Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 19. febrúar 2014 Prenta

Framtíð áætlunarflugs:Morgunverðarfundur.

Frá Gjögurflugvelli.
Frá Gjögurflugvelli.

Á síðastliðnu ári var unnin ítarleg greining á framtíð áætlunarflugs innanlands með félagshagfræðilegri greiningu í þeirri vinnu kom margt áhugavert í ljós. Niðurstöður verkefnins verða kynntar í fyrramálið á morgunverðarfundi í Iðnó í Reykjavík, sem hefst kl. 8.30. Hægt verður að fylgjast með fundinum á netinu á vef ráðuneytisins. Dagskráin hefst með ávarpi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og mun hún fjalla um mikilvægi áætlunarflugsins innanlands fyrir öryggi og búsetugæði. Þá segir Vilhjálmur Hilmarsson hjá Mannviti frá helstu niðurstöðum á félagshagfræðilegri greiningu á framtíð innanlandsflugsins. Vilhjálmur vann greininguna ásamt Ástu Þorleifsdóttur, sérfræðingi í innanríkisráðuneytinu. Í lok fundar verða pallborðsumræður með þátttöku fulltrúa með ýmis sjónarhorn á þýðingu innanlandsflugsins. Þátttakendur í pallborði eru:

Kristín Soffía Jónsdóttir, varaborgarfulltrúi í Reykjavík,Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri,Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls og Ingi Þór Guðmundsson, markaðsstjóri Flugfélags Íslands. Fundarstjóri verður Birna Lárusdóttir, formaður samgönguráðs. Vefur innanríkisráðuneytisins.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Lítill ísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu.17-01-2010.
  • Jón Guðbjörn og Úlfar ræða málin.
  • Klædd NV hlið að hlita,03-12-2008.
  • Byrjað að safna saman flotunum út af Lambanesi.
Vefumsjón