Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. mars 2014
Prenta
Öskudagsskemmtun.
Börn og starfsfólk Finnbogastaðaskóla héldu Öskudagsskemmtun í Félagsheimilinu í Trékyllisvík í gærdag. Margt var gert sér til skemmtunar,svo sem farið í Kústadans, Limbó og Skóladans og margt fleira. Einnig var slegin kötturinn úr tunninni. Í henni var náttúrlega engin köttur heldur var fullt af sælgæti í henni. Fréttamaður Litlahjalla var á staðnum og tók nokkrar myndir sem fylgja hér með.