Veðrið í Nóvember 2014.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með norðaustan hvassviðri og stormi,rigningu eða slyddu. Síðan var vindur hægari og veður fór kólnandi og var nokkurt frost frá áttunda til ellefta. Þann tólfta gerði norðaustan hvassviðri eða austan enn og aftur,og fór veður þá hlýnandi,síðan voru austlægar eða suðlægar vindáttir með hægviðri oftast,og mjög hlýju veðri frá 18.og fram til 24.,en þá fór heldur að kólna,en suðlægar vindáttir áfram. Þann þrítugasta gekk í SV hvassviðri og storm fyrir miðnætti.
Mánuðurinn verður að teljast mjög hlýr í heild,og úrkomulítill.
Dálítið tjón varð þegar flotbryggja sleit sig lausa í smábátahöfninni á Norðurfirði í NA óveðrinu þann 2.nóvember.
Yfirlit dagar eða vikurr:
Nánar á yfirlit yfir veðrið.