Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. febrúar 2014
Prenta
En frestað að leggja bundið slitlag á Gjögurflugvöll.
Eins kunnugt var stóð til að fara í framkvæmdir á Gjögurflugvelli til að leggja bundið slitlag á flugbrautina árið 2013. Eingöngu var farið í efnisvinnslu og fyrirhugað var að ljúka framkvæmdum 2014. Vegna fjárskorts hefur verið ákveðið að fresta framkvæmdum til 2015. Þannig að enn virðist seinka með að leggja slitlag á brautina á Gjögurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umdæmisstjóra flugvalla á Vestfjörðum Arnóri Magnússyni.