Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 29. nóvember 2014

Varað við illviðri.

Vindaspá kl:06 á mánudagsmorgun 1.des 2014.
Vindaspá kl:06 á mánudagsmorgun 1.des 2014.

Veðurstofan vekur athygli á spá um illviðri síðdegis á sunnudag og fram á mánudag. Spár gera ráð fyrir að hraðfara og dýpkandi lægð nálgist landið sunnan úr höfum á sunnudag með vaxandi suðaustanátt, meðalvindhraði víða á bilinu 18-25 m/s síðdegis. Suðaustanáttinni fylgir rigning eða slydda og er útlit fyrir talsverða úrkomu S- og V- lands. Það er útlit fyrir þíðu á láglendi, en líkur eru á að það verði slydda eða snjókoma á heiðum og fjöllum.

Á sunnudagskvöldið verður lægðin á norðurleið skammt vestan við landið og sunnan við hana er mikill vindstrengur. Á sunnudagskvöldið og aðfaranótt mánudags mun þessi strengur herja á landið. Má búast við vestan og suðvestan 20-30 m/s á suðurhelmingi landsins um kvöldið en norðantil aðfaranótt mánudags. Með vestanáttinni kólnar og færir úrkoman sig yfir í að vera á formi snjóélja. Það er sem sagt búist við að meðalvindhraði geti farið yfir 28 m/s sem kallast ofsaveður skv. vindstigakvarða Beaufort sem lengi var við lýði. Búast má við hættulegum vindhviðum og að þær geti náð yfir 50 m/s við fjöll, þá einkum hlé megin, norðan og austan þeirra.

Á mánudagsmorguninn er gert ráð fyrir suðvestan stormi (18-25 m/s) en að allhvass eða hvass vindur verði síðdegis (13-20 m/s). Útlit er fyrir éljagang,


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 29. nóvember 2014

Jólaball.

Jólaballið er í Vídalínskirkju í Garðabæ.
Jólaballið er í Vídalínskirkju í Garðabæ.

Árleg jólatrésskemmtun Félags Árneshreppsbúa fer fram í dag, laugardaginn 29. nóvember, í sal Vídalínskirkju, Kirkjulundi 3, Garðabæ klukkan 14. Það verður góð jólastemming og að sjálfsögðu koma jólasveinar að norðan úr Árneshreppi í heimsókn! Og hver veit nema Grýla láti líka sjá sig. Góðar veitingar jafnt fyrir eldri sem yngri.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 26. nóvember 2014

Dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku,bæði í nágrenni Hólmavíkur.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku,bæði í nágrenni Hólmavíkur.

Vikan 17. nóvember til 24. nóvember 2014: Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í liðinni viku og sá sem hraðast ók var mældur á 127 km/klst. á þjóðvegi nr. 62. Barðastrandarvegi. Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku,bæði í nágrenni Hólmavíkur. Ekki var um slys á fólki að ræða,en talsverðar skemmdir á ökutækjum.

Talsverður erill var um liðna helgi vegna skemmtanahalds í umdæminu. Þá vill


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 25. nóvember 2014

Ísafjörður-Hólmavík-Reykjavík.

Strætó í Mjódd.
Strætó í Mjódd.

Nýr valkostur í ferðum á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur hófst í ágúst s.l., en ekið er allt árið á föstudögum og sunnudögum á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur með viðkomu á Hólmavík í samvinnu Fjórðungssambandsins og Strætó bs. 

Ekið er frá Ísafirði kl 16.00 og úr Mjódd í Reykjavík kl 15.30 með samtengingu leiðar 57 og leiðar 59.   Pantanir í ferðir eru hjá Hópferðamiðstöð Vestfjarða í síma 8931058 en einnig er hægt að fá upplýsingar í þjónustuborði Strætó bs, í síma 540 2700. Upplýsingar er einnig hægt að nálgast hér:


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 23. nóvember 2014

Konur héldu Tommbólu.

Margt eigulegra hluta var á tommbólunni.
Margt eigulegra hluta var á tommbólunni.
1 af 2

Konur hér í Árneshreppi tóku sig saman og héldu tommbólu í félagsheimilinu í Trékyllisvík í dag eftir hádegið. Sæmileg mæting var á tommbóluna og seldist allt upp sem var á tommbólunni. Að þessu sinni fékk Björgunarsveitin Strandasól andvirði þess sem safnaðist að þessu sinni,en Strandasól fagnaði fyrr í vetur fertugsafmæli sínu. Nú er ekkert kvenfélag starfandi í hreppnum en það var lagt niður fyrir nokkru,en konur hafa oft tekið sig saman og safnað fyrir ýmsum góðum


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. nóvember 2014

Selur á steini í Ávíkinni.

Í dag um hádegið tók fréttamaður Litlahjalla þetta mynband af sel sem hefur verið hér í Ávíkinni annað slagið. Ávíkin er víkin sem bæirnir Stóra og Litla-Ávík  standa við austast í Trékyllisvík. Selurinn er mjög spakur og hreyfði sig lítið þótt kallað væri í hann og eða steinum hent í átt að honum til að fá hann af skerinu til að synda,en engan vegin tóks það . Ætlun  myndatökumanns var að fá hann


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. nóvember 2014

Hlýindi og gott veður.

Drangaskörð.Mikil veðurblíða hefur verið undanfarna daga og hlýindi.
Drangaskörð.Mikil veðurblíða hefur verið undanfarna daga og hlýindi.

Það er sko óhætt að segja að sumarblíða hafi verið hér á Ströndum undanfarna daga,eða síðan fimmtánda þessa mánaðar. Hitinn hefur farið í þrjá daga í röð,sem hiti hefur farið í og yfir tíu stig og ellefu stiga hita í gær. En hámarkshitinn hefur farið í þessa þrjá daga á veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Þann 18.fór hitinn í 9,5 stig,og þann 19. í 10,6 stig,og í gær nákvæmlega 11,0 stig. Ekki virðist hitinn ætla að ná tíu stigum í dag,þótt mjög gott veður sé. Frá 15. og til 17. Hefur raunverulega verið stilla,en aðeins fór að kula eftir það og talsverður vindur var í gær í þessum hlýindum.

Bændur hafa verið að taka fé inn


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 19. nóvember 2014

Auglýst eftir nýjum vert.

Það vantar nýjan rekstraraðila fyrir Kaffi Norðurfjörð.
Það vantar nýjan rekstraraðila fyrir Kaffi Norðurfjörð.

Sveitarstjórn Árneshrepps hefur auglýst eftir nýjum rekstraraðila vegna Kaffi Norðurfjarðar fyrir næstkomandi sumar. Sveinn Sveinson og Margrét S Nielsen sem hafa verið vertar þar síðastliðin þrjú ár verða ekki lengur. Nú hefur sveitarstjón auglýst hér á vefnum og hafa auglýst í dagblöðum einnig eftir nýjum vert eða rekstraraðila. Umsóknarfrestur er út desember og


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. nóvember 2014

Pétur Ben á Mölinni 22 nóvember.

Pétur Ben tónlistarmaður.
Pétur Ben tónlistarmaður.

Mölin verður haldin í tólfta sinn á Malarkaffi á Drangsnesi laugardagskvöldið 22. nóvember næstkomandi. Að þessu sinni mun tónlistarmaðurinn Pétur Ben koma fram, ein og óstuddur vopnaður gítar og rödd sinni.

Pétur Ben þarf vart að kynna. Hann vakti fyrst landsathygli fyrir samstarf sitt við Mugison í kringum útgáfu plötu hans Mugimama is this monkeymusic? Þar sýndi Pétur ótrúleg tilþrif í gítarleik og tók þátt í lagasmíðum og útsetningum á plötunni. Árið 2006 gaf Pétur út sína fyrstu sólóplötu, Wine For My Weakness og hlaut fyrir hana Íslensku tónlistarverðlaunin sama ár. Árið 2012 kom út önnur breiðskífa hans, God’s Lonely Man, sem hlaut fádæma góðar viðtökur og fjölda viðurkenninga. Auk þess að sinna sólóferlinum hefur Pétur samið tónlist fyrir fjölda kvikmynda og leiksýninga og stýrt upptökum fyrir aðra tónlistarmenn. Pétur hlaut nýverið Edduverðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Málmhaus.

 

Tónlist Péturs er áferðarfalleg og hlý en á sama tíma sveipuð dulúð og myrkri. Lögin eru haganlega smíðuð og innblásin, knúin áfram af mögnuðum hljóðfæraleik Péturs.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. nóvember 2014

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 10 til 17.nóv.2014.

Lögreglan minnir fólk á að nota endurskinsmerki.
Lögreglan minnir fólk á að nota endurskinsmerki.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í vikunni innan bæjar á Ísafirði. Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni,fyrra óhappið varð á Djúpvegi/ Steingrímsfjarðarheiði,þar varð minni háttar óhapp,þegar tvær bifreiðar mættust,seinna óhappið varð á Djúpvegi,þar ók bifreið á stein.  Óhappið átti sér stað á veginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Ekki slys á fólki.

Tveir ökumenn voru kærðir í vikunni vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Þá vill lögregla


Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Hafísfrétt 11-09-2024.Stakur borgarísjaki um 3.KM. útaf Reykjanesströnd, sem er á milli Reykjaneshyrnu og Gjögursflugvallar. Rekur inn Húnaflóann.
Vefumsjón