Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 17. júní 2014
Prenta
Smáhvalavaða á Norðurfirði.
Smáhvalavaða sást á Norðurfirði í morgun,Guðlaugur Ágústsson á Steinstúni lét fréttamann Litlahjalla vita og fór fréttamaður norður og náði nokkrum myndum,en erfið skilyrði því talsverð gára er á sjónum í suðvestanáttinni og sólin glampar á sjónum. Ekki er vitað hverslags hvalir þetta eru,en smáhveli eru þetta,en ekki talið um hnýsur að ræða. Þetta geta verið um 30 til 40 stykki í hnapp.