Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. nóvember 2014

Pétur Ben á Mölinni 22 nóvember.

Pétur Ben tónlistarmaður.
Pétur Ben tónlistarmaður.

Mölin verður haldin í tólfta sinn á Malarkaffi á Drangsnesi laugardagskvöldið 22. nóvember næstkomandi. Að þessu sinni mun tónlistarmaðurinn Pétur Ben koma fram, ein og óstuddur vopnaður gítar og rödd sinni.

Pétur Ben þarf vart að kynna. Hann vakti fyrst landsathygli fyrir samstarf sitt við Mugison í kringum útgáfu plötu hans Mugimama is this monkeymusic? Þar sýndi Pétur ótrúleg tilþrif í gítarleik og tók þátt í lagasmíðum og útsetningum á plötunni. Árið 2006 gaf Pétur út sína fyrstu sólóplötu, Wine For My Weakness og hlaut fyrir hana Íslensku tónlistarverðlaunin sama ár. Árið 2012 kom út önnur breiðskífa hans, God’s Lonely Man, sem hlaut fádæma góðar viðtökur og fjölda viðurkenninga. Auk þess að sinna sólóferlinum hefur Pétur samið tónlist fyrir fjölda kvikmynda og leiksýninga og stýrt upptökum fyrir aðra tónlistarmenn. Pétur hlaut nýverið Edduverðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Málmhaus.

 

Tónlist Péturs er áferðarfalleg og hlý en á sama tíma sveipuð dulúð og myrkri. Lögin eru haganlega smíðuð og innblásin, knúin áfram af mögnuðum hljóðfæraleik Péturs.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. nóvember 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 10 til 17.nóv.2014.

Lögreglan minnir fólk á að nota endurskinsmerki.
Lögreglan minnir fólk á að nota endurskinsmerki.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni innan bæjar á Ísafirði. Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni,fyrra óhappið varð á Djúpvegi/ Steingrímsfjarðarheiði,þar varð minni háttar óhapp,þegar tvær bifreiðar mættust,seinna óhappið varð á Djúpvegi,þar ók bifreið á stein.  Óhappið átti sér stað á veginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Ekki slys á fólki.

Tveir ökumenn voru kærðir í vikunni vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Þá vill lögregla


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 15. nóvember 2014

Strandasól fagnaði 40.afmæli.

Nýtt merki Björgunarsveitarinnar Strandasólar.
Nýtt merki Björgunarsveitarinnar Strandasólar.
1 af 4

Björgunarsveitin Strandasól í Árneshreppi á Ströndum varð 40.ára á þessu ári. Af því tilefni var haldinn afmælisfagnaður og reisugildi í dag laugardag,vegna nýs húsnæðis sveitarinnar í félagsheimilinu í Trékyllisvík. Nýtt merki Strandasólar var einnig afhjúpað,en það var hannað af Valgeiri Benediktssyni í Árnesi II og Gunnari Trausta Daðasyni frá Hólmavík,og skiptu þeir verðlaunum  á milli sín,en Gunnar var ekki við í hófinu í dag. En fyrr í haust hafði farið fram samkeppni um útlit merkisins.

Afmælisfagnaðurinn og reisugildið hófst í nýja húsinu,sem hefur fengið nafnið Bali,klukkan tvö og mætti fjöldi gesta heimamenn og aðrir gestir sem komu að,tildæmis frá Björgunarsveitum og frá Landsbjörg. Þar fór Ingvar Bjarnason formaður


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. nóvember 2014

40 ára afmælisfagnaður Strandasólar

Hið nýja hús Strandasólar.
Hið nýja hús Strandasólar.

Björgunarsveitin Strandasól í Árneshreppi á Ströndum fagnar 40 ára afmæli á þessu ári. Af því tilefni verður haldinn afmælisfagnaður og reisugildi á morgun laugardaginn 15. nóvember í félagsheimilinu í Trékyllisvík. Nýtt merki Strandasólar verður einnig afhjúpað.

Afmælisfagnaðurinn og reisugildið hefst í nýja húsinu kl. 14:00 og er öllum velunnurum Strandasólar boðið að koma og fagna með okkur þessum merka áfanga og skoða nýja húsnæðið. Að því loknu


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. nóvember 2014

Frá aðalfundi Félags Árneshreppsbúa.

Gestir á aðalfundi.
Gestir á aðalfundi.
1 af 3

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa fór fram í Akógessalnum við Lágmúla laugardaginn 8. nóvember. Nærri  50 gestir mættu og áttu saman ágæta stund.  Kristmundur Kristmundsson var einróma endurkjörinn formaður félagsins með lófaklappi. Sömu sögu var að segja af öðrum stjórnarmönnum félagsins, Böðvari Guðmundssyni, Guðrúnu Gunnsteinsdóttur, Ívari Benediktssyni , Sigríði Höllu Lýðsdóttur og Unni Pálínu Guðmundsdóttur. Varmennirnir Guðbrandur Torfason og Jensína Hjaltadóttir voru ennfremur valin til áframhaldandi starfa eins og skoðunnarmenn reikninga, Arnar H. Ágústsson og Gíslína Vilborg Gunnsteinsdóttir.

Funarstjóri var að vanda Guðmundur Þ. Jónsson.

Félagið var rekið með rúmlega einnar milljónar króna tapi á síðasta starfsári. Meginhluti tapsins er vegna afskrifta á myndasafni félagsins upp á tæplega 997.000 krónur en afskriftin var samþykkt á aðafundi fyrir ári síðan. Að tillögu Hilmars F. Thorarensen var samþykkt nú að bókfæra myndasafni á nýjan leik í reikningum félagsins fyrir 990 kr.

Annars var rekstur félagsins með hefðbundnu sniði á síðasta ári. Félagið hélt árshátíð að vanda í mars sem tókst afar vel og var örlítill afgangur af samkomunni að þessu sinni. Þá var haldinn jóladansleikur sem tókst afar vel og sprengdi utan af sér húsnæðið. Næsti jóladansleikur verður haldinn í sal Vídalínskirkju sunnudaginn 29. nóvember. Þar ætti að verða nægt rými fyrir alla gesti.

Þá gaf félagið að vanda út tvö fréttabréf sem prentuð eru í 1.000 eintökum hvort en félagsmenn eru rúmlega 900.

Kristmundur þakkaði öllum þeim sem stutt hafa við bakið á félagið á undanförnum árum með því að greiða valgreiðslu í heimabanka og eins þeim sem lagt hafa til vinninga í happdrætti félagsins á árshátíðinni.

Formaður óskaði ennfremur eftir að bókað væri að fundurinn óskaði Evu Sigurbjörnsdóttur velfarnaðar í embætti oddvita Árneshrepps en hún tók við embættinu eftir sveitarstjórnarkosningar í vor sem leið. Um leið þakkaði Kristmundur formaður, 


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. nóvember 2014

Linda útibústjóri Kaupfélagsins.

Linda Guðmundsdóttir útibústjóri Norðurfirði.
Linda Guðmundsdóttir útibústjóri Norðurfirði.

Nýr verslunarstjóri Linda Guðmundsdóttir,tók við útibúi Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði mánudaginn 21.september. Linda Guðmundsdóttir er frá Finnbogastöðum hér í sveit,en hefur verið á Akureyri síðastliðin tíu ár,og hefur stundað vinnu þar. Eftir að Birna Melsted hætti í lok sumars kom aðili sem ætlaði að taka við og vera í vetur,en hann fór eftir viku. Enn í millitíðinni bjargaði Margrét Jónsdóttir versluninni þar til Linda tók við,eins og hún hefur svo oft gert. Nú eru


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. nóvember 2014

Styrkir Orkubús Vestfjarða til samfélagsverkefna 2014.

Orkubú Vestfjarða Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða Hólmavík.

Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur í þriðja sinn ákveðið að veita styrki til samfélagsverkefna á Vestfjörðum. Að þessu sinni eru til ráðstöfunar 3.500.000.- krónur.

Umsóknir um styrkina þurfa að berast Orkubúi Vestfjarða fyrir 25. nóvember n.k. og er stefnt að því að þeim verði úthlutað í desember.

Umsókn um styrk má senda í pósti til Orkubús Vestfjarða, Stakkanesi 1, 400 Ísafirði, merkt „Styrkur" eða

 


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. nóvember 2014

Fjöldi dýra á landinu?

Er í lagi með skráningu búfjár og annarra dýra í Árneshreppi?
Er í lagi með skráningu búfjár og annarra dýra í Árneshreppi?

Frétt frá Matvælastofnun til bænda á landinu.
Nýjustu tölur yfir fjölda búfjár á landinu sýna almenna fækkun búfjár. Þó er ljóst að ekki eru um fækkun á fjölda dýra á Íslandi að ræða heldur má rekja þetta til ófullnægjandi skila á haustskýrslum og eftirfylgni í kjölfar gildistöku nýrra laga um búfjárhald. Sérstaklega á þetta við um fjölda hrossa og þarf að skoða betur hvernig unnt er að bæta upplýsingar um fjölda hrossa í landinu.

Skil á haustskýrslum 2013 voru ófullnægjandi og bera hagtölur vott um það. Frá árinu 2010 hefur Matvælastofnun safnað upplýsingum um fjölda búfjár á landsvísu og birt á vef og í starfsskýrslum stofnunarinnar. Til ársins 2014 hafði skilum á haustskýrslum verið fylgt eftir af búfjáreftirlitsmönnum sveitarfélaga í desember fram í febrúar ár hvert. Með gildistöku nýrra laga um búfjárhald 1. janúar 2014 fluttist búfjáreftirlitið frá sveitarfélögum til Matvælastofnunar. Sex dýraeftirlitsmenn hófu störf í stað u.þ.b. 40 búfjáreftirlistmanna (10 - 12 stöðugildi) sem áður höfðu sinnt því starfi. Í lok ársins 2013 var eftirfylgni haustskýrslna ólokið. Fækkun stöðugilda og innleiðing nýs verklags, sem setti eftirlit með velferð dýra í forgang fram yfir eftirfylgni með öflun hagtalna, varð til þess að ekki náðist að fylgja gagnasöfnun eftir með sama hætti og áður.

Matvælastofnun vill ítreka mikilvægi þess að bændur skili upplýsingum um búfjáreign til stofnunarinnar


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. nóvember 2014

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa.

Merki Félags Árneshreppsbú.
Merki Félags Árneshreppsbú.

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa í Reykjavík fer fram á laugardaginn 8. nóvember 2014 kl:14:00 í Akoges salnum, Lágmúla 4, Reykjavík.

Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundastörf
2. Önnur mál.
Að loknum aðalfundi verða glæsilegar kaffiveitingar,verð 2.000 kr. Þá verður sýnd stutt mynd frá heimsókn forseta


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 5. nóvember 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 27.okt til 3.nóv.2014.

Tilkynnt var um tvö minniháttar óhöpp í vikunni.
Tilkynnt var um tvö minniháttar óhöpp í vikunni.

Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðakstur í liðinni viku, á þjóðvegi nr. 61, Djúpvegi. Föstudaginn 31.okt,var tilkynnt um tvö minni háttar óhöpp,annað innanbæjar á Ísafirði og hitt,erlendir ferðamenn á Steingrímsfjarðarheiði,þar hafnaði bifreið út fyrir veg,ekki skemmdir eða slys á fólki.

Þá varð minni háttar umferðarslys á  Skutulsfjarðarbraut laugardaginn 1. nóv., þar hafnaði bifreið á ljósastaur,bifreiðin talsvert skemmd og ökumaður fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Skráningarnúmer tekin


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Afmælisbarnið Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason eiginmaður hennar.
  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
  • Ástbjörn smiður á einni hækju.08-11-08.
  • Finnbogastaðir brenna,16-06-2008.
Vefumsjón