Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 6.til 13.okt.2014.
Fjórir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu í liðinni viku, þeir voru stöðvaðir í og við Ísafjarðarbæ. Sá sem hraðast ók var mældur á 100 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst.
Þá voru tvö umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu. Miðvikudaginn 8. Varð bílvelta í Dýrafirði þjóðvegi 60 Vestfjarðarvegi, þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt. Ökumaður var einn á ferð og var hann fastur inni í bílnum. Nokkuð greiðlega gekk að ná honum út og var hann fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Bifeiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana.
Þá varð umferðaróhapp á Djúpvegi, Steingrímsfjarðarheiði aðfaranótt mánudagsins 13. Þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt nokkrar veltur. Tveir voru í bílnum og sluppu þeir vel og voru fluttir á heilsugæslustöðina á Hólmavík, til skoðunar. Þegar þetta er ritað var ekki búið að ná bifreiðinni upp á veginn, aðstæður mjög slæmar, bifreiðin skorðuð ofan í ræsi og vegkanturinn mjög hár. Unnið verður í því í dag að ná bílnum upp.
Skemmtanahald í umdæminu fór nokkuð vel fram og án teljandi afskipta lögreglu.