Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 3. ágúst 2014
Prenta
Bjarga manni úr sjálfheldu.
Björgunarsveitir frá Hólmavík, Drangsnesi og úr Árneshreppi eru nú að sækja mann sem er í sjálfheldu í hlíðinni fyrir ofan tjaldsvæðið í Norðurfirði. Ekkert amar að manninum að sögn Landhelgisgæslunnar er hann bíður eftir björgun í ágætisveðri.
Nokkra línuvinnu þarf til að komast að manninum og koma honum á öruggan hátt niður og því gæti tekið svolitla stund að ljúka verkefninu. MBL.is greinir frá.