Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn  3. mars 2014 
			Prenta
		
		
		
	
	
	
	
				
	
	
	Rafmagnslaust á fimmta tíma.
Rafmagn fór af Árneshreppi um það bil klukkan 10:15 í morgun. Menn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík fóru strax á stað að leita bilunarinnar,en það var ekki fyrr enn upp á Trékyllisheiði sem fannst eitt slit. Rafmagn komst á aftur um klukkan 14:45 í dag. Síðan fóru Orkubúsmenn í að draga út línu sem á að endurnýja á heiðinni nú einhvern daginn,en þá þarf að taka rafmagn af um tíma í Árneshreppi.
 
 
		




