Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. apríl 2014 Prenta

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 7.til 14.apríl 2014.

Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.
Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.

Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.  Laugardaginn 12. hafnaði mokstursbíll á vegum Vegagerðarinnar út fyrir veg á  Djúpvegi 61 í Seiðisfirði Ísafjarðardjúpi, talsveðar skemmdir á bílnum, ökumaður fór á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar. Önnur umferðaróhöpp sem tilkynnt voru til lögreglu í vikunni voru minniháttar. Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur í nágrenni Patreksfjarðar. Einn ökumaður var kærður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Aðfaranótt s.l. sunnudags voru unnin skemmdarverk á nokkrum stöðum á  Ísafirði frá miðnætti og fram á morgun. Skemmdarverkin voru unnin viða í bænum, rúða var brotin í Landsbankahúsinu,  rúðubrot við Tangagötu, Austurveg og Sundstræti, skemmdir á bílum við Smiðjugötu, Sundstræti, Skipagötu og Aðalstræti .

Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um þessi skemmdarverk góðfúslega hafið samband við lögregluna á Vestfjörðum, varðstöð Ísafirði í síma 450-3730.

Annars fór skemmtanahald nokkuð vel fram í umdæminu og  án teljandi afskipta lögreglu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Vantar pappa á sumstaðar.13-11-08.
  • Mikil froða eða (sælöður),í Ávíkinni 10 setember 2012 í norðan brimi.
  • Hafís útaf Reykjanesi.
  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
  • Hafís í Trékyllisvík og séð til Norðurfjarðar.
  • Borgarísjaki sést frá Litlu-Ávík. 26-09-2017.
Vefumsjón