Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. október 2014

Síðasta áætlunarferð Strandafraktar.

Flutningabíll frá Strandafrakt.
Flutningabíll frá Strandafrakt.

Í dag er síðasta áætlunarferð Strandafraktar á flutningabíl norður í Árneshrepp. Strandafrakt heldur uppi vöruflutningum frá júní byrjun og út október. Ferðirnar hafa verið farnar á miðvikudögum norður til Norðurfjarðar frá Hólmavík,en úr Reykjavík á þriðjudögum til Hólmavíkur. Ferðir Strandfraktar hefjast á vorin fyrsta miðvikudag í byrjun júní og hætta síðasta miðvikudag í október. Þótt þetta sé síðasta áætlunarferðin kemur Strandafrakt  að venju í desember að sækja ull til bænda og koma aukaferð ef einhver sérstakur flutningur er. Nú


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. október 2014

Strandsól búin að reisa nýtt hús.

Hið nýja hús Strandasólar.
Hið nýja hús Strandasólar.
1 af 3

Björgunarsveitin Strandasól  byrjaði að reisa stálgrindina að nýju húsi félagsins í byrjun síðasta mánaðar. Byrjað var að reisa stálbita í byrjun september og var þetta gert í áföngum á milli heimasmalana og leita. Síðan tókst að klæða húsið og setja hurðir og loka húsinu í lok september. Margir aðilar hafa komið að þessu verki bæði heimamenn og aðkomufólk,og vill Ingvar Bjarnason formaður Björgunarsveitarinnar Strandasólar koma þökkum til allra sem komu að þessari vinnu. Húsið er stálgrindahús og er keypt frá  Hýsi- Merkur hf og allt efni er frá þeim. Húsið er 150 fermetrar að stærð. Strandasól varð fjörutíu ára á þessu ári,en Björgunarsveitin Strandasól var stofnuð


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. október 2014

Sviðaveisla og skemmtun á Sævangi.

Frá sviðaveislu.Mynd Sauðfjársetur.
Frá sviðaveislu.Mynd Sauðfjársetur.

Það verður mikið um dýrðir í Sævangi fyrsta vetrardag, laugardaginn 25. október, en þá verður haldin vegleg sviðaveisla á Sauðfjársetrinu. Fullt hús hefur verið síðustu tvö ár á slíkum veislum hjá Sauðfjársetrinu og nokkur hefð komin á skemmtunina. Á boðstólum verða ný heit svið, einnig köld svið reykt og söltuð, sviðasulta og sviðalappir með tilheyrandi meðlæti. Í eftirmat verður blóðgrautur, ábrystir og rabarbaragrautur, þannig að allir ættu að koma heim saddir og sælir. Skemmtiatriði verða á meðan á borðhaldi stendur, meðal annars verður leikritið Smal heimsfrumsýnt, en heyrst hefur að þar sé um að ræða einskonar námskeið í árangursríkri smalamennsku í túlkun Leikfélags Hólmavíkur. Ræðumaður kvöldsins verður hinn sérdeilis jákvæði sveitarstjóri Strandabyggðar, Andrea Kristín Jónsdóttir.

Veislustjóri á sviðaveislunni er hinn síkáti Miðhúsabóndi Viðar Guðmundsson og má þar með búast við að söngur og sprell verði einnig drjúgur hluti af skemmtuninni.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. október 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vesfjörðum 13.til 20.okt.2014.

Í vikunni voru tólf ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu,átta í og við Ísafjörð og fjórir við Hólmavík.
Í vikunni voru tólf ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu,átta í og við Ísafjörð og fjórir við Hólmavík.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku, fyrra óhappið varð föstudaginn 17. þá varð bílvelta á Innstrandarvegi á Ströndum, þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt, ökumaður og farþegi sluppu án meiðsla. Síðara óhappið varð á Patreksfirði, þar missti ökumaður stjórn á ökutækinu þannig að það hafnaði inn í húsagarði. Ökumaður grunaður um ölvun við akstur. Þá var annar ökumaður stöðvaður, grunaður um ölvun við akstur á Patreksfirði í vikunni.

Í vikunni voru tólf ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu, átta í og við Ísafjörð og fjórir við Hólmavík. Sá sem hraðast ók var mældur á Djúpvegi við Hólmavík og mældist á 130 km/klst.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 20. október 2014

Tónleikaröðin Mölin byrjar á ný.

Hljómsveitin ADHD mun opna tónleikaröðina veturinn 2014-2015.
Hljómsveitin ADHD mun opna tónleikaröðina veturinn 2014-2015.

Tónleikaröðin Mölin hefur senn göngu sína þriðja veturinn í röð og byrjar heldur betur með flugeldasýningu að þessu sinni. Hljómsveitin ADHD mun opna tónleikaröðina veturinn 2014-2015 með tónleikum á Malarkaffi á Drangsnesi þriðjudagskvöldið 21. október næstkomandi. 
ADHD hefur verið starfandi síðan árið 2007 en sveitina skipa bræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir sem leika á saxófón og gítar, ofurtrymbillinn Magnús Tryggvason Elíassen og píranóviðundrið Davíð Þór Jónsson. Hljómsveitin var upphaflega sett saman fyrir Blúshátíð á Höfn í Hornafirði þar sem spilaðir voru standardar í bland við eigið efni. Samstarfið gekk vonum framar og náðu meðlimir sveitarinnar einstakri tónlistarlegri tengingu. Áframhaldandi samstarf var því eðlilegt næsta skref.

ADHD leikur framsækna en um leið aðgengilega og melódíska jazztónlist. Spilagleði sveitarinnar er einstaklega


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. október 2014

OV tók nýjan jarðstreng formlega í notkun í gær.

Jarðkapallinn liggur við gamlan eða nýjan slóða upp á Trékyllisheiði.
Jarðkapallinn liggur við gamlan eða nýjan slóða upp á Trékyllisheiði.
1 af 5

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík var í sumar að leggja jarðstreng frá Djúpavík og að Goðdalsá á Trékyllisheiði,strengurinn er um níu kílómetra langur. Einnig lagði Orkubúið rör fyrir ljósleiðara með strengnum,á sinn eigin kosnað. Orkubúsmenn sögðu þetta hafi verið erfið vinna vegna kviksyndi fyrir ofan Kjósarhjallann þar sem komið er upp á heiðina,og víða vegna grjóts og klappa. Eins og áður segir liggur hinn nýji jarðstrengur frá Djúpavík um Kjósarhjalla og upp á Trékyllisheiði,þar um Sprengibrekkur,(Þar sem alltaf var bilað í vetur),og að Goðdalsá. Orkubúsmenn komust á gamlan slóða


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. október 2014

Rafmagn tekið af kl.13.00.

Frá Trékyllisheiði,strengleið.Mynd OV.
Frá Trékyllisheiði,strengleið.Mynd OV.

Enn og aftur þarf Orkubú Vestfjarða á Hólmavík að taka rafmagnið af í Árneshrepp. Nú er það vegna þess að nýji jarðstrengurinn sem lagður var í sumar verður tengdur og formlega tekin í notkun. Straumlaust verður í Árneshreppi vegna þessa frá klukkan eitt (13:00)  eftir hádegi til klukkan þrjú (15:00). Eins má búast við einhverju blikki


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. október 2014

Rennur alltaf á veginn úr skriðunni.

Beltagrafa við vinnu í Hvalvík.
Beltagrafa við vinnu í Hvalvík.
1 af 2

Í rigningunum í lok september og í byrjun október hefur alltaf runnið úr skriðunni sem féll úr norðanverðu Árnesfjalli í júlí í sumar,yfir veginn og varla enst í klukkutíma eftir mokstur,sem hefur oft þurft að gera,raunverulega vaktað svo fært væri um veginn. Í gær sendi Vegagerðin á Hólmavík beltagröfu norður til að hreinsa uppúr ræsi og laga ræsi sem var stíflað af aur og leðju. Þetta er mikill


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. október 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 6.til 13.okt.2014.

Umferðaróhapp varð á Djúpvegi,Steingrímsfjarðarheiði aðfaranótt mánudagsins 13.
Umferðaróhapp varð á Djúpvegi,Steingrímsfjarðarheiði aðfaranótt mánudagsins 13.

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu í liðinni viku, þeir voru stöðvaðir í og við Ísafjarðarbæ. Sá sem hraðast ók var mældur á 100 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst.

Þá voru tvö umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu.  Miðvikudaginn 8. Varð bílvelta í Dýrafirði þjóðvegi 60 Vestfjarðarvegi, þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt. Ökumaður var einn á ferð og var hann fastur inni í bílnum. Nokkuð greiðlega gekk að ná honum út og var hann fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Bifeiðin óökuhæf og flutt af vettvangi með krana.

Þá varð umferðaróhapp á Djúpvegi, Steingrímsfjarðarheiði aðfaranótt mánudagsins 13. Þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt nokkrar veltur. Tveir voru í bílnum og sluppu þeir vel og voru fluttir á heilsugæslustöðina á Hólmavík, til skoðunar.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 13. október 2014

Flogið aftur tvisvar í viku.

Flugvél Mýflugs sem er í leiguflugi fyrir Ernir.
Flugvél Mýflugs sem er í leiguflugi fyrir Ernir.
1 af 2

Þann 2.október átti að byrja að fljúga aftur á fimmtudögum á Gjögur. Enn það tókst nú ekki fyrr enn þann 8.vegna veðurs og vélabilana. Ekkert hefur verið flogið á fimmtudögum í sumar eða í fjóra mánuði. Flogið var á lítilli flugvél í sumar sem gat ekki flogið í blindflugi,og oft gekk það ílla þegar dimmviðri voru og lágskýjað var,eins og oft var í sumar. Nú er flogið á stærri flugvél sem getur flogið í blindflugi,en Ernir eru með leiguflugvél frá Mýflugi til að sinna áætlunarflugi til Gjögurs. Nú á póstur að koma aftur á fimmtudögum með flugi í stað þess að koma með flutningabílnum á miðvikudögum eins og í sumar. Póstur kom með flugi á mánudögum í sumar,þegar tókst að fljúga.


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Baðkar komið á sinn stað.01-05-2009.
  • Litla-Ávík og Stóra-Ávík.Séð af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann.
  • Seljanes-06-08-2008.
  • Úr sal.
  • Úr sal Gestir.
  • Hilmar og Gulli píparar.08-11-08.
Vefumsjón