Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 23. maí 2014 Prenta

Breytingar á starfsemi RÚV á Vestfjörðum.

Reykjaneshyrna og Norðurfjörður. Samgöngumál Árneshrepps eru ávallt fréttaefni.
Reykjaneshyrna og Norðurfjörður. Samgöngumál Árneshrepps eru ávallt fréttaefni.

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga átti í gær fund með Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra þar sem þau funduðu um stöðu RÚV á Vestfjörðum í tilefni af fréttum af því að fyrir dyrum standi að rýma húsnæði RÚV á Ísafirði. Á fundinum var farið vítt og breytt yfir stöðu mála varðandi þjónustu RÚV á Vestfjörðum. Voru báðir aðilar sammála um mikilvægi þess að RÚV sinni fréttaflutningi og dagskrárgerð á Vestfjörðum af myndarskap. Útvarpsstjóri ítrekaði að stefna hans og annarra nýrra stjórnenda RÚV væri að bæta þjónustu RÚV á landsbyggðinni. 

 

RÚV starfrækti svæðisstöðvar á nokkrum stöðum á landinu um árabil. Árið 2009 voru gerðar breytingar á þessari starfsemi og hún minnkuð til muna. Meðal aðgerða þá var að reyna að losa starfstöðvarnar að Akureyri undanskilinni. Ákvörðun um að leggja niður fasta starfstöð á Ísafirði var tekin fyrir nokkrum árum en tímabundinn leigusamningur rennur út nú í sumar. Þessar ákvarðanir voru að sjálfsögðu teknar af fyrri stjórnendum. RÚV hefur ekki haft fasta starfsmenn á Ísafirði undanfarin ár - en haft öflugan verktaka sem hefur sinnt dagskrárgerð á svæðinu. Hann mun vinna fyrir RÚV áfram og sinna dagskrárgerð á svæðinu. Ný framkvæmdastjórn er að setja sig inn í málin og finna leiðir til að auka við dagskrárgerð á Vestfjörðum, eins og öðrum landshlutum. Tryggt verður að allar tengingar og tækjabúnaður verði til staðar til dagskrárgerðar, útsendinga o.þ.h. Markmiði er að þeir viðbótarfjármunir sem settir verða í dagskrárgerð á landsbyggðinni nýtist beint í dagskránna - en fari ekki í yfirbyggingu og húsnæði. Þessi nálgun er í takt við aðra nálgun nýrra stjórnenda RÚV og má benda á að þessa dagana er verið að rýma húsnæði í Efstaleitinu með það að leiðarljósi að hagræða og skapa dýnamískari vinnustað. Á fundinum kom einnig fram að útvarpsstjóri hefði í hyggju að heimsækja Ísafjörð á næstu dögum eða vikum til að kynna sér aðstæður fyrir vestan enn betur og til að setjast niður með sveitarstjórnarfólki og fleirum um starfsemi RÚV á Vestfjörðum. Segir í tilkynningu frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Ásbjörn grefur 22-08-08.
  • Veiga í Íngólfsfirði talar við ferðahópinn.
  • Úr svefnherbergisálmu.02-02-2009.
  • Naustvík 10-09-2007.
Vefumsjón