Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 6. október 2014
Prenta
Gosmistur.
Mikið mistur er nú í Árneshreppi og hefur verið frá í morgun. Þetta mistur er mjög sennilega gosmistur enda er ákveðin austanátt,og Árni Sigurðsson veðurfræðingur segir þetta gosmistur samkvæmt mynd sem veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík sendi á Veðurstofu Íslands. Í fyrstu töldu veðurfræðingar þetta venjulegt mistur en eru nú komnir á þá skoðun að um gosmistur sé að ræða frá Holuhrauni,samkvæmt fréttatilkynningu frá VÍ. Myndin er tekin frá Norðurfirði á ellefta tímanum í morgun og séð til austurs.