Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 23. nóvember 2014
Prenta
Konur héldu Tommbólu.
Konur hér í Árneshreppi tóku sig saman og héldu tommbólu í félagsheimilinu í Trékyllisvík í dag eftir hádegið. Sæmileg mæting var á tommbóluna og seldist allt upp sem var á tommbólunni. Að þessu sinni fékk Björgunarsveitin Strandasól andvirði þess sem safnaðist að þessu sinni,en Strandasól fagnaði fyrr í vetur fertugsafmæli sínu. Nú er ekkert kvenfélag starfandi í hreppnum en það var lagt niður fyrir nokkru,en konur hafa oft tekið sig saman og safnað fyrir ýmsum góðum málefnum sem Kvenfélag Árneshrepps stóð að áður.