Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. mars 2014
Prenta
Samgöngunefnd FV- fundar með samgöngustofnun.
Fréttatilkynning frá Fjórðungssambandi Vestfjarða:
Samgöngunefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga efndi til funda í Reykjavík 25. mars s.l., með forsvarsmönnum Vegagerðar, Póst og fjarskiptastofnunar, ISAVIA, Vodafone og NOVA til að ræða stöðu samgöngu og fjarskiptamála á Vestfjörðum og í lokin var haldinn fundur með skrifstofustjóra innviða í Innanríkisráðuneytinu. Fundir þessir eru haldnir árlega til að fylgja eftir verkefnum sem eru á áætlunum stjórnvalda og til upplýsingaröflunar fyrir stefnmörkun FV. Í undibúningi er endurskoðun samgöngu og fjarskiptáætlanir til næstu tólf ára og mun efni fundanna nýtast vel við þá vinnu.