Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. október 2014
Prenta
Rennur alltaf á veginn úr skriðunni.
Í rigningunum í lok september og í byrjun október hefur alltaf runnið úr skriðunni sem féll úr norðanverðu Árnesfjalli í júlí í sumar,yfir veginn og varla enst í klukkutíma eftir mokstur,sem hefur oft þurft að gera,raunverulega vaktað svo fært væri um veginn. Í gær sendi Vegagerðin á Hólmavík beltagröfu norður til að hreinsa uppúr ræsi og laga ræsi sem var stíflað af aur og leðju. Þetta er mikill aur og leðja sem renna niður á veginn úr skriðunni í vætu tíð,og stundum getur þetta verið varasamt að fara þarna um sér lega í myrkri og rigningu.