Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 20. desember 2014
Prenta
Vegagerðin opnar.
Vegagerðin á Hólmavík er að opna norður í Árneshrepp í dag. Opnað er beggja megin frá,sunnan og norðanmegin. Traktorinn með snjóplóginn sem Vegagerðin hefur fyrir norðan,er komin í lag.
Að sögn Jóns Harðar Elíassonar rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Hólmavík,verður þetta sennilega síðasti mokstur norður fyrir jól,miðað við veðurspár,og fólk er beðið að taka tillits til þess.