Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 8. október 2014 Prenta

Klénsmiðurinn frá Kjörvogi.

Þorsteinn Þorleifsson. Klénsmiðurinn frá Kjörvogi.
Þorsteinn Þorleifsson. Klénsmiðurinn frá Kjörvogi.
1 af 2

Nýlega kom út bókin Klénsmiðurinn á Kjörvogi Þorsteinn Þorleifsson. 

Þorsteinn (1824-1882) fæddist og ólst upp í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu, en bjó síðustu 24 árin í Strandasýslu, lengst af á Kjörvogi í Árneshreppi. Hann lærði járnsmíði í Reykjavík og síðar í Kaupmannahöfn og stundaði þá iðn alla sína tíð. Samhliða smíðum starfaði hann við sjómennsku, búskap og tók á móti börnum. Einnig var hann liðtækur við llækningar og svona mætti lengi telja. 

Höfundur bókarinnar er Hallgrímur Gíslason frá Gröf í Bitrufirði, nú búsettur á Akureyri. Hann hefur unnið að bókinni í mörg ár og víða leitað fanga. 

Hægt er að kaupa bókina beint hjá höfundi. Auðveldast er að panta hana í síma 849-4509 eða í gegnum netfangið hallgrimurgi@gmail.com

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« September »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Súngið af mikilli raust.
  • Oddný Oddviti heldur ræðu.
  • Íngólfshús á Eyri-24-07-2004.
  • Skipið Suðri í hafís á austurleið.
Vefumsjón