Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. ágúst 2014
Prenta
Tennurnar komnar úr hvalnum.
Finnbogastaðabændur eru núna búnir að ná neðri kjálkanum úr hvalnum og þar með tönnunum. Þeir gátu snúið hvalnum með traktor á flóði og gátu svo komist til skera kjálkann af á fjöru. Tennurnar eru taldar nokkuð verðmætar í allskonar handverk,en sextíu tennur geta verið í búrhvalskjafti. Reðasafnið í Reykjavík var að hugsa um að fá reðinn af hvalnum,en finnst hann of illa farin,þannig að ekkert verður úr því sennilega. Vísað er svo í frétt um þegar búrhval rak við Mela í janúar árið 2004. Hér.