Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 31. maí 2014
Prenta
Búið að telja í Árneshreppi.
Guðlaugur Agnar Ágústsson á Steinstúni hlaut flest atkvæði í Árneshreppi á Ströndum, en talningu þar er lokið. Aðrir sem kosnir voru í hreppstjórn eru Guðlaugur Ingólfur Benediktsson, Eva Sigurbjörnsdóttir, Elísa Ösp Valgeirsdóttir og Hrefna Þorvaldsdóttir. Tveir aðilar gáfu ekki kost á sér í hreppsnefnd nú. það voru þau Oddný S Þórðardóttir oddviti á Krossnesi og Björn G Torfason bóndi á Melum. Ný í hreppsnefnd eru því Elísa Ösp Valgeirsdóttir skólastjóri og Hrefna Þorvaldsdóttir húsmóðir.