Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. desember 2014
Prenta
Rafmagn kemst á í dag.
Línumenn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík koma norður um leið og vegur opnast,til að koma rafmagni á Gjögurflugvöll,Gjögur,Víganes og Krossnes,Sundlaugarhúsið og Fell. Þá yrðu öll hús komin með rafmagn,en mestu máli skiptir að koma rafmagni á Krossnes,en það er eini bærinn í byggð sem hefur verið rafmagnslaus síðan í fyrra dag. Mjög mikill klammi er á spennum og línum. Einnig skiptir miklu máli að rafmagn komist á Gjögurflugvöll sem fyrst,varaaflstöðin er biluð þar,og ef rafmagn kemst þar fljótlega á eftir hádegið að hægt yrði að fljúga þangað í dag.