Opnað norður.
Vegagerðin á Hólmavík opnaði veginn norður í Árneshrepp í dag. Byrjað var að moka í gær bæði norðanmegin frá og sunnanmegin. Um talsverðan snjó var að ræða. Sem dæmi má nefna að snjómoksturstækið sem var að moka norðanmegin var yfir fjóra tíma í Sætrakleyfinni. Vegurinn var síðast opnaður 5. Mars en þá lokaðist hann strax aftur daginn eftir. Vegurinn norður er undir svonefndri G- reglu. Samkvæmt henni er heimilt að moka tvo daga í viku haust og á vorin ef snjólétt er. Nú ætti að vera mokað tvisvar í viku ef ekki er um mikinn snjó að ræða,og hægt út af veðri á þriðjudögum og föstudögum. Nú er mikil vinna eftir við að moka ruðningum útaf hjá snjómokstursmönnum. Vegurinn er aðeins jeppafær. Myndirnar sem fylgja hér með tók Oddný S Þórðardóttir 05-03-2014.