Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. desember 2014
Prenta
Opnað norður seinni partinn í dag og kvöld.
Það endaði með að Vegagerðin á Hólmavík opnaði norður seinni partinn í dag og í kvöld. Vegagerðin hætti við í morgun að moka vegna veðurs en byrjuðu svo þegar veður lægði. Mokað var líka norðan megin frá,en sú vél bilaði,traktor með plóg,en það brotaði eitthvað í honum. Þannig að veghefillinn hélt áfram alveg norður og er núna verið að moka innansveitar í kvöld,en það klárast sennilega ekki fyrr enn í fyrramálið. Spáð er skárra veðri á morgun og verður þá flogið tvær ferðir á Gjögur,og vegir innansveitar verða að vera sæmilega greiðfærir vegna póst og vöruflutninga og farþegar að koma.