum og gert sig líklegt til að taka þar verðmæti. Í fórum þess fundu lögreglumenn allnokkurt magn fíkniefna, eða um 50 gr. af efni sem talið er vera amfetamín og um 6 gr. af kannabisefnum.  Í ljósi efnismagnsins grunar lögreglu að það hafi verið ætlað til sölu. Auk þessa var parið með tvo hnífa á sér.

Lagt var hald á efnin og bitvopnin. Parið var yfirheyrt og því sleppt lausu seinni partinn í firradag.  Fólkið hefur ítrekað komið við sögu lögreglu vegna ýmissa brota, s.s. fíkniefnamála og ofbeldisbrota.

Minnt er á upplýsingasíma lögreglu, 800 5005, sem allir geta hringt í og gefið upplýsingar, undir nafnleynd, um alla meðhöndlun fíkniefna á landinu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Stór borgarísjaki ca 8 km A af Gjögurflugvelli 19-09-2004.
  • Búið að tvöfalda og leggja rafmagnsrör og dósir í veggi.04-04-2009.
  • Hræran losuð.06-09-08.
  • Gunnar-Steini-Sigursteinn og Gunnsteinn.
Vefumsjón